Fréttir: 2011

Fyrirsagnalisti

28.12.2011 : Viðbrögð við fréttum um gagnagrunn FME

Persónuvernd hafa borist fyrirspurnir vegna fréttaumfjöllunar um gagnagrunn Fjármálaeftirlitsins um verðbréfaviðskipti. Hefur því verið haldið fram að hann hafi ekki komið að notum þar sem Persónuvernd hafi lagst gegn því að leitað yrði eftir kennitölum fyrirtækja. Af því tilefni vill Persónuvernd koma upplýsingum á framfæri.

20.12.2011 : Niðurfelling máls varðandi Umferðarstofu

Persónuvernd bárust ábendingar vegna blaðagreinar sem bar með sér að sektarlistar lögreglu hefðu verið samkeyrðir við óskalista um hraðahindranir. Umferðarstofa kvað greinina hafa verið villandi. Samkeyrslan hafði aldrei farið fram. Málið var fellt niður.

9.12.2011 : Persónuvernd kallar eftir skýringum

Persónuvernd hefur ákveðið að kalla eftir skýringum Landspítala - Háskólasjúkrahúss af tilefni ábendinga og kvartana yfir meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga um 158 einstaklinga í tengslum við rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum. Mun upplýsingum um þá hafa verið miðað frá LSH og dreift með tölvupósti.

21.10.2011 : Persónuupplýsingar úr tilkynningalínu Alcan fluttar úr landi

Persónuvernd hefur veitt Alcan leyfi til flutnings persónuupplýsinga úr landi, þ.e. til aðila (InTouch) í Bandaríkjunum og til Ástralíu, í tengslum við kerfi fyrir uppljóstrarnir frá starfsmönnum.

27.9.2011 : Ársskýrsla Persónuverndar 2010 komin út

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2010 er komin út. Þar eru birtar almennar upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar, helstu álit og úrskurðir, yfirlit yfir útgefin leyfi og úttektarverkefni, samantekt um erlent samstarf, lög og reglur og yfirlit yfir rekstrarreikning.

21.9.2011 : Nýr formaður stjórnar Persónuverndar skipaður

Innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Verður hún þá annar formaður stjórnarinnar. Tekur hún við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.

21.9.2011 : Facebook svarar spurningum norrænu persónuverndarstofnananna

Facebook hefur nú svarað spurningalista norsku persónuverndarstofnunarinnar. Hann var sendur fyrir hönd norrænu persónuverndarstofnananna og varðar varðveislu og notkun Facebook á persónuupplýsingum.

9.9.2011 : Álit 29. gr. hópsins um lagaskil

Hinn 16. desember 2010 samþykkti 29. gr. starfshópurinn álit hvað varðar lagaskil. Í álitinu er að finna leiðbeiningar um hvernig lagaskilum skuli háttað þegar ábyrgðaraðili hefur staðfestu annað hvort innan eða utan EES-svæðisins.

Síða 1 af 3


Var efnið hjálplegt? Nei