Fréttir

Fyrirsagnalisti

7.9.2018 : Persónuvernd auglýsir eftir fjórum lögfræðingum og skjalastjóra

Persónuvernd auglýsir lausar fjórar stöður lögfræðinga og eina stöðu skjalastjóra hjá stofnuninni. 

6.9.2018 : Tilmæli vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla- og frístundastarfi

Tilmæli Persónuverndar til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum

28.8.2018 : Ísland – fyrirmynd að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu?

Fjallað er um grein forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur, um EES-samninginn í leiðara hins virta tímarits Privacy Laws & Business.

20.8.2018 : Erindi forstjóra Persónuverndar á ráðstefnu Privacy Laws & Business

Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, flutti nýverið tvö erindi á árlegri ráðstefnu Privacy Laws & Business, sem haldin var dagana 2. - 4. júlí í Cambridge á Englandi.

Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, flutti nýverið tvö erindi á árlegri ráðstefnu Privacy Laws & Business, sem haldin var dagana 2. - 4. júlí í Cambridge á Englandi.

28.6.2018 : Þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki vegna innleiðingar nýrrar persónuverndar­löggjafar

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er eitt af verkefnum Persónuverndar að sinna leiðbeiningum til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Til að uppfylla þá skyldu hefur Persónuvernd sett á fót þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tók gildi þann 15. júlí 2018.

25.5.2018 : Persónuvernd er stofnun ársins árið 2018

Persónuvernd er stofnun ársins í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn annað árið í röð, en könnun á ríkisstofnun ársins var nú gerð í þrettánda sinn.

22.5.2018 : Aukin samvinna Persónuverndar og systurstofnanna á Norðurlöndunum

Auka á enn frekar samvinnu persónuverndarstofnanna á Norðurlöndunum

24.4.2018 : Upptaka persónuverndar­reglugerðar ESB í EES-samninginn og staða innleiðingar

Persónuvernd vekur athygli á að dómsmálaráðuneytið hefur nú birt frétt um upptöku nýrrar persónuverndarreglugerðar ESB í EES-samninginn og stöðu innleiðingar.

16.2.2018 : Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast. 

Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

25.1.2018 : 215 manns sóttu um fimm lausar stöður hjá Persónuvernd

Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki. Auglýst var eftir tveimur sérfræðingum á sviði upplýsingaöryggis, tveimur lögfræðingum og skrifstofumanneskju með reynslu af skjalavinnslu. Umsóknarfrestur var til 11. janúar sl. Alls sóttu 215 manns um störfin, þar af 90 um stöðu lögfræðings, 22 sóttu um stöðu sérfræðings í upplýsingaöryggi og 103 sóttu um stöðu skrifstofumanneskju.Var efnið hjálplegt? Nei