Fréttir: 2009

Fyrirsagnalisti

16.10.2009 : Creditinfo (LT) - upplýsingar um greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga

 

Persónuvernd telur að CreditInfo (Lánstraust) hafi ekki, skv. gildandi starfsleyfi, heimild til sölu upplýsinga um þá einstaklinga sem endurskipuleggja fjárhag sinn vegna greiðsluerfiðleika.

 

6.10.2009 : Eftirlitsmyndavélar í leigubifreiðum

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn um eftirlitsbúnað í leigubifreiðum.

6.10.2009 : Miðlun upplýsinga úr nemendaskrá Háskóla Íslands til Vinnumálastofnunar

Persónuvernd telur að eftir breytingu sem gerð var á lögum um atvinnuleysistryggingar sé Háskóla Íslands heimilt að veita Vinnumálastofnun skrá yfir þá sem sækja lánshæft nám við skólann.

25.9.2009 : Upplýsingar um fjárhagsmálefni lögaðila. Nýtt leyfi fyrir Lánstraust

Lánstrausti hf. (Creditinfo) hefur verið veitt nýtt leyfi varðandi upplýsingar um fjárhagsmálefni lögaðila. Fallist var á eina breytingu. Hún er a-lið greinar 3.1

23.9.2009 : Viðkvæmar persónuupplýsingar á heimasíðum. Bréf til dómsmálaráðherra

Í framhaldi af nokkrum erindum sem Persónuvernd hafa borist, og lúta að birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga á heimasíðum, hefur hún sent dómsmálaherra bréf og kynnt hugmynd að tilteknu réttarúrræði.

 

18.9.2009 : Svar varðandi upplýsingakerfið rel8

Persónuvernd hefur svarað erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar um leyfisskyldu vegna vinnslu upplýsinga um vensl einstaklinga og fyrirtækja.

 

16.9.2009 : Meðferð á máli REl-8, vinnsla Jóns Jósefs Bjarnasonar

Persónuvernd hefur til meðferðar umsókn Jóns Jósefs Bjarnasonar um leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.

15.9.2009 : Rel-8.com; vinnsla Jóns Jósefs Bjarnasonar

Vegna frétta um að Persónuvernd hafi stöðvað vinnslu Jóns Jósefs Bjarnasonar á upplýsingum um tengsl manna í viðskiptalífinu o.fl. er tekið fram að þetta er ekki rétt.

7.9.2009 : Nafnlausar ábendingar til stjórnvalda

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn varðandi móttöku stjórnvalda á nafnlausum ábendingum um ætluð lögbrot

4.9.2009 : Fésbókin lofar betri persónuvernd

Stjórnendur Fésbókarforritsins (Facebook) vilja einfalda stjórn notenda á persónuupplýsingum sínum við notkun Fésbókarinnar.

 

Síða 2 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei