Fréttir

Breyting á þegar veittu leyfi Persónuverndar vegna hringbólusetningar

Mál nr. 2021041007

21.5.2021

Hinn 18. maí sl. samþykkti Persónuvernd beiðni um breytingu á þegar veittu leyfi til embættis landlæknis til vinnslu persónuupplýsinga vegna svonefndrar hringbólusetningar til að verjast COVID-19, þ.e. bólusetningar á þeim sem umgangast viðkvæma einstaklinga sem ekki geta sjálfir fengið bólusetningu eða talið er að svari henni síður en aðrir. Byggðist leyfið á þeirri forsendu að vinnsla upplýsinga, sem afla átti hjá Þjóðskrá Íslands í umræddu skyni, færi fram með tilteknum hætti, en síðar kom í ljós að tilteknar vefþjónustur hjá Þjóðskrá, sem nota átti við vinnsluna, voru ekki að fullu tilbúnar. Var því umrædd beiðni send Persónuvernd sem í kjölfarið féllst á hana eins og fyrr segir.Bréfið til embættis landlæknis má lesa hér:Var efnið hjálplegt? Nei