Ársskýrsla Tölvunefndar 1996


Samkvæmt 36. gr. laga um skráningu og vernd persónuupplysinga nr. 121 28. desember 1989 skal tölvunefnd árlega birta skýrslu um starfsemi sína. Skal þar birta yfirlit yfir þau starfsleyfi, samþykktir og heimildir sem nefndin hefur veitt, reglur sem hún hefur sett og úrskurði sem hún hefur kveðið upp.
Skyrsla þessi fyrir árið 1996, sem hér birtist, er þriðja skyrsla um störf þeirrar nefndar sem skipuð var í árslok 1993 til að starfa frá 1. janúar 1994 til 31. desember 1997. Er það önnur nefndin sem skipuð er samkvæmt lögum nr. 121/1989 en jafnframt fjórða nefndin sem skipuð er frá því að fyrstu lög varðandi meðferð og skráningu persónuupplysinga voru sett, en það voru lög um skráningu á upplysingum er varða einkamálefni, nr. 63 5. júní 1981.

Reykjavík, í ágúst 1997.
Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri


EFNISYFIRLIT

1. Formáli.

Um friðhelgi einkalífs, vernd persónuupplysinga og hlutverk Tölvunefndar

2. Almennt um skipun og starf Tölvunefndar

2.1. Um skipun nefndarinnar
2.2. Um málafjölda og viðfangsefni nefndarinnar

3. Yfirlit yfir afgreidd erindi á árinu 1996
3.1. Heimilaðar vísindarannsóknir og kannanir ymis konar

3.1.1. Yfirlit yfir helstu skilmálar fyrir gerð slíkra rannsókna
og kannanna
3.1.2. Yfirlit yfir þær vísindarannsóknir og kannanir sem
heimilaðar voru

3.2. Kannanir sem voru framkvæmdar með þeim hætti að Tölvu-
nefnd taldi ákvæði laganna ekki taka til þeirra og því ekki
standa gerð þeirra í vegi
3.3. Starfsleyfi sem gefin voru út

3.3.1. Starfsleyfi skv. 15. gr.
3.3.2. Starfsleyfi skv. 21. gr.
3.3.3. Starfsleyfi skv. 24. gr.
3.3.4. Starfsleyfi skv. 25. gr.

3.4. Tilkynningar starfsleyfishafa um einstakar kannanir skv.
1. mgr. 24. gr.
3.5. Erindi sem var synjað
3.6. Veitt álit og umsagnir um ymis mál
3.7. Svör við fyrirspurnum
3.8. Kvartanir yfir einstökum listum og skrám
3.9. Erindi varðandi aðgang að einstökum skrám, afhendingar
úr einstökum skrám og samtengingu skráa
3.10. Erindi varðandi skráningu persónuupplysinga á ymsum
vettvangi
3.11. Önnur mál
3.12. Nánari greinargerð um einstakar afgreiðslur

3.12.1. Apótekarafélag Íslands (95/213)
3.12.2. Atvinnuleysistryggingasjóður (96/203)
3.12.3. Félagsmálaráðuneytið (96/149)
3.12.4. Fjármálaráðuneytið (96/080)
3.12.5. Framleiðsluráð landbúnaðarins (95/279)
3.12.6. Ívar Pétur Guðnason (95/276)
3.12.7. Rannsóknarlögregla ríkisins, (95/298)
3.12.8. Sjúkrahús Reykjavíkur, (96/072)
3.12.9. Stígamót (96/051)
3.12.10. Tryggingastofnun ríkisins, (95/118)

4. Starf á fjölþjóða vettvangi
4.1. Norrænt samstarf.
4.2. Evrópuráðið.
4.3. Alþjóðasamtök gagnaverndarstofnana.
4.4. Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. ESB-tilskipunar um
friðhelgi einkalífs og verndun persónuupplysinga.

5. Lög um skráningu og meðferð persónuupplysinga nr. 121 28.
desember 1989

6. Nafnaskrá


1. Formáli.

Um friðhelgi einkalífs, vernd persónuupplysinga og hlutverk Tölvunefndar.

Mannréttindi njóta verndar í stjórnarskrám flestra lyðræðisríkja og eru óumdeilanlega ein af undirstöðum hvers lyðræðisþjóðfélags. Allt frá því Íslendingum var fyrst sett stjórnarskrá um hin sérstöku málefni Íslands frá 5. janúar 1874, hafa mannréttindi verið stjórnarskrárbundin réttindi borgaranna hér á landi. Með mannréttindum er fyrst og fremst átt við ákveðin frelsisréttindi einstaklinganna, þ.e. rétt þeirra til þess að haga lífi sínu, skoðunum eða athöfnum að eigin vild, án þess að eiga á hættu afskipti og íhlutun ríkisvaldsins. Í þessari skilgreiningu felst að innan ákveðinna vébanda, sem handhafar ríkisvaldsins mega ekki fara yfir, nema sérstaklega standi á, eiga einstaklingar að njóta frelsis og friðhelgi. Mannréttindaákvæði þessi grundvallast á þeirri skoðun að hverjum manni beri náttúrulegu eðli samkvæmt ákveðin réttindi, sem hann verði ekki sviptur. Beinist stjórnarskrárvernd mannréttinda nú á tímum ekki einungis að því að vernda einstaklingana í þjóðfélaginu fyrir íhlutunum af hálfu ríkisvaldsins, heldur einnig að því að vernda einstaklingana í innbyrðis samskiptum þeirra. Á þetta ekki hvað síst við um þau stjórnarskrárvörðu mannréttindi að njóta verndar um einkalíf sitt og persónulega hagi.

Lagaumhverfi okkar Íslendinga verndar friðhelgi einkalífs með margvíslegum hætti. Fyrst er að geta alþjóðlegra mannréttindasáttmála, sem við Íslendingar erum aðilar að, og má þar sem dæmi nefna fyrrgreindan Mannréttindasáttmála Evrópu og Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Í annan stað er að geta ákvæðis 71. gr. stjórnarskrárinnar frá 1944, svo sem henni var breytt með stjórnskipunarlögum frá 1995. Í þriðja lagi er að finna mikilvæg ákvæði til verndar friðhelgi einkalífs í XXV. kafla almennu hegningarlaganna frá 1940, en sá kafli fjallar um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Í fjórða lagi eru mikilvæg ákvæði til verndar friðhelgi einkalífs í lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga, sem í daglegu tali eru oft nefnd tölvulögin.

Eins og vikið var að hér að framan er friðhelgi persónuupplysinga og leynd þeirra mikilvægur þáttur í stjórnarskrárvernd mannréttinda. Samkvæmt stjórn-arskránni hvílir sú skylda á löggjafanum að setja reglur um skráningu og aðra meðferð persónuupplysinga sem tryggir þegnum þjóðfélagsins vernd um þessar upplysingar í samræmi við fyrirmæli stjórnarskrárinnar. Þessari skyldu sinni hefur löggjafinn sinnt með setningu laga nr. 121/1989.

Sá málaflokkur sem hvað fyrirferðamestur er á borði Tölvunefndar og hefur lengi verið, er skráning og önnur meðferð heilsufarsupplysinga. Ásókn í slíkar upplysingar hefur stórlega aukist, og nyjar tækniframfarir, sérstaklega á sviði erfðgreiningar, gera slíkar upplysingar verðmætari en flestar aðrar upplysingar, sem til persónuupplysinga teljast. Þeirrar þróunar hefur orðið vart erlendis, og er e.t.v. stutt að bíða að hún geri einnig vart við sig hér á landi, að ymsir aðilar, sem viðskipti stunda, vilja komast yfir slíkar upplysingar, einkanlega í því skyni að útiloka einstaklinga, sem hafa tiltekna erfðaeiginleika frá viðskiptum við sig. Má sem dæmi vátryggingafélög og atvinnurekendur. Þá hefur nylega gengið í Danmörku dómur, þar sem yfirlæknir sjúkrahúss í Árósum var dæmdur í sektir fyrir að fjarlægja með ólögmætum hætti vefjasyni af sjúkrahúsinu og koma þeim fyrir á leyndum stað erlendis.

Þessi dæmi syna, að persónuupplysingar má nota bæði til góðs og ills. Það er hægt að nota upplysingar um erfðaeiginleika við lækningar, og er það til góðs. Til ills er hægt að nota slíkar upplysingar, þegar farið er að nota þær til þess að útiloka einstaklingana í þjóðfélaginu frá því að geta notið samfélagslegrar þjónustu í sama mæli og aðrir þegnar þjóðfélagsins gera.

Annar málaflokkur, sem er nyr af nálinni, er söfnun og skráning upplysinga í þágu útgáfu ættfræðirita og ymissa starfsstéttatala. Tölvunefnd verður þess vör í störfum sínum, að í vaxandi mæli hafa einstaklingar áhyggjur af þeirri skráningu, sem fram fer í slíkum tilgangi. Nú er það að vísu svo samkvæmt 2. gr. TL, að skráning í þágu æviskrárrita fellur utan gildissviðs laganna. Eigi að síður er tekið fram í skyringum við þá lagagrein, að við slíka skráningu verði að gæta grunnreglna um friðhelgi einkalífs. Þær spurningar, sem einkum brenna á mönnum í þessu sambandi, eru aðallega tvær: Í fyrsta lagi, hvort skrásetjarar og útgefendur slíkra rita hafi fullt og óskorað vald til þess að ákveða sjálfir, hvort tiltekinn maður, gegn vilja sínum, er tekin með í slíkt rit, ef hann á annað borð tilheyrir ákveðinni ætt eða tiltekinni starfsstétt. Í öðru lagi hvort sá sem upplysingarnar varðar, geti ekki að einhverju leyti ráðið því sjálfur, hvaða upplysingar um hann birtast í slíku riti. Í þessu sambandi er mörgum spurningum ósvarað, og bíða nú ákvörðunar á borði Tölvunefndar nokkur mál af þessu tagi. Ekki er ætlunin hér að leggja mat á réttindi skráðra aðila að þessu leyti, en rétt er þó að leggja á það áherslu, að í þessu sambandi sem öðru hlytur einstaklingurinn að hafa nokkurt forræði um það, hvers konar upplysingar um hann birtast í slíkum ritum.

Þegar kemur að meðferð persónuupplysinga má segja, að oft vegist á tvenns konar hagsmunir:

Annars vegar eru það þeir hagsmunir, að þröngar lagareglur og einstrengingsleg túlkun þeirra hamli ekki tækniframförum, þannig að komið sé í veg fyrir eðlilega þróun með hagnytingu upplysinga, sem öllum geta orðið til góðs, ef rétt er með þær farið. Má hér sem dæmi nefna skráningu upplysinga um erfðaeiginleika og fleiri heilsufarsatriði, en skráning þeirra og önnur meðferð er að sjálfsögðu forsenda framþróunar í læknavísindum. Hins vegar eru það þeir hagsmunir einstaklinganna, að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, þannig að skráðar persónuupplysingar um þá séu ekki notaðar með öðrum hætti en þeir sjálfir vilja.

Margir eru þeirrar skoðunar, að hér sé um tvö algjörlega ósættanleg sjónarmið að ræða. Ég held að svo sé ekki. Með skynsamlegum lagareglum og skynsamlegri beitingu þeirra er hægt að þjóna báðum þessum hagsmunum. En það eru ekki einungis lagagreglurnar og beiting þeirra af hálfu opinberra aðila, sem máli skipta. Það skiptir líka miklu máli, að aðrir einstaklingar og lögaðilar umgangist persónuupplysingar af þeirri nærgætni og virðingu, sem sjálf stjórnarskráin ætlast til. Þar er ábyrgð fjölmiðla mikil, sem að mínu viti gegna því hlutverki að ganga á undan og syna gott fordæmi. Réttarreglur um friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi eru engan veginn ósættanlegar eða ósamrymanlegar reglur.

Að lokum þetta: Mönnum er í ræðu og riti tamt að nefna hugtökin upplysingaþjóðfélag og þekkingarþjóðfélag. Upplysingar og þekking eru að verða sífellt fyrirferðarmeiri í samfélaginu. Samfara þessu hafa menn gert sér grein fyrir því, að upplysingar og þekking geta verið markaðsvara, þ.m.t. persónuupplysingar. Framboð á upplysingum hefur stórlega aukist í seinni tíð, um leið og tækni til vinnslu og framsetningar þeirra hefur tekið stórstígum framförum. Á sama tíma hafa möguleikar manna til þess að nálgast upplysingar gerbreyst, og nú er svo komið, að það er nánast hægt að nálgast hvað sem er, hvenær sem er og hvaðan sem er á afar hraðvirkan og auðveldan hátt.

