Fréttir: 2017

Fyrirsagnalisti

29.11.2017 : Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, var á meðal þeirra sem skipuðu úttektarnefnd á persónuverndarþætti Schengen samstarfsins í Grikklandi.

14.7.2017 : Yfir og allt um kring

Verkefni Persónuverndar hafa sjaldan verið jafn krefjandi, mikilvæg og mikil að umfangi, enda stendur samfélagið á barmi fjórðu iðnbyltingarinnar, þar sem tækniframfarir hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. 

16.6.2017 : Forstjóri Persónuverndar í viðtali á ÍNN

Þann 14. júní sl. var Helga Þórisdóttir gestur Björns Bjarnasonar á sjónvarpsstöðinni ÍNN en í viðtalinu var meðal annars rætt um hlutverk og verkefni Persónuverndar auk þeirra breytinga sem verða á starfsemi Persónuverndar á næstunni.

9.6.2017 : Persónuvernd á Írlandi leitar að sérfræðingum á EES svæðinu til starfa

Írska systurstofnun Persónuverndar hefur auglýst eftir sérfræðingum til starfa við stofnunina, en ríkisborgurum EES-ríkja er heimilt að sækja um stöðurnar.

22.5.2017 : Persónuvernd í Frakklandi sektar Facebook

Persónuvernd í Frakklandi hefur lagt sekt á Facebook vegna brota á lögum um persónuvernd. Ákvörðunin kemur í kjölfar frumkvæðisúttektar sem stofnunin réðst í eftir breytingar Facebook á persónuverndarskilmálum sínum árið 2015.

12.5.2017 : Persónuvernd er Stofnun ársins 2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík NPersónuvernd er stofnun ársins 2017ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5. 

2.5.2017 : Umsögn Persónuverndar um fjármálaáætlun 2018-2022

Persónuvernd hefur að beiðni fjárlaganefndar Alþingis veitt umsögn um fjármálaáætlun 2018-2022. Í umsögninni koma fram alvarlegar áhyggjur af stöðu persónuverndarmála á Íslandi. Í umsögninni er m.a. bent á að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf muni koma til framkvæmda í maí 2018. Slíkt kalli á vandaðan undirbúning en sé miðað við óbreytt ástand hafi stofnunin ekki nægar fjárheimildir eða mannafla til að takast á við þau verkefni sem hin nýja löggjöf gerir ráð fyrir.

18.4.2017 : Uppfærðar leiðbeiningar vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Á síðasta fundi 29. gr. vinnuhópsins voru samþykktar uppfærðar leiðbeiningar um flutningsrétt, persónuverndarfulltrúa og um samvinnu persónuverndarstofnanna og tilnefningu forystueftirlitsyfirvalds vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar sem kemur til framkvæmda í maí 2018. Þá voru einnig samþykkt fyrstu drög að leiðbeiningum um mat á áhrifum vinnslu (e. Data Protection Impact Assessment). Nánari upplýsingar um leiðbeiningarnar má finna hér.

14.3.2017 : Morgunverðarfundur um nýja persónuverndarlöggjöf 3. mars 2017

Þann 3. mars 2017 héldu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samvinnu við innanríkisráðuneyti og Persónuvernd, morgunverðarfund um nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundinn mættu um 150 manns og var hann því vel sóttur. Fundarstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, en frummælendur voru Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar,  Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Persónuverndar og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.
Síða 1 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei