Fréttir

Ábending vegna nafn- og myndbirtinga á Netinu

12.10.2018

Sýna getur þurft varkárni við miðlun upplýsinga á Netinu.
Að gefnu tilefni vill Persónuvernd vekja athygli á því að þegar viðkvæm mál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum og samfélaginu almennt getur þurft að sýna varkárni við miðlun upplýsinga á Netinu. Á þetta meðal annars við um birtingu ljósmynda og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Hafa þarf í huga að birting slíkra upplýsinga getur í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir aðra en þá sem upplýsingarnar taka til, svo sem brotaþola.


Var efnið hjálplegt? Nei