Fréttir

Evrópska persónuverndarráðið auglýsir eftir sérfræðingum til samstarfs

4.3.2022

EDPB leitar nú að sérfræðingum til að taka þátt í stuðningsteymi sérfræðinga (e. support pool of experts) til að starfa með persónuverndarstofnunum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Teymið mun samanstanda af sérfræðingum frá sem flestum sviðum atvinnulífsins. Því er ætlað að veita persónuverndarstofnunum innan EES ráðgjöf og aðstoða þær við eftirlit. 

Meðal annars er leitað eftir sérfræðingum á eftirfarandi sviðum: 

       Upplýsingatækniendurskoðunar, vefsíðuöryggis, farsímastýrikerfa og smáforrita, interneti               allra hluta, tölvuskýja, hegðunarauglýsinga, nafnleyndar- og dulmálsfræða (e. anonymization         techniques and cryptology), gervigreindar, UX hönnunar, fjármálatækni (e. Fintech),                       gagnavísinda, og lögfræði (tölvuréttur, e. digital law) svo eitthvað sé nefnt. 

Ef þú hefur áhuga á að vera með í stuðningsteymi EDPB getur þú sent inn umsókn ásamt kynningarbréfi. 

Frekari upplýsingar um verkefnið hjá EDPB.

Leiðbeiningar um hvernig senda skuli umsóknina.

Evrópska persónuverndarráðið er sjálfstæð stofnun innan Evrópusambandsins sem komið var á fót með almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR). Ráðinu er ætlað að stuðla að samræmdri beitingu persónuverndarreglna á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og samvinnu á milli persónuverndarstofnana svæðisins. Persónuvernd á sæti í ráðinu.Var efnið hjálplegt? Nei