Hvaða afleiðingar hefur þetta í för með sér, er þá eðlilegt að spurt sé. Þetta hefur að mínu viti fyrst og fremst þær afleiðingar að þyðing réttarreglna, sem vernda friðhelgi einkalífs, mun fara vaxandi á komandi árum. Alþjóðleg þróun á þessu réttarsviði, sem við Íslendingar erum skuldbundnir til þess að fylgja til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar, hnígur öll í þá átt að auka og styrkja persónuverndina að þessu leyti og þar með takmarka svigrúm til skráningar og annarrar meðferðar persónuupplysinga. Og að allra síðustu þetta: Það er verðugt umhugsunarefni, hvort sú stóraukna áhersla, sem stjórnarskráin leggur nú á rétt manna til þess að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, hafi ekki þær afleiðingar í för með sér, að jafnan þegar rekast á annars vegar rétturinn til að njóta friðhelgi um einkalíf sitt og hins vegar tjáningafrelsið þá beri í vafatilvikum að skyra lagareglurnar þannig, að það séu persónuverndin og friðhelgi einkalífs sem gangi framar tjáningafrelsinu.

Þorgeir Örlygsson, formaður2. Almennt um skipun og starf Tölvunefndar.

2.1. Um skipun nefndarinnar.

Skyrsla þessi, sem er birt samkvæmt 36. gr. laga nr. 121/1989, er þriðja skyrsla þeirrar nefndar sem tók til starfa í ársbyrjun 1994. Er það önnur nefnd sem skipuð er samkvæmt lögum nr. 121/ 1989. Í nefndinni eiga sæti: Þorgeir Örlygsson prófessor, formaður, Jón Ólafsson hrl., varaformaður, Valtyr Sigurðsson héraðsdómari, Haukur Oddsson deildarstjóri tilnefndur af Skyrslutæknifélagi Íslands og Haraldur Briem læknir. Varamenn eru: Jón Thors skrifstofustjóri, Erla S. Árnadóttir hrl., Benedikt Bogason, skrifstofustjóri, Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunarfræðingur og Sigurður Guðmundsson læknir. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Sigrún Jóhannesdóttir, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

2.2. Um málafjölda og viðfangsefni nefndarinnar.

Á árinu 1996 bárust nefndinni alls 331 erindi og umsóknir. Óafgreidd erindi sem nefndin tók við frá fyrra ári voru 39 talsins þannig að til afgreiðslu voru 370 erindi. Afgreidd voru 341 erindi en 29 biðu til næsta árs. Nefndin hélt 23 fundi á árinu. Framkvæmdastjóri og formaður héldu erindi og kynntu efni persónuupplysingalaganna á ymsum vettvangi, þar á meðal við Kennara-háskóla Íslands, við lagadeild og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.
Að vanda leitaði nefndin umsagna ymissa aðila um þau erindi sem henni bárust, alls um 14 erindi hjá 12 aðilum. Leitað umsagnar Bændasamtakanna, dómsmálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Lögfræðiþjónustunnar hf., Pósts og síma hf., Tryggingastofnunar ríkisins, Öryrkjabandalags Íslands, Hagstofu Íslands (um 4 erindi), heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (um 3 erindi), landlæknis (um 5 erindi) og Umboðsmanns barna (um 2 erindi).
Kostnaður af starfi nefndarinnar var kr. 4.401.713. Þar af var launakostnaður kr. 2.823.207. Fjárveiting samkvæmt fjárlögum var kr. 4.100.000.
Eftirfarandi tafla synir fjölda erinda og afgreiðslna frá því að starfsemi nefndarinnar hófst með lögum nr. 61/1981:

Ár
Fjöldi erinda
Fjöldi afgreiðslna
1982
59
32
1983
48
68
1984
68
64
1985
95
104
1986
186
171
1987
119
118
1988
89
86
1989
107
118
1990
156
139
1991
141
143
1992
157
158
1993
203
203
1994
264
268
1995
299
280
1996
331
3413. Yfirlit yfir afgreidd erindi á árinu 1996.

Hér á eftir fer yfirlit yfir þau mál sem Tölvunefnd afgreiddi á starfsárinu:

3.1. Heimilaðar vísindarannsóknir og kannanir ymis konar.

3.1.1. Yfirlit yfir helstu skilmála fyrir gerð slíkra rannsókna og kannanna.

Hér að neðan eru taldir upp þeir skilmálar sem algengt er að nefndin setji í leyfi fyrir framkvæmd þeirra verkefna sem talin eru í kafla nr. 3.1.2.
1. Að fullkominnar nafnleyndar allra þátttakenda í rannsókninni /könnuninni verði gætt.
2. Að persónuauðkenni þátttakenda í rannsókninni verði hvergi skráð.
3. Að þátttakendur í rannsókn samþykki skriflega þátttöku í henni, samþykki skráningu upplysinganna og e.t.v. geymslu þeirra.
4. Að þátttakendum verði bent á að þeim sé hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalista í heild og það komi greinilega fram á spurningalista eða í bréfi til þátttakenda.
5. Að þátttakendum verði bent á að þeir geti hætt þátttöku á hvaða stigi rannsóknar sem er.
6. Að óheimilt sé að veita óviðkomandi aðgang að upplysingum þeim sem skráðar hafa verið.
7. Að óheimilt sé að nota upplysingar þær sem skráðar verða til annars en þess sem er tilgangur rannsóknarinnar/könnunarinnar.
8. a) Að öll frumgögn rannsóknarinnar verði eyðilögð að lokinni úrvinnslu og Tölvunefnd tilkynnt um eyðingu gagnana.
eða
b) Að öllum persónuauðkennum verði eytt um leið og ekki er lengur þörf fyrir þau.
eða
c) Að frumgögn rannsóknarinnar megi varðveita í læstri hirslu á ábyrgð umsækjanda í tiltekið tímabil en öll frekari vinnsla upplysinganna sé háð leyfi Tölvunefndar.
9. Að óheimilt sé að flytja gögn rannsóknar úr landi.
10. Að óheimilt sé að samkeyra upplysingar þær sem skráðar verða við aðrar skrár.
11. Að einungis megi birta rannsóknarniðurstöður á þann hátt að ekki megi rekja þær til ákveðinna einstaklinga.
12. Að allir þeir sem að rannsókn vinni undirriti þagnarheit.
13. Að Tölvunefnd geti sett frekari skilyrði ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjist þess.

3.1.2. Yfirlit yfir þær vísindarannsóknir og kannanir sem heimilaðar voru. Um er að ræða heimildir:

Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. til að skrá persónuupplysingar,
samkvæmt 2. mgr. 5. gr. til aðgangs að skráðum upplysingum,
samkvæmt 3. mgr. 6. gr. til samtengingar skráa,
samkvæmt 27. gr. til flutnings gagna úr landi.

