Fréttir

Fundur EDPB í desember

22.12.2021

58. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) var haldinn 14. desember sl.

Helstu atriði sem voru rædd og samþykkt á fundinum voru:

  • Yfirlýsing EDPB um samvinnu innan ráðsins vegna vinnu við leiðbeiningar. 
  • Svör EDPB og einstakra persónuverndarstofnana sem hluti af endurskoðun framkvæmdastjórnarinnar á löggæslutilskipun Evrópusambandsins (e. Law Enforcement Directive eða LED). Að mati EDPB er of snemmt að segja til um virkni tilskipunarinnar þar sem síðustu fjögur ár hafi fyrst og fremst farið í innleiðingu á tilskipuninni. EDPB mun áfram vinna að útgáfu leiðbeininga hvað varðar túlkun á ákvæðum tilskipunarinnar sem og að veita sjálfstætt mat á jafngildisákvörðunum (e. adequacy decisions) framkvæmdastjórnar ESB, hvað varðar flutning til þriðju ríkja á persónuupplýsingum í löggæslutilgangi. Til að löggæslutilskipunin nái tilgangi sínum leggur EDPB áherslu á að aðildarríki tryggi að fjármögnun persónuverndarstofnana sé í samræmi við umfang vinnu þeirra.
  • Verkefnaáætlun fyrir stuðningshóps sérfræðinga innan EDPB (e. Support Pool of Experts eða SPE). Tilgangur SPE er að veita persónuverndarstofnunum innan EDPB stuðning í formi sérfræðiþekkingar við rannsókn mála. Þá er hópnum ætlað að efla samvinnu og samstöðu milli meðlima EDPB með því að deila sérfræðiþekkingu.
  • Svar til þingmanns Evrópuþingsins varðandi njósnaforritið Pegasus.
  • Lokaútgáfa leiðbeininga um raunhæf dæmi um öryggisbresti.

Fréttatilkynning EDPBVar efnið hjálplegt? Nei