Fréttir: 2018

Fyrirsagnalisti

15.10.2018 : Kynningarátak Persónuverndar vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Persónuvernd hlaut nýverið styrk frá Evrópusambandinu (The European Union's Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)) til þess að ráðast í sérstakar aðgerðir til kynningar á nýrri persónuverndarlöggjöf, sem tók gildi hérlendis 15. júlí síðastliðinn. Löggjöfin er byggð á reglugerð Evrópusambandsins um sama efni. Hér að neðan má sjá lýsingu á þeim kynningaraðgerðum sem átakið tekur til.

12.10.2018 : Ábending vegna nafn- og myndbirtinga á Netinu

Sýna getur þurft varkárni við miðlun upplýsinga á Netinu.

9.10.2018 : Forstjóri Persónuverndar í viðtali við GenomeWeb

Blaðamaður á vegum bandarísku vefsíðunnar GenomeWeb tók nýverið viðtal við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, en GenomeWeb er fréttavefur þar sem áhersla er lögð á vísindi og erfðafræði. Viðtalið er birt í frétt sem fjallar um vinnslu Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á upplýsingum um þá sem bera BRCA2-erfðabreytuna, en hún hefur í för með sér aukna hættu á krabbameini.

Grein GenomeWeb er birt hér í heild sinni, með leyfi höfundar.

8.10.2018 : 127 sóttu um fimm lausar stöður hjá Persónuvernd

Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki. Auglýst var eftir fjórum lögfræðingum og skjalastjóra. Umsóknarfrestur var til 1. október sl. Alls sóttu 105 um stöðu lögfræðings og

3.10.2018 : Öryggisbrestur hjá Facebook

Facebook hefur tilkynnt um öryggisbrest sem varðar um 50 milljón notendur.

7.9.2018 : Persónuvernd auglýsir eftir fjórum lögfræðingum og skjalastjóra

Persónuvernd auglýsir lausar fjórar stöður lögfræðinga og eina stöðu skjalastjóra hjá stofnuninni. 

6.9.2018 : Tilmæli vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla- og frístundastarfi

Tilmæli Persónuverndar um notkun á samfélagsmiðlum - til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga og annarra opinberra aðila og einkaaðila sem koma að starfi með börnum

28.8.2018 : Ísland – fyrirmynd að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu?

Fjallað er um grein forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur, um EES-samninginn í leiðara hins virta tímarits Privacy Laws & Business.

20.8.2018 : Erindi forstjóra Persónuverndar á ráðstefnu Privacy Laws & Business

Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, flutti nýverið tvö erindi á árlegri ráðstefnu Privacy Laws & Business, sem haldin var dagana 2. - 4. júlí í Cambridge á Englandi.

28.6.2018 : Þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki vegna innleiðingar nýrrar persónuverndar­löggjafar

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er eitt af verkefnum Persónuverndar að sinna leiðbeiningum til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Til að uppfylla þá skyldu hefur Persónuvernd sett á fót þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tók gildi þann 15. júlí 2018.

Síða 2 af 3


Var efnið hjálplegt? Nei