Anna Lauga Bragadóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Elva Rut Helgadóttir og Sif Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/019) fengu leyfi til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á þekkingu ungs fólks á sjúkdóminum alnæmi. Könnunin var framkvæmd með spurningalistum og skilyrt að ekki yrði unnt að rekja svör til einstakra ungmenna.
Anna Kristín Newton og Íris Böðvarsdóttir sálfræðinemar (96/327) fengu heimild til aðgangs að persónuupplysingum vegna rannsóknar á játningum og minnisleysi sakborninga í ofbeldis- og kynferðisafbrotamálum. Var tilgangur rannsóknarinnar að kanna hversu margir sakborningar í slíkum málum hafi borið fyrir sig minnisleysi varðandi viðkomandi verknað og hversu margir þeirra hefðu játað á sig verknaðinn.Var rannsóknin unnin undir leiðsögn Friðriks H. Jónssonar, dósents, og Jóns Friðriks Sigurðssonar, yfirsálfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þátttakendur voru u.þ.b. 100 einstaklingar sem fengu óskilorðsbundna dóma fyrir ofbeldis- eða kynferðisafbrot og afplánuðu fangelsisrefsingu á árunum 1991 til 1995 og upplysingar aflað með því að lesa yfir endurrit af dómum í ofangreindum ofbeldis- og kynferðisafbrotamálum og skrá tilgreind atriði. Upplysingaöflun fór fram í Fangelsismálastofnun ríkisins undir leiðsögn Jóns Friðriks Sigurðs-sonar sálfræðings.
Anna Valdís Pálsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/103) fékk leyfi til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á heilbrigðishegðun kvenna á breytingaskeiði. Þátttakendur voru um það bil 20 konur á aldrinum 40-60 ára. Notaðir voru ónafngreindir spurningalistar og skilmálar settir um öryggi við alla úrvinnslu gagna.
Anna S. Vernharðsdóttir, Björk Elva Jónasdóttir og Svanhvít Loftsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/052) fengu leyfi til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á viðhorfum fólks á aldrinum 16-17 til kynsjúkdóma. Þátttakendur voru 30-60 nemendur í 1. bekk framhaldsskóla. Notaðir voru ónafngreindir spurningalistar og skilmálar settir um öryggi við úrvinnslu.
Auður Ketilsdóttir og Margrét R. Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/114) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á reynslu kvenna með vefjagigt af einkennum fyrir greiningu sjúkdómsins, breytingum á aðstæðum og líðan í kjölfar greiningar, á aðlögunarleiðum, sjálfsmynd og framtíðarsyn. Þátttakendur voru konur valdar með aðstoð gigtarlæknis. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum sem voru hljóðrituð. Settir voru skilmálar um að upptökum skyldi eytt að úrvinnslu lokinni og fullrar nafnleyndrar gætt.
Árni V. Þórsson yfirlæknir (96/053) fékk samþykki fyrir ymsum breytingum frá upphaflegri aðferð við framkvæmd rannsóknar á arfgengi insúlínháðrar sykursyki, þar á meðal fyrir því að taka upp samstarf við Íslenska erfðagreiningu ehf. Tölvunefnd samþykkti breytingarnar með ymsum skilmálum, m.a. að greiningarlykli yrði eytt um leið og skyldleikaákvörðun hefði farið fram og að tilteknar breytingar yrðu gerðar á samþykkisyfirlysingu.
Árny Anna Svavarsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/083) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á viðhorfi feðra til þátttöku í fæðingu og barnauppeldi. Þátttakendur voru um það bil 100 feður, valdir úr fæðingartilkynningum Landspítalans. Heimild var veitt með þeim skilmála að spurningalistar yrðu án númera eða annarra auðkenna er gerðu kleift að rekja svör til einstakra feðra.
Ása Fríða Kjartansdóttir, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Þórdís Björg Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/091) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til alkóhólisma og þekkingu þeirra á þeim sjúkdómi. Notaðir voru ónafngreindir spurningalistar og því ókleift að rekja svör til einstakra hjúkrunarfræðinga.
Barnaverndarstofa (96/230) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna árangurs- og þjónustumats á starfi móttökudeildar meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga að Efstasundi 86, Reykjavík. Samþykki Tölvunefndar var bundið því skilyrði að þegar að gagnasöfnun lokinni og áður en úrvinnsla hæfist yrðu nöfn og önnur persónuauðkenni afmáð af öllum gögnum.
Berglind Karlsdóttir landafræðinemi (96/016) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á búsetu erlendra ríkisborgara hér á landi. Þátttakendur voru 4-5 þúsund talsins, það er allir erlendir ríkisborgarar sem höfðu verið búsettir á Íslandi í eitt ár eða meira. Heimild var veitt með því skilyrði að vinnsla upplysinga færi fram í samstarfi við Hagstofu Íslands og að á þeim gögnum sem umsækjandi fengi frá hagstofu yrðu engar persónu-upplysingar, aðeins upplysingar um þjóðerni, kyn, stöðu, aldur og búsetu-sveitarfélag/hverfi í Reykjavík.
Bjarni Þjóðleifsson læknir (96/275) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar og samkeyra skrár með persónuupplysingum í því skyni að kanna tilgátu um að perinatal-mislingasyking valdi colitis ulcerosa eða Crohn's sjúkdómi, síðar á ævinni. Byggðist framkvæmd rannsóknarinnar á tilvist skráar sem Sigurður Björnsson og Jóhann Heiðar Jóhannsson læknar höfðu myndað yfir alla sjúklinga á Íslandi, sem greindir hafa verið með þessa sjúkdóma eftir 1950. Upphafleg heimild Tölvunefndar var bundin því skilyrði að áður en framkvæmd rannsóknarinnar hæfist yrði öllum þeim sjúklingum sem skráðir voru í umrædda skrá send bréf og þeim meðal annars greint frá að nafn þeirra væri á skránni og hvaða upplysingar þar kæmu fram um viðkomandi. Síðar var samþykkt að falla frá þeim skilmála ef Bjarni fengi aðeins ópersónugreinda lista í hendur.
Brynjólfur Y. Jónsson dr. med. og heilsugæslulæknar á Vesturlandi (96/288) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar sem ætlað var að kanna nygengi verkja á axlarsvæði, kanna hugsanlega áhættuþætti svo sem atvinnu- og frístundastörf, kanna hve lengi einstaklingar væru lasnir og hve stór hluti þeirra fengi þrálát einkenni, kanna áhrif meðferðar og fleira. Þátttakendur voru 15 þúsund manns búsettir á Akranesi, í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og í Dalasyslu. Heimild var veitt á þeirri forsendu að hver þátttakandi gæfi skriflegt samþykki fyrir varðveislu persónuupplysinga með persónugreinanlegum hætti.
Brynjólfur Mogensen dr. fyrir hönd rannsóknarhóps og Slysavarnarráðs (96/152) fékk heimild til að aðgangs að persónuupplysingum og til að samtengja skrár vegna könnunar á aðaldánarmeinum látinna í reiðhjólaslysum á tímabilinu 1974-1995. Veittur var aðgangur að krufningaskyrslum Rannsóknarstofu háskólans í réttarlæknisfræði, gögnum Umferðarráðs, Hagstofu Íslands og tilteknum sjúkragögnum. Var heimildin bundin því skilyrði að þegar niðurstöður samtengingar lægju fyrir yrði eytt öllum gögnum er gerðu kleift að rekja upplysingar til einstaklinga.
Dagmar Jónsdóttir (96/281) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna námskeiðs og aðstoðar við reykingamenn sem vilja hætta reykingum. Voru spurningalistar auðkenndir nöfnum en mælt fyrir um að öllum skráðum gögnum skyldi eytt að meðferðartímabili loknu.
Dóróthea Bergs verkefnastjóri hjúkrunar á F.S.A. (96/283) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á þörfum aðstandenda sjúklinga á gjörgæsludeild F.S.A. til að taka þátt í umönnun sjúklingsins.
Edda Andrésdóttir laganemi (96/118) fékk heimild til aðgangs að persónuupplysingum í úrskurðum dómsmálaráðuneytis og barnaverndaryfirvalda. Var heimild veitt með ströngum skilmálum um trúnað og öryggi við alla meðferð upplysinganna og vinnslu.
Eiríkur Jónsson, Jón Tómasson og Kristín Benediktsdóttir læknar (96/175) fengu heimild til að samtengja skrá með persónuupplysingar vegna rannsóknar á krabbameini í blöðruhálskirtli. Var heimilað að samtengja skrá R.H. í meinafræði yfir 5 þúsund einstaklinga, sem farið höfðu í "turp" aðgerð, við skrá krabbameinsfélagsins yfir einstaklinga sem greinst höfðu með krabbamein í blöðruhálskirtli. Samkeyrsla fór fram eftir kennitölum.
Elín Thorarensen nemi (96/240) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á samstarfi heimila og framhaldsskóla og á viðhorfum kennara og foreldra til slíks samstarfs. Gögn voru auðkennd með númerum og heimilað að varðveita greiningarlykil þar til að rannsókn lokinni.
Elín Vilhjálmsdóttir og Steinunn Jónsdóttir nemar (96/096) fengu heimild til aðgangs að skráðum persónuupplysingum félagsmálastofnunar á Akureyri um afbrot unglinga undir lögaldri, í því skyni að kynnast aðstæðum þeirra. Var heimild veitt með ströngum skilmálum um trúnað og öryggi við alla meðferð upplysinganna og vinnslu.
Elsa Björk Friðfinnsdóttir lektor (96/098) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á reynslu kvenna sem greinst höfðu með krabbamein. Var meðal annars kannað mat þeirra á lífsgæðum. Þátttakendur voru 12-15 konur, valdar með milligöngu Krabbameinsfélags Íslands. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum. Engin persónuauðkenni voru skráð og áskilið að öllum frumgögnum (þar á meðal samþykkisyfirlysingum) skyldi eytt að rannsókn lokinni.
Eydís Sveinbjarnardóttir hjúkrunarfræðingur (96/146) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknarverkefnisins: "Skipulögð fjölskylduþjónusta hér á landi – áhrif á aðstandendur og sjúklinga." Þátttakendur voru nánir aðstandendur fólks sem lagt var inn á móttökugeðdeildir ríkisspítala á tilteknu tímabili. Gagna var aflað með spurningalistum og viðtölum. Samþykkt var tilvist greiningarlykils en áskilið samþykki hins skráða fyrir aðgangi að upplysingum um sjúkdómsgreiningu og lyfjanotkun.
Eyrún Rúnarsdóttir nemi (96/328) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á líðan barna með lesblindu (dyslexíu). Þátttakendur voru börn á aldrinum 10-12 ára, valin með aðstoð íslenska dyslexíufélagsins. Heimild var bundin því skilyrði að að gagnasöfnun lokinni yrði persónuauðkennum eytt.
Félagsvísindastofnun H.Í. (96/236) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar sem unnin var fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, starfsmannafélagið Sókn og starfsmannafélag ríkisstofnana á ofbeldi gagnvart starfsfólki innan heilbrigðis- og félagslega geirans. Samþykki Tölvunefndar var bundið því skilyrði að svör yrðu ekki rakin til einstaklinga.
Fjóla Pétursdóttir og Björk Sigurgísladóttir laganemar (96/176) fengu heimild til aðgangs að skráðum persónuupplysingum í vörslu syslumanna varðandi sambúðarslit, skilnaði og ákvarðanir um forsjá barna. Var heimild veitt með ströngum skilmálum um trúnað og öryggi við alla meðferð upplysinganna og vinnslu.
Friðbert Jónsson yfirlæknir, Einar Stefánsson prófessor og Ólafur Ólafsson landlæknir (96/165) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á algengi skymyndunar á augasteini og áhrifum útfjólublárrar geislunar þar á. Þá var kannað algengi og tegund gláku og ellihrörnun í augnbotnum. Þátttakendur voru 1700 manns af höfuðborgarsvæðinu, 50 ára og eldri. Heimilað var að varðveita rannsóknargögn í allt að 5 ár vegna mögulegrar framhaldsrannsóknar, svo fremi til þess stæði samþykki hins skráða.
Gretar L. Marinósson dósent við K.H.Í. (96/311) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar og flytja gögn úr landi vegna rannsóknarverkefnisins: "Viðbrögð grunnskóla við sérþörfum nemenda." Þátttakendur voru allir nemendur og starfsfólk tiltekins grunnskóla. Áskilið var að áður en úrvinnsla hæfist skyldi öllum persónuauðkennum eytt af rannsóknargögnum og einungis persónuauðkennalaus gögn flutt úr landi.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir kennslustjóri (96/225) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á félagslegum áhrifum á starfshugmyndir unglinga og tengslum þeirra hugmynda við náms- og starfsval. Var heimilað að varðveita greiningarlykil allt til 1. janúar 1998.
Guðmundur S. Jónsson forstöðumaður rannsóknarst. H.Í., Birkir Sveinsson húðsjúkdómalæknir, Jón G. Stefánsson sérfræðingur, Jóhann Axelsson prófessor og Örn Ólafsson stærðfræðingur (96/002) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á míkróblóðflæði til höfuðhúðar. Val þátttakenda gerði dr. Birkir Sveinsson. Áskilið var skriflegt samþykki þátttakenda fyrir auðkenningu gagna með númerum.
Guðmundur S. Jónsson, Halldór Jóhannsson og Þórarinn Ólafsson læknar (96/199) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á algengi ósæðargúlpa neðan þindar hjá 69 ára gömlu fólki. Heimild Tölvunefndar byggðist á því að öll söfnun og skráning færi fram með skriflegu samþykki þátttakenda.
Guðríður Guðmundsdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir og Jóndís Einarsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/101) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna forprófunar spurningalista varðandi tilfinningalíðan. Þátttakendur voru um það bil 300 einstaklingar, að hluta til heilbrigðir og að hluta til krabbameinssjúkir, svo og aðstandendur þeirra. Allir spurningalistar voru persónuauðkennalausir.
Guðrún Inga Tryggvadóttir og Ingibjörg Nielsen hjúkrunarfræðinemar (96/117) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á reynslu kvenna sem gengist höfðu undir uppbyggingu brjósts eftir brottnám vegna krabbameins. Þátttakendur voru valdar með aðstoð læknis kvennanna. Tekin voru viðtöl en áskilið að ekki yrði unnt að rekja upplysingar til einstakra kvenna.
Gyða Ingvadóttir og Valdís Heiðarsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/049) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á verkjum og verkjalyfjameðferð sjúklinga sem gengist höfðu undir beina- og kviðarholsaðgerðir. Gagnasöfnun fór fram með tvennum hætti. Annars vegar úr sjúkraskrám og hins vegar með viðtölum. Var áskilið að samþykkisyfirlysingum og greiningarlykli skyldi eytt að rannsókn lokinni.
Halldór Jónsson yfirlæknir og Rúnar Helgi Haraldsson mannfræðingur (96/110) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á áhrifum eyrnabólgu hjá forskólabörnum á íslenskt heimilislíf. Var tilgangur rannsóknarinnar að skoða og skilja sjúkdóminn í félagslegu og tilfinningalegu samhengi. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum. Nafn og númer varðveitt þar til að úrvinnslu lokinni.
Hannes Blöndal, Hrafn Tulinius og Jóhannes Björnsson prófessorar (96/161) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og samtengja skrár vegna rannsóknarverkefnisins: "Faraldsfræði og erfðir taugatróðsæxla." Þátttakendur voru einstaklingar sem samkvæmt skrá krabbameinsfélagsins höfðu á tímabilinu 1955-1995 verið greindir með slík æxli. Heimiluð var samkeyrsla skráa krabbameinsfélagsins og Erfðafræðinefndar, en áskilið að þegar skyldleikaákvörðun hefði farið fram skyldi eytt öllum gögnum sem gerðu kleift að rekja upplysingar til einstaklinga. Þessi skilmáli byggðist á þeirri afstöðu Tölvunefndar að unnt sé, að skyldleikaákvörðun lokinni, að auðkenna skyldleika innbyrðis milli syna án persónutengdra auðkenna.
Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur (96/249) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á því hvernig foreldrum sjúkra barna þyki þörfum sínum vera mætt á barnadeildum sjúkrahúsa. Var áskilið að nafnleyndar yrði gætt í hvívetna og hvorki nöfn né kennitölur kæmu fram á spurningalistum.
Helga P. Finnsdóttir landafræðinemi (96/135) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á rekstrarskilyrðum í loðdyrarækt hér á landi, annars vegar hjá búum sem lögð höfðu verið niður og hins vegar hjá þeim sem enn voru starfrækt. Voru meðal annars könnuð fjárhagsmálefni, nyting húsakosts og fleira. Var áskilið að niðurstöður yrðu einungis birtar með þeim hætti að hvorki væri hægt að rekja þær til einstakra bænda eða bæja.
Helgi Valdimarsson og Bárður Sigurgeirsson læknar (96/191) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á þætti erfða í myndun psoriasissjúkdómsins. Þátttakendur voru valdir með aðstoð samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Gagna var meðal annars aflað með spurningalistum og söfnun blóðsyna. Heimiluð var samkeyrsla skrár yfir sjúklingana við skrá Erfðafræðinefndar, en áskilið að þegar skyldleikaákvörðun hefði farið fram skyldi eytt öllum gögnum sem gerðu kleift að rekja upplysingar til einstaklinga. Þessi skilmáli byggðist á þeirri afstöðu Tölvunefndar að unnt væri, að skyldleikaákvörðun lokinni, að auðkenna skyldleika innbyrðis milli syna án persónutengdra auðkenna.
Hjartavernd, Nikulás Sigfússon yfirlæknir (96/003) Fékk heimild til að safna persónuupplysingum í skrá sem Hjartavernd hefur myndað yfir kransæðastíflutilfelli hér á landi (frá árinu 1981) og til að viðhalda henni. Skráin hefur að geyma upplysingar sem safnað hefur með verkefnum sem tengjast fjölþjóðarannsókn (Monica rannsókn) sem stjórnað er af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Þá var Hjartavernd veitt heimild til aðgangs að útskriftarskrám sjúkrahúsa, sjúkálum, dánarvottorðum og krufningarskyrslum með hefðbundnum skilmálum um trúnað, nafnleynd og öryggi gagna. Heimildin er til 10 ára.
Hrafn Tulinius, Vilhjálmur Rafnsson og Jón Hrafnkelsson læknar (96/299) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og samkeyra skrár vegna könnunar á nygengi krabbameina og dánarorsökum flugliða í því skyni að kanna hvort marktækur munur væri á þeim og öðrum stéttum. Fólst verkefnið í söfnun upplysinga um flugmenn og flugfreyjur og samkeyrslu lista með kennitölum þeirra við Krabbameinsskrá, Dánarmeinaskrá og Heilsusögubanka Krabbameinsfélags Íslands. Heimildin var bundin því skilyrði að þegar að samkeyrslu lokinni skyldi eytt úr rannsóknargögnum öllu sem gerði kleift að rekja upplysingar til einstaklinga og að Tölvunefnd bærust, áður en framkvæmd rannsóknarinnar hæfist, undirrituð heit þess efnis frá þeim læknum sem að henni stóðu.
Hrefna Guðmundsdóttir og Atli Magnússon sálarfræðinemar (96/065) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og til aðgangs að persónuupplysingum vegna rannsóknar á aðlögun og stöðu 6-12 ára einhverfra barna með hliðsjón af þeirri meðferð sem þau hefðu fengið. Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar 15-20 einhverfra barna sem valdir voru með aðstoð greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Gagna var aflað með viðtölum við foreldra, með greindarprófum sem lögð voru fyrir börnin og með skoðun gagna greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar um þessi börn. Heimildin var bundin öllum hefðbundnum skilmálum um nafnleynd, trúnað og eyðingu gagna.
