Fréttir

Ákvörðun EDPB varðandi WhatsApp

30.7.2021

Á síðasta fundi Evrópska persónuverndarráðsins var tekin ákvörðun á grundvelli 65. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (e. GDPR) varðandi Whatsapp IE. Ákvörðunin fjallar um hvernig leysa úr ágreiningi varðandi tiltekin atriði í drögum að ákvörðun írsku persónuverndarstofnunarinnar sem forystustjórnvalds í máli Whatsapp en fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar á Írlandi.

Aðdragandi málsins er sá að írska stofnunin ákvað að hefja frumkvæðisathugun á því hvort WhatsApp IE uppfyllti gagnsæiskröfur 12., 13. og 14. gr. persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnunin sendi í kjölfarið frá sér drög að ákvörðun til hlutaðeigandi persónuverndarstofnana í Evrópu í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Var drögunum andmælt af nokkrum hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum. Andmælin vörðuðu meðal annars flokka þeirra brota og tegundir persónuupplýsinga sem undir voru í málinu sem og því hvort að beiting valdheimilda væri viðeigandi og nægileg af hálfu írsku stofnunarinnar.
Írska stofnunin sá sér ekki fært að fara að andmælunum og vísaði þeim því til EDPB til ákvörðunar. Niðurstaða ráðsins er sú að andmælin eigi rétt á sér og mun innan skamms tilkynna ákvörðun sína formlega til viðkomandi eftirlitsyfirvalda og skal írska stofnunin fara eftir þeirri ákvörðun. 

Fréttatilkynning EDPBVar efnið hjálplegt? Nei