Fréttir

Finnland tekur við formennsku í Evrópska persónuverndarráðinu

25.5.2023

Í dag fór fram kjör á nýjum formanni Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB). Anu Talus (Finnlandi) var kjörin formaður til næstu fimm ára, en hún tekur við af Andreu Jelinek (Austurríki) sem sinnt hefur formannsstörfum frá því að ráðið tók fyrst til starfa 25. maí 2018. Þá var Irene Loizidou Nikolaidou (Kýpur) kjörin nýr varaformaður.

Evrópska persónuverndarráðið er sjálfstæð stofnun innan Evrópusambandsins sem komið var á fót með almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), sem tók gildi 25. maí 2018, eða fyrir fimm árum. Ráðinu er ætlað að stuðla að samræmdri beitingu persónuverndarreglna á Evrópska efnahagssvæðinu og samvinnu á milli persónuverndarstofnana svæðisins. Persónuvernd á sæti í ráðinu. Var efnið hjálplegt? Nei