Hrund Þrándardóttir og Hrönn Eir Grétarsdóttir sálfræðinemar (96/234) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á hegðunarvandkvæðum barna á aldrinum 4-18 ára. Gagnaöflun fór fram með notkun þrenns konar bandarískra spurningalista (HSQ, SSQ og ADHD rating scale). Var áskilið að ókleift yrði að rekja upplysingar til einstaklinga.
Högni Friðriksson og Sigurður Örn Sigurðsson sjúkraþjálfunarnemar (96/031) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna athugunar á líkamshreysti og þoli 12 ára skólabarna í Reykjavík. Aðeins var heimilað að prófa börn foreldra sem samþykkt höfðu að börn sín gengjust undir slík próf. Áskilið var að greiningarlykli yrði eytt að gagnasöfnun lokinni.
Inga B. Árnadóttir, kennslustjóri við H.Í. (96/122) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á tannheilsu barna og unglinga. Var könnunin hluti af samnorrænu verkefni sem hafði það markmið að bera saman kerfi og kostnað í hverju landi fyrir sig. Var könnunin framkvæmd með notkun spurningalista sem voru númeraðir en ókleift að rekja þá til einstaka einstaklinga.
Inga D. Eydal, Kristín Bjarnadóttir og Þorgerður Hauksdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/022) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á reynslu ungra kvenna af lystarstoli. Þátttakendur voru valdir með milligöngu hjúkrunarfræðings. Gagnaöflun fór fram með viðtölum. Nöfn eða önnur persónuauðkenni komu hvergi fram.
Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir og Atli Dagbjartsson dósent (96/026) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og til aðgangs að persónuupplysingum vegna rannsóknar á heilsu og þroska fyrirbura sem vógu við fæðingu minna en 1000 grömm. Voru nöfn foreldra sótt í fæðingarskrá og kannaður vilji til þátttöku, þar á meðal til aðgangs að sjúkraskrám. Þeim sem samþykktu þátttöku voru sendir spurningalistar og áskilinn trúnaður um þær upplysingar sem þar kæmu fram.
Ingibjörg Símonardóttir talmeinafræðingur og Jóhanna Einarsdóttir (96/321) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna athugunar á hljóð- og málvitund 5-6 ára barna. Var markmið verkefnisins meðal annars að kanna með hvaða hætti unnt væri að fyrirbyggja síðari lestrarörðugleika. Þátttakendur voru nokkur hundruð börn samkvæmt slembiúrtaki úr hópi leikskólabarna. Gagnasöfnun var þríþætt: Notkun ymislegra verkefna, málþroskaprófa og þjálfunaráætlunar. Heimilt var að varðveita greiningarlykil en áskilið að honum skyldi eytt að loknum þriðja hluta verkefnisins.
Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir, Rakel Björg Jónsdóttir og Þórgunnur Birgisdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/100) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á þekkingu unglinga á eiturlyfinu Alsælu og á því hvernig forvarnarfræðsla hafi skilað sér til unglinga. Voru þátttakendur 60-80 unglingar fæddir 1979 í 1. bekk framhaldsskóla. Notaðir voru ópersónugreindir spurningalistar.
Jón R. Kristinsson barnalæknir (95/238) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á árangri sérstakrar aðferðar (PCR-tækni) við skoðun á mergsynum úr börnum með hvítblæði í því skyni að kanna hvort slík aðferð gefi betri möguleika á að fylgja eftir árangri sjúkdómsmeðferðar. Þátttakendur voru öll börn á aldrinum 1-14 ára sem greinst höfðu með hvítblæði og verið meðhöndluð samkvæmt samnorrænum meðferðaráætlunum við þeim sjúkdómi. Var heimild veitt á þeirri forsendu að rannsóknin væri takmörkuð við börn þeirra foreldra sem undirrituðu samþykkisyfirlysingar.
Jón Hjaltalín Ólafsson og Steingrímur Davíðsson læknar (96/130) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á kostnaði sjúklinga vegna psoriasismeðferðar og á hlut Tryggingastofnunar ríkisins í þeim kostnaði. Var borin saman kostnaður sjúklinga sem fóru í loftslagsmeðferð og hinna sem það gerðu ekki. Notaðir voru ónafngreindir spurningalistar.
Jón G. Stefánsson yfirlæknir og Eiríkur Líndal sálfræðingur (96/319) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar, til aðgangs að persónuupplysingum og til samkeyrslu skráa vegna rannsóknar á langtíma afleiðingum sjóslysa á heilsufar og fleira. Könnuð voru sálfræði- og geðfræðileg áhrif sjóslysa og hvort þau tengdust aukinni slysa-, sjálfsvígs- eða dánartíðni, atvinnuþátttöku, fjölskylduhögum og geðheilsu. Þátttakendur voru einstaklingar í áhöfnum skipa sem lent höfðu í sjávarháska. Var meðal annars heimilaður aðgangur að skyrslum sjóslysanefndar og dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands vegna verkefnis þessa. Var áskilið að öllum persónuauðkennum yrði eytt af rannsóknargögnum að gagnaöflun lokinni og áður en úrvinnsla hæfist. Varðveisla greiningarlykils óheimil.
Jórunn Erla Eyfjörð sameindaerfðafræðingur, Laufey Tryggvadóttir deildarstjóri og Helga M. Ögmundsdóttir yfirlæknir (96/033) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á tengslum tiltekinna áhættuþátta (s.s. jónandi geislunar á unglingsárum, reykinga, blæðinga- og fæðingarsögu, hæðar og þyngdar) við stökkbreytingar í TP53 geni sjúklinga með brjóstakrabbamein og við BRCA 1 og BRCA 2 genin. Þátttakendur voru annars vegar um það bil 800 konur sem skráðar höfðu verið hjá Hjartavernd (og síðar greinst með brjóstakrabbamein) en hins vegar 1600 konur sem einnig höfðu verið skráðar hjá Hjartavernd en ekki greinst með brjóstakrabbamein. Heimild nefndarinnar var bundin því skilyrði að yrðu syni varðveitt eftir að framkvæmd rannsóknarinnar lyki skyldi afmá af þeim öll persónuauðkenni og/eða eyða öllum gögnum er gerðu kleift að rekja saman syni og synisgjafa. Ella skyldi synum eytt. Þá var skilmáli um að þátttakendur undirrituðu sam-þykkisyfirlysingar.
Jórunn Þórðardóttir og Þórunn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/102) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á sálfélagslegri aðlögun og tilfinningalíðan einstaklinga sem greinst höfðu með krabbamein og maka þeirra. Þátttakendur voru um það bil 100 krabbameinssjúklingar og makar þeirra. Gagnaöflun fór fram með notkun persónuauðkennralausra spurningalista.
Karl Örn Karlsson og Sigurjón H. Ólafsson tannlæknar (96/040) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna prófunar á spurningalista sem nota mætti til að greina hvort einstaklingur væri haldinn sjúkdómi sem haft gæti áhrif á tannlæknismeðferð. Var verkefnið annars vegar framkvæmt þannig að 20 tannlæknar voru beðnir um að fara þess á leit við 10 sjúklinga sína að þeir svöruðu spurningalista A um heilsufar sitt og hins vegar að þeir útfylltu lista B varðandi notagildi lista A. Var heimild veitt með vísun til þess að ekki stóð til að skrá nokkrar persónuupplysingar aðrar en um kyn og aldur.
Kjartan Örvar, Helgi Kr. Sigmundsson, Kristinn Tómasson og Ásgeir Theodórs, læknar (95/274) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á tíðni starfrænna truflana í meltingarvegi hjá konum á aldrinum 50-75 ára. Þátttakendur voru um það bil 1000 konur, valdar af handahófi úr þjóðskrá. Notaðir voru spurningalistar sem auðkenndir voru með númerum og heimilað að varðveita greiningarlykil í að minnsta kosti 4 ár, vegna mögulegrar framhaldsrannsóknar.
Kristbjörg Leósdóttir og Ásdís Þórbjarnardóttir hjúkrunarfræðingar (96/020) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á reynslu krabbameinsveikra einstaklinga af notkun óhefðbundinna meðferða sér til lækningar og/eða vellíðunar. Þáttakendur voru einstaklingar, valdir samkvæmt ábendingu lækna á deild 11-E á Landspítalanum. Gagna var aflað með viðtölum sem voru hljóðrituð. Hvorki nöfn eða önnur persónuauðkenni komu fram.
Kristinn Tómasson læknir og Hildigunnur Ólafsdóttir deildarstjóri (95/045) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á dánartíðni áfengissjúklinga. Þátttakendur í rannsókninni voru allir sjúklingar geðdeilda Landspítalans og sjúkrastofnana SÁÁ sem fóru í meðferð á tímabilinu 1965-1989. Gagna aflað úr sjúklingabókhaldi geðdeilda Landspítalans og sjúkrastofnana SÁÁ og úr dánarmeinaskrá. Var heimildin í fyrsta lagi bundin þeim skilmála að Hagstofa myndi annast tilgreindar samkeyrslur (þ.e. samkeyrslu sjúklingabókhaldsskrár við þjóðskrá og síðan "horfinna manna skrá" við dánarmeinaskrá) og í öðru lagi að á þeirri skrá sem Hagstofan ynni kæmu aðeins fram fæðingarár og dánarár, en ekki önnur persónuauðkenni.
Kristín H. Siggeirsdóttir iðjuþjálfi, Kristbjörg Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi og Eygló Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/177) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á meðferð og þjálfun mjaðmarbrotasjúklinga í heimahúsi. Þátttakendur yrðu allir mjaðmabrotasjúklingar sem á tilteknu tímabili myndu koma á sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalann. Skyldi gagna m.a. aflað hjá heimilislæknum viðkomandi og/eða öðrum umönnunaraðilum. Heimilað var að gögn yrðu á söfnunarstigi auðkennd með kennitölum en að þeim yrði eytt að gagnaöflun lokinni og áður en úrvinnsla hæfist.
Kristín H. Siggeirsdóttir iðjuþjálfi, Halldór Jónsson og Brynjólfur Y. Jónsson læknar (96/289) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á möguleikum á að stytta sjúkrahúsvist sjúklinga eftir liðskipti í mjöðm. Þátttakendur voru allir mjaðmaskiptasjúklingar sem gengust undir aðgerðir á Landspítalanum á tilteknu tímabili. Skyldi gagna m.a. aflað hjá heimilislæknum viðkomandi og/eða öðrum umönnunaraðilum. Heimilað var að gögn yrðu á söfnunarstigi auðkennd með kennitölum en síðan eytt.
Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur (96/287) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar til að kanna hvernig sjálfsvirðing nemenda í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri mældist samkvæmt tilteknu amerísku prófi. Þátttakendur voru 40 hjúkrunarfræðinemar á fyrsta ári við heilbrigðisdeild H.A. haustið 1996. Umrædd próf voru ekki auðkennd með nöfnum einstakra þátttakenda.
Kristleifur Kristjánsson, John Benedikz, Finnbogi Jakobsson og Kári Stefánsson, læknar (96/244) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á arfgengum skjálfta. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Erfðafræðinefnd og Íslenska erfðagreiningu ehf., sem annast skyldi erfðarannsókn syna. Þátttakendur voru einstaklingar sem, samkvæmt sjúklingaskrám John Benedikz og Finnboga Jakobssonar höfðu greinst með ættgengan skjálfta. Heimildin var bundin skilyrði um skrifleg samþykki þátttakenda og að þegar skyldleikaákvörðun syna hefði farið fram skyldi eytt öllum gögnum sem gerðu kleift að rekja rannsóknargögn (þar á meðal syni) til einstaklinga. Seinna var, á grundvelli samkomulags milli Tölvunefndar og Íslenskrar erfðagreiningar ehf., þessum skilmálum breytt og ny heimild gefin út dagsett 20. janúar 1997.
Landlæknisembættið, hr. Ólafur Ólafsson (95/133) óskaði leyfis til að mega halda skrár með persónuupplysingum. Um er að ræða m.a. atvinnusjúkdómaskrá, skrá varðandi aukaverkanir lyfja, biðlistaskrá, skrá yfir dánarvottorð, skrá yfir eftirritunarskyld lyf, krabbameinsskrá, kynsjúkdómaskrá, skrá yfir lyfjakort, skrá yfir útgefna lyfseðla, læknaskrá, mæðraskrá, skrá yfir sjálfsvígstilraunir, sjúklingabókhaldsskrá, fóstureyðingaskrá og skrá um ófrjósemisaðgerðir. Heimild var veitt. Byggðist hún annars vegar á ákvæðum sérlaga og hins vegar á vísun til lögboðins hlutverks landlæknis og þess að telja yrði skráninguna vera eðlilegan þátt í starfsemi hans. Var heimildin bundin skilmálum um takmörkun aðgangs o.þ.h.
Laufey Sigurðardóttir, Bella Pétursdóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/329) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á verkjum einstaklinga með kransæðastíflu og á notagildi tiltekins erl. spurningalista til að meta slíka verki. Þátttakendur voru sjúklingar á hjartadeild Landspítalans og á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á tímabilinu 20. janúar til 20. febrúar 1997. Gögn voru auðkennd með númerum. Komu nöfn þátttakenda einungis fram á samþykkisyfirlysingum og skyldi þeim eytt þegar að úrvinnslu lokinni.
Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari (96/156) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á algengi einkenna frá hreyfi- og stoðkerfi meðal starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. Þátttakendur í könnun þessari voru 160-190 manns, samkvæmt starfsmannatali hjúkrunarheimilisins. Gagna var aflað með notkun spurningalista Þeir voru auðkenndir með númerum og áskilið að greiningarlykli skyldi eytt þegar að gagnaöflun lokinni og áður en úrvinnsla hæfist.
Lilja Ester Ágústsdóttir, Guðny Friðriksdóttir, Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Þórhildur Þöll Pétursdóttir hjúkrunarfræðinemar (96/025) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á reynslu foreldra af því að eignast fyrirbura sem þyrftu umönnun á ungbarnagjörgæslu. Þátttakendur voru 4-6 pör, valin með hjálp fagmanna. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum sem voru hljóðrituð og síðan vélrituð. Nöfn eða önnur persónuauðkenni komu hvergi fram.
Lilja Ósk Úlfarsdóttir sálfræðinemi (96/171) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á félagslegri hæfni barna. Þátttakendur í könnuninni voru 90 leikskólabörn. Gagnasöfnun fór meðal annars fram með viðtölum við börnin og með myndatöku af þeim í frjálsum leik. Var einungis fylgst með börnum foreldra sem höfðu veitt til þess samþykki sitt og áskilið að öllum persónuauðkenningargögnum skyldi eytt þegar að gagnasöfnun lokinni.
Linda Hersteinsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/009) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á reynslu nyrnaþega. Þátttakendur voru 2-3 nyrnaþegar og fór gagnasöfnun fram með viðtölum sem voru hljóðrituð og síðan vélrituð. Skyldi þagnarskyldu gætt og nöfn hvergi koma fram.
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Ásgeir Haraldsson prófessorar (95/243) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á tengslum heilsu og líðanar barna og unglinga við félagslega þætti, á mismun þessara þátta og á hvern hátt þeir hefðu breyst frá því fyrir 10 árum. Þátttakendur voru um það bil 3000, slembiúrtak barna og unglinga á aldrinum 2-18 ára. Notaðir voru spurningalistar og þeir númeraðir en áskilið að tengsl við kennitölur yrðu rofin fyrir árslok 1996.
Nína Þ. Rafnsdóttir, Elín Sæmundsdóttir og Ágústa Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingar (96/316) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og til aðgangs að persónuupplysingum vegna rannsóknar á notkun svefnlyfja og róandi lyfja á öldrunardeildum sjúkrahúss Skagfirðinga. Gagna var aflað með athugun á sjúkraskrám og hjúkrunarblöðum vistmanna á öldrunarlækningadeildum sjúkrahússins í janúar 1996. Voru upplysingar skráðar á sérstök eyðublöð og fullyrt að ekki yrði hægt að rekja upplysingar til einstakra sjúklinga. Áskilið að enginn greiningarlykill yrði til.
Ólöf Ragna Ámundadóttir sjúkraþjálfari (96/237) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar og til aðgangs að persónuupplysingum vegna rannsóknar og samanburðar á tveimur þjálfunar aðferðum fyrir hjartasjúklinga; annars vegar á hjartaendurhæfingu á Reykjalundi og hins vegar á endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga í Reykjavík. Þátttakendur voru 70 einstaklingar sem verið höfðu á sjúkrahúsi Reykjavíkur eða Landspítalanum vegna kransæðastíflu og innritast til hjartaendurhæfingar á tilteknu tímabili. Gagna var aflað með þolprófum, spurningalistum og líkamsskoðun, auk þess sem upplysinga um sjúkdóm og lyfjagjafir var aflað úr sjúkraskrám viðkomandi. Var heimildin m.a. bundin því skilyrði að í samþykkisyfirlysingum kæmi greinilega fram að viðkomandi væri samþykkur aðgangi að sjúkraskrám um sig. Auk þess voru settir aðrir hefðbundnir skilmálar.
Páll Matthíasson deildarlæknir, Helgi Kristbjarnarson, Tómas Helgason og Tómas Zoëga læknar (96/292) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar, til aðgangs að skráðum persónuupplysingum og til flutnings gagna úr landi, vegna rannsóknar á erfðaþáttum geðklofasjúkdóms. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Erfðafræðinefnd. Þátttakendur voru annars vegar einstaklingar sem höfðu, samkvæmt sjúkdómsgreiningarskrám geðdeildar á Landspítala, hlotið greininguna geðklofi (295.x) og áttu fyrstu gráðu ættingja á lífi, og hins vegar einn slíkur ættingi hvers sjúklings. Var blóðsyna aflað, unnið úr þeim erfðaefni og þau send til greiningar hjá samstarfsaðila í Þyskalandi. Heimildin var bundin því skilyrði, að þegar skyldleikaákvörðun syna hefði farið fram skyldi persónuauðkennum eytt og öllum þeim gögnum öðrum sem gerðu kleift að rekja rannsóknargögn (þar á meðal syni) til einstaklinga.
Páll Vídalín læknir, Ásgeir Böðvarsson meltingarsérfræðingur og Oddi Erlingsson sálfræðingur (96/041) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á árangri mismundi meðferðar við ristilkrampa. Þátttakendur voru valdir með aðstoð heimilislækna. Gagna var aflað með söfnun upplysinga um sjúkrasögu og með skoðun (ristilspeglun, blóðrannsókn og sálgreiningarpróf) á þátttakendum. Heimild til verkefnisins var bundin öllum hefðbundnum skilmálum um meðferð og eyðingu gagna – meðal annars þeim skilmála að yrðu syni varðveitt eftir að framkvæmd rannsóknar lyki skyldi afmá af þeim öll persónuauðkenni en eyða þeim ella.
Ragnar Þ. Jónasson laganemi (96/198) fékk heimild til aðgangs að vistunarseðlum fanga í gæsluvarðhaldi sem varðveittir voru í skjalasafni Fangelsismálastofnunar ríkisins. Var heimild veitt með ströngum skilmálum um trúnað og öryggi við alla meðferð upplysinganna og vinnslu.
Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastj. (96/226) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á stöðu gistiþjónstu á landsbyggðinni og rekstri sem henni tengist. Þátttakendur voru 156 aðilar sem reka gistiþjónustu á norður og austurlandi og ekki eru aðilar að SVG. Gagnasöfnun fór fram með notkun spurningalista og heimilað að þeir bæru með sér nöfn og önnur auðkenni, enda yrði þátttakendum gerð grein fyrir meðferð og aðgangi að gögnunum.
