Fréttir

37. fundur EDPB; tvennar leiðbeiningar og stofnun vinnuhóps vegna kvartana í kjölfar Schrems II

7.9.2020

37. fundur ráðsins fór fram þann 2. september 2020 en vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundarbúnað frá því í apríl. 

Að venju voru fjölmörg atriði á dagskrá ráðsins, en þau helstu voru:

  • Leiðbeiningar um hugtökin ábyrgðaraðili og vinnsluaðili skv. persónuverndarreglugerðinni.
  • Leiðbeiningar um notkun persónuupplýsinga til að ná til tiltekinna hópa á samfélagsmiðlum (e. targeting of social media users).
  • Stofnun vinnuhóps um kvartanir sem hafa verið lagðar fram í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Schrems II. Samanlagt hefur 101 kvörtun verið lögð fram hjá persónuverndarstofnunum innan EES af hálfu samtakanna „None of your business“, öðru nafni „NOYB“, varðandi notkun tiltekinna ábyrgðaraðila á þjónustum Google og/eða Facebook.
  • Stofnun vinnuhóps varðandi undirbúning að tillögum um hvernig aðstoða megi ábyrgðaraðila og vinnsluaðila við að koma auga á og innleiða viðeigandi verndarráðstafanir til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þegar þær eru fluttar til þriðja ríkis.

Fréttatilkynning EDPB vegna 37. fundar ráðsins.

Leiðbeiningar ráðsins og önnur bréf sem samþykkt eru á fundum þess eru birt á vefsíðu ráðsins að loknum prófarkalestri. Var efnið hjálplegt? Nei