Fréttir: 2018

Fyrirsagnalisti

21.12.2018 : Meðferð máls vegna hljóðupptöku á Klaustri

Klaustursmálið er í hefðbundnum farvegi

21.12.2018 : Ársskýrsla Persónuverndar 2017

Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2017.

17.12.2018 : Kynningarherferð Persónuverndar 2018 - upptökur og annað efni

Persónuvernd hélt í kynningarherferð um landið í október og nóvember 2018 þar sem áhugasömum var boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina. Lokafundurinn var haldinn í Reykjavík 26. nóvember sl. Upptökur og glærur frá þeim fundi má nú nálgast hér á vefsíðunni.

29.11.2018 : Niðurstaða Persónuverndar um tekjur.is

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli vegna gagnagrunns með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 sem gerður hafði verið aðgengilegur á vefsíðunni tekjur.is.

2.11.2018 : Fundaröð Persónuverndar hófst á Akureyri

Persónuvernd stóð fyrir fundi um nýja persónuverndarlöggjöf í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 31. október.

26.10.2018 : Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 - upplýsingar og skráning þátttöku

Persónuvernd heldur í kynningarherferð um landið í október og nóvember þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina.

25.10.2018 : Breska persónuverndarstofnunin sektar Facebook um 500 þúsund pund fyrir alvarleg brot gegn persónuverndarlögum

Breska persónuverndarstofnunin, Information Commissioner's Office (ICO), hefur sektað Facebook um 500 þúsund pund (um 77,6 milljónir íslenskra króna) fyrir alvarleg brot gegn persónuverndarlögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu ICO.

24.10.2018 : Ábending frá Persónuvernd vegna misskilnings í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd vekja athygli á því að stofnuninni hefur borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum barna og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýrra persónuverndarlaga. Svo virðist sem misskilnings gæti víða í skólasamfélaginu um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess að skólastarf samrýmist nýjum persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur af því tilefni sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila.

19.10.2018 : Frumkvæðisathugun vegna birtingar skattskrárupplýsinga

Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni tekjur.is en í aðdraganda þess hafði stofnuninni borist fjöldi erinda einstaklinga sem töldu brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Svohljóðandi bréf um þá athugun, dags. 17. október 2018, hefur verið sent lögmanni Viskubrunns:

15.10.2018 : Íslendingar meðal þeirra sem urðu fyrir öryggisbresti hjá Facebook

Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á tæplega 2.500 notendur samfélagsmiðilsins á Íslandi.

Síða 1 af 3


Var efnið hjálplegt? Nei