Rannveig Traustadóttir lektor (96/148) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á félagslegum aðstæðum fatlaðra kvenna hér á landi. Þátttakendur voru 30 fatlaðar konur og fór gagnasöfnun bæði fram með viðtölum og þátttökuathugunum. Áskilið að fyllsta trúnaðar skyldi gætt.
Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur (96/043-044) fékk heimild til að vinna með persónuupplysingar vegna rannsóknar á fylgni brjóstakrabbameins og tiltekinna stökkbreytinga í genum, þ.e. á brjóstakrabbameinsgenunum BRCA1 og BRCA2. Rannsökuð var fylgni brjóstakrabbameins og stökkbreytingar í tilteknum brjóstakrabbameinsgenum með því að kanna tíðni breytingarinnar í tilviljanarkenndu úrtaki íslenskra krabbameinssjúklinga. Þá var rannsökuð fylgni milli brjóstakrabbameins og tiltekins erfðamynsturs kringum þessi gen. Rannsóknin fór fram í samvinnu við Erfðafræðinefnd, R.H. í meinafræði og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Áskilið var að þegar að lokinni rannsókn syna og úrvinnslu gagna yrði eytt öllum persónuauðkennum og/eða öðrum gögnum sem gerðu kleift að rekja saman syni og synisgjafa.
Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur (96/178) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar og samtengja skrár vegna rannsóknar á þætti erfða í myndun krabbameins í blöðruhálskirtli. Notaðar voru upplysingar úr krabbameinsskrá R.H. í meinafræði, úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og frá Erfðafræðinefnd til að finna bræður og feðga sem höfðu greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli, afla syna úr þeim og rannsaka með genarannsóknum. Heimildin var bundin því skilyrði, að þegar skyldleikaákvörðun syna hefði farið fram skyldi persónuauðkennum eytt og öðrum þeim gögnum sem gerðu kleift að rekja rannsóknargögn (þar á meðal syni) til einstaklinga.
Sigríður Haraldsdóttir landfræðingur (95/211) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á dreifingu HIV-smits á Íslandi og hvort "samskiptanet" HIV-smitaðra og rekkjunauta hafi breyst frá því sem var í sambærilegri rannsókn frá árinu 1987. Þátttakendur í rannsókninni voru 40-45 HIV-smitaðir einstaklingar. Sú aðferð sem notuð var við að nálgast úrtakið var að biðja lækna og félagsfræðinga að kynna rannsóknina sjúklingum sínum og skjólstæðingum og kanna vilja þeirra til þátttöku. Áskilið var að ekki mætti spyrja þátttakendur um nöfn rekkjunauta heldur einungis um upphafsstafi í nöfnum þeirra. Þá var og áskilið að þegar að gagnasöfnun lokinni skyldi eytt öllum persónuauðkennum bæði um þátttakendur sjálfa og rekkjunauta.
Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir og Anna Margrét Rögnvaldsdóttir uppeldisfræðinemar (96/048) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á afdrifum tiltekins innritunarárangs Menntaskólans við Sund. Var könnunin framkvæmd með því að senda u.þ.b. 100 stúdentum frá MS lista með spurningum varðandi nám þeirra og störf. Var áskilið að á spurningalistum yrðu hvorki númer né annað sem gerði kleift að rekja svör til einstakra þátttakenda og að upplysinga um einkunnir yrði einungis aflað frá þeim sjálfum.
Sigrún Sæmundsdóttir og Ingigerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar (96/063) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á reynslu sjúklinga með sjúkdóminn "colitis ulcerosa". Þátttakendur voru sjúklingar með þann sjúkdóm, valdir með aðstoð tveggja meltingarsérfræðinga. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum, sem voru hljóðrituð, skráð, túlkuð og flokkuð. Skyldi öllum gögnum eytt að úrvinnslu lokinni.
Sigurgrímur Skúlason (96/010) fékk heimild til aðgangs að gögnum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála um svör nemenda úr málfræðihluta samræmdsprófs í íslensku. Heimildin var bundin því skilyrði að þau gögn sem hann fengi aðgang að yrðu án kennitalna og án allra persónuauðkenna.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Grétar Guðmundsson og Guðmundur Þorgeirsson læknar (96/006) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á sjúklingum með heilaáföll. Rannsókninni var meðal annars ætlað að meta gildi endurhæfingar sjúklinganna, skoða stærð sjúklingahópsins, samsetningu o.fl. Þátttakendur voru þeir sjúklingar sem frá 1. janúar 1996 til ársloka 2005 kæmu til með að leggjast inn á Landspítalann með tímabundna blóðþurrð í heila, heilablóðföll eða heilablæðingar (u.þ.b. 120 manns árlega). Gagnasöfnun framkvæmd með auðkenndum spurningalistum sem útfylltir yrðu annars vegar af vakthafandi læknum og hins vegar af sjúklingum og/eða ættingjum þeirra. Heimilað var að varðveita upplysingar í sjúkraskrám sjúklinga.
Skrifstofa jafnréttismála, Ingólfur V. Gíslason (96/153) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á viðhorfum og væntingum ungra íslenskra karla (sérstakt verkefni karlanefndar Jafnréttisráðs). Þátttakendur voru 20-25 karlar á aldrinum 20-35 ára, valdir með tilviljunarúrtaki úr skrám fjögurra stéttarfélaga. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum við þátttakendur. Þau voru hljóðrituð, síðan skrifuð út og að því búnu eytt öllum persónuauðkennum.
Sóley S. Bender lektor (96/037) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á viðhorfum ungs fólks til sérhæfðrar þjónustu á sviði kynlífs og barneigna. Þátttakendur voru u.þ.b. 2500 ungmenni á aldrinum 18-20 ára (2000 stúlkur og 500 drengir), valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistum sem ekki voru með persónuauðkennum.
Stefanía Traustadóttir (95/122) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar sem félagsmálaráðuneytið, Vinnueftirlit ríkisins og Jafnréttisráð lét gera á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Könnunin var framkvæmd í samvinnu við Iðju, félag verksmiðjufólks, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Félag íslenskra símamanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Félag viðskipta- og hagfræðinga, Blaðamannafélag Íslands, Félag starfsfólks í veitingahúsum og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Var úrtak þáttakenda fengið í samvinnu við stéttarfélögin og nafnleynd þátttakenda tryggð með því að þeir sem framkvæmdu könnunina fengu aldrei nafna- eða útsendingarlista félaganna og félögin aldrei svör þátttakenda.
Stefán Þorvaldsson og Þorsteinn Blöndal læknar (96/213) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á berklum í innflytjendum á Íslandi, á því hverjir skoði innflytjendur með tilliti til berkla og hvaða meðferð væri beitt við berklum og bakteríusykingum. Þátttakendur voru innflytjendur til Íslands árin 1989, 1992 og 1995. Heimilað að skoða berklaskrá berklavarnayfirlæknis og athuga hversu stór hluti berklasjúklinga væri innflytjendur og bera þá saman við Íslendinga á ymsan hátt. Voru athuguð einstök ár : 1989, 1992, 1995, skoðaður heildarfjöldi innflytjenda þessi ár og m.a. kannað hvaða læknar hafi gefið út heilsufarsvottorð m.t.t. berkla og hvaða rannsóknir hafi legið þar að baki. Athugað hlutfall innflytjenda með jákvætt berklapróf eftir svæðum. Heimild var bundin því skilyrði að þegar að gagnasöfnun lokinni, og áður en úrvinnsla hæfist, yrði eytt öllum gögnum sem gerðu kleift að rekja upplysingar (þ.á m. syni) til einstaklinga, og númer sett í þeirra stað.
Svanhvít Björgvinsdóttir sálfræðingur (95/286) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna könnunar á því hvort þroskaheftir einstaklingar sem búa á sambylum hafi meiri tengsl við fjölskyldur sínar og njóti fleiri tómstundatilboða en þeir sem búa á stofnunum fyrir þroskahefta. Þátttakendur í rannsókninni voru 58 íbúar á stofnunum og sambylum, á aldrinum 16-65 ára. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistum auk þess sem aflað var upplysinga frá starfsmönnum í þeim tilfellum þegar viðkomandi gátu ekki svarað sjálfir. Heimilað var að skrá upplysingar eftir númerum og að varðveita greiningarlykil innan stofnunar svo lengi sem viðkomandi byggi þar. Áskilið að ekki yrði hægt að rekja niðurstöður til einstaklinga eða fjölskyldna þeirra.
Verzlunarskóli Íslands, Þorvarður Elíasson (96/154) fékk heimild til aðgangs að skrá Rannsóknarstofnunar uppeldis og menntamála yfir alla nemendur í 10. bekk grunnskóla og að samkeyra hana eftir kennitölum við þjóðskrá vegna dreifingar á kynningarbæklingi V.Í. Heimildin var veitt með því skilyrði að umræddur listi yrði einungis notaður við dreifingu umræddra bæklinga, en síðan eytt.
Viðar Örn Eðvarðsson, Elín Ólafsdóttir og Ásgeir Haraldsson læknar (96/061) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á algengi "hypercalciúríu" (helsta áhættuþætti fyrir steinsmyndun í þvagfærum barna 2 ára og eldri). Þátttakendur voru annars vegar börn sem lögð voru inn á barnadeild Landspítalans á eins árs tímabili og hins vegar álíka stór hópur barna úr grunnskólum Reykjavíkur með samsvarandi aldursdreifingu (u.þ.b. 1000 börn). Gagnasöfnun fór annars vegar fram með söfnun og skoðun þvagsyna og hins vegar með söfnun upplysinga um sjúkra- og lyfjasögu. Allar upplysingar mátti skrá undir rannsóknarnúmerum enda yrði greiningarlykill aðeins aðgengilegur rannsakendum. Hefðbundnir skilmálar um nafnleynd og trúnað.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi (96/094) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna athugunar á viðbrögðum þroskaheftra við að þurfa að flytja af endurhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi. Þátttakendur voru 14 einstaklingar, valdir af forráðamönnum Kópavogshælis úr hópi einstaklinga sem fluttu frá hælinu. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum við starfsmenn og áskilið að engar upplysingar yrðu skráðar undir nöfnum eða kennitölum.
Vilhjálmur Ari Arason læknir, Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor, Karl G. Kristinsson syklafræðingur og Sigurður Guðmundsson sérfræðingur (96/038) fengu heimild til að skrá persónuupplysingar og til aðgangs að skrám vegna rannsóknar á syklalyfjanotkun, ónæmi baktería í nefkoki barna o.fl. Um tvíþætta rannsókn var að ræða. Í öðrum þætti rannsóknarinnar voru þátttakendur öll börn í Hafnarfirði/Garðabæ, Vestmannaeyjum og á Egilssstöðum sem höfðu fengið syklalyf. Safnað var frá apótekum upplysingum um alla sölu á syklalyfjum á þessum rannsóknarsvæðum og búin til ein skrá (ekki með kt., aðeins aldursárum) og borin saman syklalyfjanotkun mismunandi aldursára milli staða. Þátttakendur í hinum þætti rannsóknarinnar voru 500-600 börn, búsett á sömu svæðum, valin af handahófi í ungbarnaeftirliti og leikskólum. Gagnasöfnun fór annars vegar fram með notkun spurningalista (foreldrar spurðir um um fjölda systkina, dagvist, fjölda lyfjameðferða, hvaða lyf voru notuð o.s.frv.) hins vegar með töku syna úr nefkoki til ræktunar og greiningar ákveðinna ónæmra stofna í nefkoki barna sem notað höfðu syklalyf á ákveðinn hátt. Gögn auðkennd með kt. Heimild var bundin því skilyrði að greiningarlykli og samþykkisyfirlysingum foreldra yrði eytt þegar að gagnasöfnun lokinni svo ókleift yrði, eftir að úrvinnsla hæfist, að rekja syni og skráðar upplysingar til einstakra barna.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/113) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á dánarmeinum og krabbameinum meðal þeirra sem höfðu unnið fyrir Íslenska járnblendifélagið. Þáttakendur voru 600 manns sem höfðu unnið á Grundartanga samkvæmt launalistum verksmiðjunnar. Gáð var að afdrifum þeirra í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá og dánar- og krabbameinstíðni síðan borin saman við það sem gerist hjá Íslendingum almennt. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort það að hafa unnið við slíka framleiðslu og orðið fyrir mengun af henni tengdist því að fá síðar krabbamein. Heimilað að varðveita gögnin til framhaldsrannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/115) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á dánarmeinum og krabbameinum meðal starfsmanna Sementsverksmiðjunnar hf. Þátttakendur voru allir þeir sem einhvern tíman höfðu unnið við Sementsverksmiðjuna samkvæmt launalistum verksmiðjunnar. Var gáð að afdrifum þeirra í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá. Dánar- og krabbameinstíðni borin saman við það sem gerðist hjá Íslendingum almennt. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort það að hafa unnið við framleiðsluna og orðið fyrir mengun af sementsryki og komist í húðsnertingu við sement tengdist því að fá síðar krabbamein, einkum lungnakrabbamein en líka magakrabbamein. Gerður var tölvusamanburður þar sem notaðar voru kennitölur einstaklinganna og þeir á þann hátt bornir saman við Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá. Settir voru hefðbundnir skilmálar um nafnleynd og trúnað. Heimilað að varðveita gögnin til framhaldsrannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/144) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á afdrifum áhafnar togarans Röðuls frá Hafnarfirði, en árið 1963 urðu menn um borð fyrir eitrun af völdum metylklóríðs. Samstarfsaðilar voru Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands. Gáð var að afdrifum mannanna í dánarmeinaskrá og krabbameinsskrá og dánar- og krabbameinstíðni síðan borin saman við það sem gerðist hjá úrtaki sjómanna af öðrum skipum. Heimilað að varðveita gögnin til framhalds rannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/270) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á dánarmeinum og krabbameinum meðal skipstjóra og styrimanna. Samstarfsaðilar voru Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands. Þátttakendur voru allir þeir sem einhvern tímann hafa tekið skipstjórnarpróf frá sjómannaskólanum skv. Skipstjóra og styrimannatali. Gáð var að afdrifum þeirra í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá og dánar- og krabbameinstíðni síðan borin saman við það sem tíðkast almennt. Heimilað að varðveita gögnin til framhaldsrannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/271) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á dánarmeinum og krabbameinum meðal vélstjóra. Samstarfsaðilar voru Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands. Þátttakendur voru allir þeir sem einhvern tímann hafa tekið vélstjórnarpróf, annað hvort próf frá Vélskólanum eða fengið réttindi að loknum námskeiðum Fiskifélagsins. Gáð var að afdrifum þeirra í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá og dánar- og krabbameinstíðni síðan borin saman við það sem tíðkast almennt. Heimilað að varðveita gögnin til framhaldsrannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/272) fékk heimild til að samkeyra skrár vegna könnunar á dánarmeinum og slysum meðal sjómanna. Samstarfsaðilar voru Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands. Var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort slysa- og dánartíðni væri óbreytt frá fyrri rannsókn. Þátttakendur voru allir sem greitt hafði verið fyrir í Lífeyrissjóð sjómanna frá árinu 1986 eða síðar (áður hafði verið safnað uppl. um þá sem greitt var fyrir fram að þeim tíma). Gáð var að afdrifum þeirra í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá og dánar- og krabbameinstíðni síðan borin saman við það sem gerist hjá Íslendingum almennt. Heimilað að varðveita gögn til framhaldsrannsóknar í tíu ár í læstum skjalaskáp.
Yrsa Björt Löve, læknanemi (96/312) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á nygengi og gerðum meðfæddra hjartagalla hjá tvíburum, meðal annars á dreifingu einstakra hjartagalla, kynjahlutfalli og algengi hjartagalla hjá tvíburum í samanburði við önnur börn. Fenginn var listi hjá Hagstofu Íslands yfir öll börn fædd 1986-96 og hann borinn saman við nafnalista barna sem greinst höfðu með meðfæddan hjartagalla á Barnaspítala Hringsins á Lsp. Þá voru sjúkraskrár umræddra barna skoðaðar og safnað ymsum upplysingum varðandi sjúkdóm þeirra. Heimild var meðal annars bundin þeim skilmála að læknir umræddra tvíbura sæi um að kynna foreldrum rannsóknina og leita eftir samþykki þeirra fyrir aðgangi Yrsu að sjúkraskrám barnanna.
Þorsteinn Hjartarson og Hafsteinn Karlsson skólastjórar (96/045) fengu heimild til aðgangs að skráðum persónuupplysingum og til samtengingar skráa vegna könnunar á forspárgildi einkunna. Könnunin var framkvæmd með því að bera einkunnir nemenda úr 7. bekk Brautarholtsskóla og Villingaholtsskóla saman við einkunnir þeirra úr 10. bekk Sólvallaskóla á Selfossi og Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Heimild var bundin þeim skilmála að öllum persónuauðkennum yrði eytt úr vinnsluskrám að samtengingu lokinni.
Þórður Eydal Magnússon prófessor (96/324) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á tannvexti og bitskekkju barna sem unnin var í samvinnu við Berglindi Jóhannsdóttur tannlækni, Björn Ragnarsson lektor, Dr. Eirík Örn Arnarson sálfr., Karl Örn Karlsson lektor, Dr. Sigurð Rúnar Sæmundsson barnatannlækni og Sigurjón Arnlaugsson lektor. Hér var um að ræða framhald rannsóknar sem heimiluð var 1988 og var m.a. bundin þeim skilmála að afla yrði samþykkis frá aðstandendum þeirra barna sem rannsökuð yrðu. Heimild var veitt með þeim skilmála að áður en framkvæmd framhaldsrannsóknarinnar hæfist yrði öllum þátttakendum (þ.e. börnum og foreldrum) úr fyrri rannsókn send kynningarbréf og kannað hvort þeir vildu samþykkja skriflega þátttöku í seinni hluta rannsóknarinnar. Þá var áskilið að úr eldri rannsóknargögnum yrði eytt öllum upplysingum um þá einstaklinga sem ekki vildu taka þátt í seinni hluta hennar.
Þórður Þorkelsson barnalæknir (96/079) fékk heimild til að skrá persónuupplysingar vegna rannsóknar á járnhag íslenskra barna á aldrinum 6-18 mánaða og á fæði barna með járnskort. Þátttakendur voru u.þ.b. 100 börn á aldrinum 6-18 mánaða. Gagnasöfnun fór annars vegar fram með söfnun og skoðun blóðsyna og hins vegar með söfnun upplysinga um fæði barnanna. Var áskilið að engra gagna yrði aflað nema fyrir lægi samþykki foreldra og að öllum frumgögnum sem bæru með sér persónuauðkenni yrði eytt um leið og rannsóknarniðurstöður lægju fyrir.

