Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

20.12.2016 : Leikföng sem tengjast Netinu brjóta gegn réttindum barna

Norska neytendastofnunin (n. Forbrukerrådet) tók nýverið til skoðunar notendaskilmála og tæknilega eiginleika tiltekinna leikfanga sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast Netinu (e. Internet-connected toys). Niðurstaða stofnunarinnar var sú að leikföngin uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd.

25.11.2016 : Leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur tekið saman gátlista um hverju opinberar stofnanir þurfi að huga að áður en tekin er ákvörðun um notkun tölvuskýja.

17.11.2016 : Dómur Evrópudómstólsins um breytilegar IP-tölur

Með dómi Evrópudómstólsins, dags. 19. október 2016, í máli nr. 582/14 (Breyer gegn þýska ríkinu) var staðfest að breytilegar IP-tölur (e. dynamic IP address) falli undir skilgreiningu á persónuupplýsingum í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.

26.9.2016 : Nýjar persónuverndarreglur 2018 - hvað þýðir það fyrir þig og þína starfsemi?

Persónuvernd boðar til málstofu um nýjar reglur á sviði persónuverndar sem munu taka gildi árið 2018. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu endurbætur á löggjöfinni sem gerðar hafa verið í rúma tvo áratugi.


Skráning fer fram á postur[hja]personuvernd.is en aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má nálgast í auglýsingu Persónuverndar.

10.8.2016 : Nýtt álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum

Alþjóðlegur vinnuhópur um persónuvernd í fjarskiptum, sem Persónuvernd á sæti í, hefur gefið út álit þar sem fjallað er um persónuvernd og öryggi í fjarskiptum á netinu. Álitið tekur einnig til fjarskipta sem fara fram í gegnum netspjall, myndsíma eða á annan sambærilegan hátt.

14.7.2016 : Nýtt samkomulag um flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í fyrradag, þann 12. júlí 2016, um nýtt samkomulag varðandi flutning persónuupplýsinga milli Bandaríkjanna og Evrópu, en samkomulagið hefur hlotið nafnið EU-US Privacy Shield.

12.7.2016 : Nýjar hættur og ógnir við vinnslu og meðferð persónuupplýsinga

Ársskýrsla Persónuverndar 2015

Persónuvernd hefur birt ársskýrslu fyrir árið 2015. Umbylting hefur orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum – og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru. Þessi bylting er sýnileg í sífellt vaxandi málafjölda Persónuverndar sem hefur nærri þrefaldast frá árinu 2002.

13.6.2016 : Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar var skipaður í úttektarnefnd á vegum Evrópusambandsins og aðildarríkja Schengen-samstarfsins.

10.5.2016 : Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Reykjavík

Árlegur fundur norrænna persónuverndarstofnana verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 11.-12. maí n.k. Fundurinn er liður í samstarfi norrænna þjóða á sviði persónuverndar. Forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna sækja fundinn ásamt lögfræðingum, eftirlitsmönnum og upplýsingatæknisérfræðingum hverrar stofnunar. Helstu umræðuefni fundarins þetta árið verða innleiðing nýrrar Evrópureglugerðar á sviði persónuverndar, persónuvernd í atvinnulífinu og vinnsla persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum.

10.5.2016 : Forstjóri Persónuverndar í föstudagsviðtali Fréttablaðsins

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins þann 6. maí síðast liðinn. Í viðtalinu fór Helga yfir þær ógnir sem steðja að friðhelgi einkalífs einstaklinga með tilkomu nýrrar tækni. Einnig fór Helga yfir þau áhrif sem ný persónuverndarlöggjöf mun hafa á réttindi einstaklinga á þessu sviði, sem og áhrif sem verða á starfsemi fyrirtækja.
Síða 1 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei