Fréttir: 2011

Fyrirsagnalisti

7.9.2011 : Vertu netsnjall!

SAFT í samstarfi við Nýherja hefur gefið út bækling um árvekni á netinu. Bæklingurinn er ætlaður börnum og unglingum og forráðamönnum þeirra. Hann hefur að geyma ýmis heilræði um hvernig hægt sé að vera „netsnjall“ og hvetur um leið til gagnrýnnar hugsunar um það sem finnst á netinu.

19.8.2011 : Lagt fyrir opinberar þýskar stofnanir að loka aðdáendasíðum á Facebook og fjarlægja „líkar við“ hnappa á heimasíðum

Þýski persónuverndarfulltrúinn í Slésvík-Holstein hefur lagt fyrir að allar opinberar stofnanir loki s.k. aðdáendasíðum sínum á Facebook og fjarlægi s.k. „líkar við“-hnappa á heimasíðum sínum.  Er þetta niðurstaða hans eftir að framkvæmd var rannsókn af hálfu embættisins á Facebook. Komst persónuverndarfulltrúinn að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd gangi gegn ákvæðum þýskra fjarskiptalaga og persónuverndarlaga.

21.7.2011 : Tilskipun um varðveislu upplýsinga - Álit European Data Protection supervisor

Þann 18. apríl 2011 birti framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins skýrslu um þá þróun sem hefur orðið á framkvæmd tilskipunar nr. 2006/24/EC um varðveislu persónuupplýsinga sem verða til við rafræn fjarskipti. Í kjölfarið gaf Evrópski persónuverndarfulltrúinn út álit um tilskipunina og skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar.

14.7.2011 : Norrænar persónuverndarstofnanir óska eftir upplýsingum frá Facebook um vinnslu persónuupplýsinga

Þann 8. júlí síðastliðinn óskuðu norrænu persónuverndarstofnanirnar eftir því við Facebook að fyrirtækið svaraði sameiginlegum spurningalista stofnananna um söfnun og vinnslu fyrirtækisins á persónuupplýsingum.

15.6.2011 : Miðlun Þjóðskrár Íslands á upplýsingum um látna menn

Persónuvernd gerir ekki athugasemd við leit að upplýsingum hjá Þjóðskrá um látna einstaklinga, nánar tiltekið um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað, í þágu heimasíðu í minningu látinna manna.

15.6.2011 : Miðlun Þjóðskrár Íslands á upplýsingum um látna menn

Persónuvernd gerir ekki athugasemd við leit að upplýsingum hjá Þjóðskrá um látna einstaklinga, nánar tiltekið um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað, í þágu heimasíðu í minningu látinna manna.

Persónuvernd gerir ekki athugasemd við leit að upplýsingum hjá Þjóðskrá um látna einstaklinga, nánar tiltekið um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað, í þágu heimasíðu í minningu látinna manna.

31.5.2011 : Lyfjagagnagrunnur landlæknis

Að gefnu tilefni er vakin athygli á niðurstöðu Persónuverndar, dags. 14. nóvember 2008, um lyfjagagnagrunn landlæknis.

31.5.2011 : Lyfjagagnagrunnur landlæknis

Að gefnu tilefni er vakin athygli á niðurstöðu Persónuverndar, dags. 14. nóvember 2008, um lyfjagagnagrunn landlæknis.

11.5.2011 : Breyting á reglum um rafræna vöktun

Þann 6. maí sl. voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda reglur um breytingu á reglum nr. 837/2006 um rafræna vöktun, með síðari breytingum.

7.4.2011 : Svissneskur stjórnsýsludómstóll telur framkvæmd Google Street View fara í bága við friðhelgi einkalífs

Þann 30. mars 2011 komst stjórnsýsludómstóllinn í Sviss að þeirri niðurstöðu að Google Street View brjóti gegn friðhelgi einkalífs og sé þannig í andstöðu við svissnesk lög.

Síða 2 af 3


Var efnið hjálplegt? Nei