Fréttir: 2014

Fyrirsagnalisti

24.3.2014 : Persónuvernd er á Twitter

Persónuvernd er komin á Twitter. Mun stofnunin framvegis tísta þar um úrskurði sína, umsagnir og annað fréttatengt efni, samhliða því að birta efnið á vefsíðu sinni.

6.2.2014 : Leiðbeiningar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera

Norrænn vinnuhópur um tölvuský hefur unnið að gerð leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera.

Norrænn vinnuhópur um tölvuský hefur unnið að gerð leiðbeininga á vegum upplýsingatækninefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um notkun tölvuskýja hjá hinu opinbera.

26.1.2014 : Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf.

Persónuvernd hefur veitt Creditinfo Lánstrausti hf. nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Gerðar hafa verið tilteknar breytingar frá fyrra leyfi, dags. 19. júní 2012 (mál nr. 2012/266).

20.1.2014 : Upplýsingaöryggi í sviðsljósinu - ráðstefna á Grand Hótel 28. janúar 2014

Á alþjóðlega gagnaverndardeginum 28. janúar hefur verið gert átak í að upplýsa neytendur og fyrirtæki um rétt sinn til gagnaverndar. Deloitte hyggst styðja þetta málefni með því að halda ráðstefnu í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu. Á ráðstefnuninni mun fagfólk í málefnum upplýsingaöryggis halda fyrirlestra um gagnaöryggi og ræða raunveruleg dæmi, goðsagnir og góða starfshætti. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli þann 28. janúar n.k. kl. 8.30-11.

2.1.2014 : Ákvörðun spænsku persónuverndarstofnunarinnar varðandi nýja stefnu Google um friðhelgi einkalífs

Í niðurstöðum úttektar sem spænska persónuverndarstofnunin stóð fyrir á vinnslu persónuupplýsinga hjá Google kemur fram að Google hafi unnið með persónuupplýsingar um notendur sína á ólögmætan hátt á grundvelli nýrrar stefnu sinnar um friðhelgi einkalífs. Spænska persónuverndarstofnunin lýsir því yfir að um þrenns konar brot á spænsku persónuupplýsingalöggjöfinni sé að ræða og sektar Google um 300.000 evrur fyrir hvert brot.
Síða 2 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei