Fréttir

Afgreiðsla á erindi Creditinfo Lánstrausts vegna nýs starfsleyfis

11.6.2021

Persónuvernd hefur afgreitt ósk frá Creditinfo Lánstrausti hf. um breytingu á nýju starfsleyfi til söfnunar og miðlunar upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, svo og frestun á gildistöku leyfisins. Orðalagi eins ákvæðis var breytt en ekki efni þess. Þá var orðalag annars ákvæðis endurskoðað til að koma í veg fyrir óhóflegan fjölda póstsendinga. Að öðru leyti var leyfinu ekki breytt en fallist var á að þrjú ákvæði kölluðu á það mikla vinnu til aðlögunar að nokkur frestur í því skyni ætti rétt á sér. Var hann veittur til 1. júlí nk. Sjá nánari umfjöllun hér.Var efnið hjálplegt? Nei