Beiðnir um kynningar

Eitt af verkefnum Persónuverndar er að kynna helstu álitaefni, leiðbeina aðilum og tjá sig samkvæmt beiðni eða að eigin frumkvæði um málefni sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga. Sé þess óskað af hálfu fyrirtækja, félagasamtaka og/eða opinberra aðila getur Persónuvernd haldið erindi um sérstök málefni tengd persónuvernd.

Ef óskað er eftir slíkri kynningu þarf að fylla út formið hér að neðan og senda til Persónuverndar. Athygli er vakin á því að beiðnir um kynningar þurfa að berast með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara.

Í kjölfarið mun Persónuvernd leggja mat á hvort mögulegt er að verða við beiðninni. Við slíkt mat er einkum litið til þess hvernig efni kynningarinnar fellur að forgangsverkefnum Persónuverndar hverju sinni, fjölda þátttakenda og hvort erindið er til þess fallið að skila dýpri þekkingu til þeirra sem á þurfa að halda.

Kynningar vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar 2018

Sérstök sjónarmið geta átt við um kynningar á nýrri persónuverndarlöggjöf, sem tók gildi 15. júlí 2018. Í slíkum kynningum verður lögð áhersla á að ná til sem flestra í hvert sinn, t.a.m. með því að viðkomandi aðili taki upp eða streymi kynningunni á Netinu.* Sé þess óskað að Persónuvernd haldi erindi um nýju löggjöfina er gert að skilyrði að þátttakendur sé a.m.k. 50 talsins og samanstandi af breiðum hópi einstaklinga, s.s. frá heildarsamtökum fyrirtækja. Ef fundurinn nær ekki tilskildum fjölda er mögulegt að sameinast um erindi með fleiri aðilum. Hægt er að senda Persónuvernd beiðni um kynningu fyrir fámennan hóp einstaklinga en með slíkum beiðnum þarf að fylgja rökstuðningur fyrir því að halda þurfi kynningu fyrir slíkan hóp.

*Ef fundur er tekinn upp áskilur Persónuvernd sér rétt til að endurbirta umrætt efni á heimasíðu sinni.



Beiðni um kynningu


Ef þess er óskað að erindið fari fram á öðru tungumáli en íslensku þarf það að koma fram
Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Sjá persónuverndarstefnu

Var efnið hjálplegt? Nei