3.2. Kannanir sem voru framkvæmdar með þeim hætti að Tölvunefnd taldi ákvæði laganna ekki taka til þeirra og því ekki standa gerð þeirra í vegi.

Aðalsteinn Eiríksson skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík (96/034). Könnun á stöðu Kvennaskólans á þjónustusvæði hans, hversu hann sé kynntur meðal almennings og hvers konar þjónustu fólk vill sækja til skólans.
Ari Páll Kristinsson (96/097). Könnun á málfari í talmiðlum til að athuga setningagerð, orðaval og önnur einkenni á málfari í útvarpi og sjónvarpi.
Ása Andrésdóttir og Hulda B. Þóroddsdóttir nemar (96/093). Könnun á vímuefnanotkun nemenda í 7.-10. bekk Garðaskóla.
Ásgerður Kjartansdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Viðar Þór Guðmundsson nemar (96/269). Viðhorfs- og markaðskönnun fyrir tímaritið Veru þar sem m.a. var könnuð þekking á tímaritinu og efni þess.
Birgitta Elín Hassell, Drífa B. Guðmundsdóttir og Hjördís Tryggvadóttir (96/067). Könnun á áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna í framhaldsskólum Reykjavíkur.
Brynhildur Ó. Frímannsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir nemar (96/194). Könnun á notkun Borgarbókasafns Reykjavíkur, hversu kunnugir Reykvíkingar væru starfsemi safnsins, hverjir notuðu safnið og hverjir ekki og hvers vegna.
Drífa Jenny Helgadóttir (96/032). Könnun á samskiptum heyrnarlausra barna á forskólaaldri við heyrandi mæður sínar og kennara.
Erla Hrönn Diðriksdóttir, Hulda Þórisdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir nemar (96/254). Könnun á viðhorfum fólks til stjórnmálaþátttöku kvenna.
Fellaskóli, Örlygur Richter og Hulda Arnljótsdóttir (96/018). Samanburður á niðurstöðum úr tveimur könnunum; annars vegar könnun sem gerð var í Fellaskóla í febrúar 1995 og hins vegar könnun sem gerð var á vegum RUM undir heitinu "Ungt fólk '92". Báðir kannanirnar beindust að viðhorfum nemenda til náms, félagslegrar stöðu sinnar o.s.frv.
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar (96/084). Símakönnun á högum aldraðra í Hafnarfirði, þátttöku þeirra í félagslífi o.fl.
Frosti Jónsson nemi (96/241). Viðhorfskönnun á áhuga unglinga á að vera skiptinemar á vegum alþjóðlegu skiptinemasamtakanna.
Gregg Collings, verkefnastjóri GCI á Íslandi ehf. (96/302). Markaðskönnun varðandi áhuga á ferðaklúbbi GCI á Íslandi.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir lektor (96/078). Könnun á afstöðu til kjörs á íþróttamanni ársins. Könnunin var framkvæmd fyrir Umbótanefnd íþróttasambands Íslands í kvennaíþróttum.
Guðbjörg Hildur Kolbeins (96/005). Könnun á fjölmiðlanotkun barna og unglinga og viðhorfum þeirra til Bandaríkjanna.
Guðjón Bragason fulltrúi (96/112). Könnun á ástandi mannvirkja á Hellu. Könnunin var liður í verkefni Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands um forvarnir gegn jarðskjálftum.
Guðmundur Þ. Jóhannesson, Ólína S. Þorvaldsdóttir og Jónína B. Björnsdóttir nemar (96/224). Viðhorfskönnun sem unnin var fyrir Útvarp FM ehf. á hlustun á einstakar útvarpsstöðvar.
Guðmundur B. Kristmundsson, Börkur Hansen og Þóra Kristinsdóttir dósentar við KHÍ (96/059). Könnun á læsi 9 og 14 ára nemenda. Framhald könnunar sem fram fór 1991 og hafði það markmið að bera saman lestrarkunnáttu mismunandi árganga.
Guðmundur Sigurðsson læknir heilsugæslustöðinni Seltjarnarnesi (96/070). Könnun á viðhorfum íbúa á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar Seltjarnarnesi til þeirrar þjónustu sem þar er veitt o.s.frv.
Guðríður Friðriksdóttir, Húsnæðisskrifstofan á Akureyri (96/258). Könnun sem bæjarstjórn Akureyrar fól Húsnæðisskrifstofu Akureyrar að gera meðal íbúa 60 ára og eldri á áhuga þeirra á að kaupa íbúðir sem sérhannaðar yrðu fyrir þá.
Guðrún Karítas Garðarsdóttir (96/085). Viðhorfskönnun um vetrarþjónustu vegagerðarinnar á Norðausturlandi.
Gunnar J. Gunnarsson lektor við Kennaraháskóla Íslands (96/286). Könnun á trúarskilningi og trúariðkun barna og tengslum þeirra þátta við nám í kristnum fræðum í grunnskólum og í kirkjulegu æskulyðsstarfi.
Helma Rut Einarsdóttir, Vinnuveitendasamband Íslands (96/145). Könnun á umfangi símenntunar í íslenskum fyrirtækjum sem vinnuveitendasamband Íslands og Sammennt stóðu fyrir.
Ingibjörg Sif Antonsdóttir, Hanna Kristín Sigurðardóttir og María Elísabet Laroco nemar (96/266). Könnun á reynsluheimi ungs fólks í dag.
Ingibjörg Birgisdóttir, Jóna Ósk Ásgeirsdóttir og Ólöf Sigfríður Sigurðardóttir (96/075). Könnun á reynslu parkinson sjúklinga af dvöl á sjúkrahúsi vegna annars sjúkdóms en parkinson.
Jakob Smári dósent (96/055). Könnun sem framkvæmd var í framhaldsskólum á tengslum uppeldishátta við félagshæfni, afstöðu til vímuefna og íþróttaiðkun.
Jakob Smári dósent (96/056). Könnun á hættumati, þyðingu sálarástands og spennusókn meðal nemenda í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum við Sund
Jakob Smári dósent (96/064). Könnun á áhrifum tónlistar á sálarástand og persónuleika og áhrif þeirra þátta á úrlausnir þrauta og ymissa verkefna.
Jakob Smári dósent (96/066). Könnun á áhrifum mismunandi aðstæðna á persónuskynjun.
Jón Þ. Gunnarsson og Jónas Pétursson (96/136). Könnun á viðhorfum starfsmanna Póst- og síma til einkavæðingar fyrirtækisins.
Kjartan Ólafsson og Viðar Halldórsson nemar (96/073). Könnun á viðhorfum viðskiptavina Nyherja hf. til þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir.
Kristín Gunnarsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir nemar (96/076). Könnun á viðhorfum kvenna sem gangast undir aðgerð vegna krabbameins í brjósti til hjúkrunar og þjónustu á skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Kristín Hilmarsdóttir, Auður Eyþórsdóttir og Guðrún H. Brynjarsdóttir nemar (96/027). Könnun á viðhorfum nemenda, kennara og foreldra til tiltekins kennslufyrirkomulags (svonefnds ferðakerfis) við 8., 9. og 10. bekki grunnskóla.
Leifur Eiríksson nemi (96/047). Könnun á viðhorfum Grindvíkinga til Grindavíkurkaupstaðar.
Magnús Þór Ásgeirsson, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar (96/190). Könnun á viðhorfi fólks til þjónustu og afþreyingarmöguleika á Eyjafjarðarsvæðinu.
Magnús Einarsson kennari (96/095). Könnun á viðhorfum íbúa Selfossbæjar til sundhallar Selfoss. Könnunin var framkvæmd af félagsfræðiáfanga í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir bæjaryfirvöld á Selfossi.
María T. Ásgeirsdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingar (96/069). Könnun á ánægju/óánægju bakskurðarsjúklinga með hjúkrunarþjónustu á skurð- og svæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Ólafur Þ. Harðarson dósent (96/088). Norræn þingmannakönnun sem var hluti af samnorrænu verkefni NOS-S. Þátttakendur voru þingmenn og var spurt um almenn viðhorf til einstakra mála, til pólitískrar þróunar o.m.fl.
Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (96/081). Könnun og söfnun gagna til að undirbúa stöðlun kunnáttuprófs í stærðfræði sem RUM vann fyrir menntamálaráðuneytið.
Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (96/248). Könnun á viðhorfum almennings í uppsveitum Árnessyslu og í Vestur-Rangárvallasyslu til ferðaþjónustu á þessum svæðum og möguleikum til úrbóta.
Sigríður Anna Árnadóttir og Bergljót Björk Halldórsdóttir nemar (96/107). Markaðskönnun fyrir barnavöruverslunina "Ólafía og Óliver".
Sigrún Júlíusdóttir dósent (96/077). Könnun á stöðu handleiðslumála meðal starfsfólks í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu.
Sigrún Júlíusdóttir dósent, Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Helga Lára Helgadóttir og Sóley Bender, hjúkrunarfræðingar (96/173). Könnun og samanburður á lífi barnafjölskyldna annars vegar og barnlausra fjölskyldna hins vegar.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Áslaug Pálsdóttir og Svanbjörg H. Jónsdóttir nemar (96/090). Könnun á því hvort aukin umfjöllun í fjölmiðlum geti ytt undir eiturlyfanotkun og hvort sjálfsmat hafi áhrif á eiturlyfjanotkun.
Stefán Hallgrímsson nemi (96/223). Könnun á vinnu framhaldsskólanema með námi og á hlutfalli "svartrar vinnu". Könnun var framkvæmd við Menntaskólann við Sund.
Stella Guðmundsdóttir skólastjóri Hjallaskóla (96/131). Könnun meðal nemenda skólans, foreldra þeirra, kennara og annars starfsfólks. Tilgangur könnunarinnar var að meta skólastarfið samkvæmt nyjum lögum um grunnskóla.
Styrihópur menntamálaráðuneytisins um úttekt á viðskipta- og rekstrarfræðimenntun (96/158). Könnun þessa lét menntamálaráðuneytið gera meðal þeirra sem útskrifuðust 1990 og 1995 frá viðskiptaskor Háskóla Íslands, rekstrardeild Háskólans á Akureyri, Samvinnuháskólanum á Bifröst og Tækniskóla Íslands. Könnuð voru viðhorf til viðskipta- og rekstrarfræðináms og möguleika að námi loknu.
Svanhildur Guðmundsdóttir og Dagny Harðardóttir nemar (96/124). Könnun á áhuga nemenda í fjórum skólum á því að stunda sumarnám.
Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra (96/046). Könnun vegna prófunar nys lesgreiningarprófs sem samið var af starfsmönnum lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla Íslands.
Vaka Óttarsdóttir, Arnheiður Anna Ólafsdóttir og Þóra Elín Arnardóttir nemar (96/263). Könnun á menntun atvinnulausra og á viðhorfum þeirra til menntunar og þeirra námskeiða sem þeim stóðu til boða.
Þórmundur Jónatansson ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands (96/140). Skoðanakönnun, annars vegar á atriðum sem tengdust væntanlegum forsetakosningum og hins vegar á atriðum varðandi námsmannaþjónustu bankanna.

