Fréttir

Breyttur símatími frá 1. október 2020

28.9.2020

Frá og með 1. október næstkomandi breytist símatími lögfræðinga Persónuverndar. Verða nýir tímar eftirleiðis á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 10-12.

Breytingin er fyrst og fremst gerð til að veita lögfræðingum Persónuverndar meira svigrúm til að vinna í þeim málum sem berast stofnuninni, en um 750 mál eru nú opin og óafgreidd.

Ítarlega fræðslu er að finna á vefsíðu Persónuverndar um þau álitaefni sem stofnuninni berast reglulega fyrirspurnir um. Allan sólarhringinn er hægt að senda stofnuninni skriflega fyrirspurn í gegnum Hafa samband-hnappinn efst á vefsíðunni. Skriflegum fyrirspurnum er allajafna svarað innan sjö daga frá móttöku. Var efnið hjálplegt? Nei