3.3. Starfsleyfi sem gefin voru út.

3.3.1. Starfsleyfi skv. 15. gr. til að annast söfnun og skráningu upplysinga, sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust.

Hér á eftir eru birt, að mestu í heild, þau starfsleyfi sem á árinu voru veitt skv. þessu ákvæði:

A. Jóhann Þorvarðarson (95/080) fékk, þann 11. janúar, leyfi til að annast, í starfsemi Icecredit Info, söfnun og skráningu upplysinga varðandi fjárhagsmálefni í því skyni að meta lánshæfi og fjárhagslegan styrk aðila og miðla þeim upplysingum á innlendum og erlendum markaði. Leyfið veitti honum heimild til þess að gefa út, samkvæmt fyrirliggjandi beiðni, skyrslur um lánshæfiflokkun (credit rating reports), "fyrirtækjaskyrslur" (credit reports) og aðrar sambærilegar skyrslur um mat á því hvaða líkur væru á að tiltekinn aðili gæti staðið við mögulegar greiðsluskuldbindingar. Þá var honum og heimilað að gefa út, skv. fyrirliggjandi beiðni, umsögn um styrkleika úgefinna verðbréfa. Starfsleyfið tók ekki til útgáfu upplysingarits um fjárhagsmálefni og lánstraust ("vanskilaskrá") samkvæmt 19. gr. laga nr. 121/1989.
Starfsleyfið var háð eftirtöldum skilyrðum:


"1.

Starfsleyfishafi skal gæta allra þeirra atriða er koma fram í V. kafla laga nr. 121/1989 og fylgja þeim skilyrðum sem Tölvunefnd kann að setja á hverjum tíma um meðferð gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.

2.

Starfsleyfishafa er einungis heimilt að skrá upplysingar, sem eðli sínu samkvæmt geta haft þyðingu við mat á fjárhag og lánstrausti hins skráða. Aldrei er heimilt að taka í slíka skrá upplysingar þær sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989.

3.

Óheimilt er að skrá eða miðla upplysingum um fjárhagsmálefni og lánstraust sem eldri eru en fjögurra ára.

4.

Án þess að skyra hinum skráða frá því er óheimilt að skrá aðrar upplysingar en nafn manns eða fyrirtækis, heimilisfang, kennitölu, fyrirtækjanúmer, stöðu og atvinnu eða aðrar upplysingar sem hægt er að fá úr opinberum skrám.


5.

Starfsleyfishafa er óheimilt að taka saman fjárhagsupplysingar um aðra en þá sem gefið hafa honum skriflegt samþykki sitt fyrir slíkri upplysingasöfnun og miðlun.

6.

Ef önnur atriði en þau, sem greind eru í 4. tl. hér að framan, eru tekin á skrá, ber starfsleyfishafa að skyra skráðum aðila, sem í fyrsta skipti er tekinn á skrá, frá því innan fjögurra vikna frá skráningu og greina honum frá heimild sinni til þess að fá skyrslu um efni skráningar, sbr. 18. gr. laga nr. 121/1989.


7.

Telji aðili að upplysingar um hann séu skráðar skv. starfsleyfi þessu er starfsleyfishafa skylt, að kröfu aðila, að skyra honum frá því sem þar er skráð og því mati sem starfsleyfishafinn hefur látið frá sér fara á síðustu sex mánuðum varðandi hagi viðkomandi. Ber starfsleyfishafa að skyra honum frá þessum upplysingum sem fyrst og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því að krafa kom fram. Beiðandi getur gert kröfu til þess að fá skriflegt svar.


8.

Ef starfsleyfishafi hefur í vörslum sínum frekari upplysingar um hinn skráða en þær sem beiðni lytur að skv. 6. tl., er honum skylt að gera beiðanda grein fyrir þeim. Jafnframt skal kynna hinum skráða rétt sinn til að kynna sér efni skrár af eigin raun.

9.

Upplysingar skv. starfsleyfi þessu má aðeins láta öðrum í té skriflega, sbr. þó 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 121/1989. Þegar fastir viðskiptavinir eiga í hlut er þó heimilt að veita almennar upplysingar munnlega eða á annan svipaðan hátt, en nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda skal þá skráð og gögn um það varðveitt í a.m.k. sex mánuði.


10.

Um leiðréttingu eða afmáun rangra og villandi upplysinga um fjárhagsmálefni og lánstraust gilda ákvæði 20., sbr. 14. gr. laga nr. 121/1989.


11.

Gegn greiðslu endurgjalds er starfsleyfishafa skylt að afhenda skráðum aðila endurrit eða ljósrit af þeim upplysingum sem starfsleyfishafinn hefur undir höndum um viðkomandi aðila. Endurgjald þetta má eigi vera hærra en sem nemur því endurgjaldi, er opinberar stofnanir taka í endurrits- eða ljósritunarkostnað, sbr. reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs.


12.

Upplysingar um skuldastöðu manna má ekki veita með þeim hætti að þær geti verið grundvöllur mats á fjárhagslegri stöðu annars en þess er upplysingar varða.

13.

Láti starfsleyfishafi tölvuvinna upplysingar og skrár hjá öðrum, skal það aðeins gert hjá þeim, sem fengið hafa til þess starfsleyfi samkvæmt 25. gr. laga nr. 121/1989.

14.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 121/1989 er eigi heimilt að tengja saman skrár, sem falla undir ákvæði þeirra laga, nema sérstök heimild frá Tölvunefnd liggi fyrir.


15.

Hver sá sem starfar hjá starfsleyfishafa er þagnarskyldur um þau atriði sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eiga að fara, og skal hann undirrita heit um þagnarskyldu.

16.

Starfsleyfishafi skal hlyta öllum reglum og fyrirmælum Tölvunefndar sem settar hafa verið og settar kunna að verða um vörslu gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.


17.

Tölvunefnd og starfsmenn hennar með umboði mega hvenær sem er skoða starfsstofur starfsleyfishafa, tækjabúnað og vinnubrögð, sbr. 31., 32. og 33. gr. laga nr. 121/1989.

18.

Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfi þetta eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess. Starfsleyfi þetta er óframseljanlegt.


19.

Starfsleyfi þetta gildir til 10. janúar 1997."

B. Greiðslumat hf., co. Agnar Kofoed-Hansen, (96/012) fékk þann 13. febrúar leyfi til að safna og miðla upplysingum um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögaðila, í því skyni að:
1. Meta lánstraust þeirra og miðla öðrum upplysingum um það efni á innlendum og erlendum markaði með því að gefa út skyrslur um lánshæfiflokkun (credit rating reports), "fyrirtækjaskyrslur" (credit reports) og aðrar sambærilegar skyrslur um mat á líkum fyrir að tiltekinn aðili gæti staðið við greiðsluskuldbindingar sínar. Þá var honum heimilað að gefa út, skv. fyrirliggjandi beiðni, umsögn um styrkleika úgefinna verðbréfa.
2. Gefa út upplysingarit um fjárhagsmálefni og lánstraust ("vanskilaskrá") samkvæmt 15. gr. laga nr. 121/1989.
Starfsleyfið var háð eftirtöldum skilyrðum:

"A.
Sérstök skilyrði varðandi gerð skyrslna um lánshæfiflokkun,
fyrirtækjaskyrslur og aðrar sambærilegar skyrslur.
1.

Án þess að skyra hinum skráða frá því er óheimilt að skrá aðrar upplysingar en nafn manns eða fyrirtækis, heimilisfang, kennitölu, fyrirtækjanúmer, stöðu og atvinnu eða aðrar upplysingar sem hægt er að fá úr opinberum skrám.


2.

Ef önnur atriði en þau, sem greind eru í 1. tl. hér að framan, eru tekin á skrá ber starfsleyfishafa að skyra skráðum aðila, sem í fyrsta skipti er tekinn á skrá, frá því innan fjögurra vikna frá skráningu og greina honum frá heimild hans til þess að fá skyrslu um efni skráningar, sbr. 17. og 18. gr. laga nr. 121/1989.

3.

Upplysingar skv. starfsleyfi þessu má aðeins láta öðrum í té skriflega. Þegar fastir viðskiptavinir eiga í hlut, er þó heimilt að veita almennar upplysingar munnlega eða á annan svipaðan hátt, en nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda skal þá skráð og gögn um það varðveitt í a.m.k. sex mánuði.


4.

Starfsleyfishafa er óheimilt að taka saman fjárhagsupplysingar um aðra en þá sem gefið hafa honum skriflegt samþykki sitt fyrir slíkri upplysingasöfnun og miðlun.

5.

Telji aðili að upplysingar um hann séu skráðar skv. starfsleyfi þessu er starfsleyfishafa skylt, að kröfu aðila, að skyra honum frá því sem þar er skráð og því mati sem starfsleyfishafinn hefur látið frá sér fara á síðustu sex mánuðum varðandi hagi viðkomandi. Ber starfsleyfishafa að skyra honum frá þessum upplysingum sem fyrst og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því að krafa kom fram. Beiðandi getur gert kröfu til þess að fá skriflegt svar.


6.

Ef starfsleyfishafi hefur í vörslum sínum frekari upplysingar um hinn skráða en þær sem beiðni lytur að skv. 5. tl., er honum skylt að gera beiðanda grein fyrir þeim. Jafnframt skal kynna hinum skráða rétt sinn til að kynna sér efni skrár af eigin raun.


B
Sérstök skilyrði varðandi upplysingarit um fjárhagsmálefni
("vanskilaskrá").
7.

Í upplysingariti sem starfsleyfishafi gefur út á grundvelli starfsleyfis þessa er, auk upplysinga um nafn, heimili og kennitölu, aðeins heimilt að skrá og miðla eftirfarandi upplysingum, sem fengnar eru úr eftirtöldum opinberum skrám:
a) Upplysingar dómstóla um skuldara skv. uppkveðnum dómum eða áritunum dómara á stefnur, sbr. 113. gr. laga nr. 91/1991, í málum þar sem stefndi hefur ekki mætt við þingfestingu máls eða þingsókn hefur síðar fallið niður af hans hálfu. Upplysingar má aðeins birta ef um er að ræða skuld eða skuldir sama aðila við tiltekinn kröfuhafa sem nema a.m.k. kr. 200.000,- að höfuðstól hver skuld.
b) Upplysingar um framkvæmd fjárnám, skv. skrám þeim sem syslumenn halda um það efni, sbr. ákvæði 4. gr., 6. og 10. tl., reglugerðar nr. 17/1992. Upplysingum má miðla um öll árangurslaus fjárnám en um fjárnám með árangri því aðeins að fjárhæð fjárnámskröfu nemi a.m.k. kr. 200.000,- .
c) Upplysingar um nauðungarsölur, þegar byrjun uppboðs hefur verið auglyst í dagblöðum, landsmálablöðum eða á annan samsvarandi hátt, skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 90/1991.
d) Upplysingar um töku búa til gjaldþrotaskipta, sem fengnar eru í skrám þeim, sem héraðsdómstólar halda, sbr. ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 226/1992.

8.

Taka skal fram í upplysingariti hvaðan viðkomandi upplysingar eru fengnar (frá hvaða dómstóli eða syslumannsembætti). Sé upplysingum ekki safnað frá öllum syslumannsembættum og héraðsdómstólum landsins, skal þess sérstaklega getið.

9.

Aldrei má færa nafn tiltekins aðila í ofangreinda skrá nema honum hafi áður verið send um það tilkynning og honum gefinn kostur á að gera við það athugasemdir innan tiltekins frests. Skal sá frestur að lágmarki vera tvær vikur frá móttöku tilkynningar. Í tilkynningu þessari skal þess getið hvaða upplysingar verði skráðar í upplysingaritið. Þá skal þar einnig vakin athygli á rétti viðkomandi til þess að fá rangar og villandi upplysingar leiðréttar og á möguleikum hans til þess að bera ágreining í þeim efnum undir Tölvunefnd.


10.

Upplysingarit má aðeins gefa út á skriflegu formi. Þegar fastir viðskiptavinir eiga í hlut, er þó heimilt að veita almennar upplysingar munnlega eða á annan svipaðan hátt, s.s. með beinlínutenginu við skrána, en nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda skal þá skráð og gögn um það varðveitt í a.m.k. sex mánuði.


C
Almenn skilyrði samkvæmt II.A. og II.B.
11.

Starfsleyfishafi skal gæta allra þeirra atriða er koma fram í V. kafla laga nr. 121/1989 og fylgja þeim skilyrðum, sem Tölvunefnd kann að setja á hverjum tíma um meðferð gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.

12.

Starfsleyfishafa er einungis heimilt að skrá upplysingar sem eðli sínu samkvæmt geta haft þyðingu við mat á fjárhag og lánstrausti hins skráða. Aldrei er heimilt að skrá upplysingar þær sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989.

13.

Óheimilt er að skrá eða miðla upplysingum um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem eldri eru en fjögurra ára.

14.

Um leiðréttingu eða afmáun rangra og villandi upplysinga um fjárhagsmálefni og lánstraust gilda ákvæði 20., sbr. 14. gr., laga nr. 121/1989.


15.

Gegn greiðslu endurgjalds er starfsleyfishafa skylt að afhenda skráðum aðila endurrit eða ljósrit af þeim upplysingum sem starfsleyfishafinn hefur undir höndum um viðkomandi aðila. Endurgjald þetta má eigi vera hærra en sem nemur því endurgjaldi, er opinberar stofnanir taka í endurrits- eða ljósritunarkostnað, sbr. reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs.


16.

Upplysingar um skuldastöðu manna má ekki veita með þeim hætti, að þær geti verið grundvöllur mats á fjárhagslegri stöðu annars en þess er upplysingar varða.

17.

Láti starfsleyfishafi tölvuvinna upplysingar og skrár hjá öðrum, skal það aðeins gert hjá þeim, sem fengið hafa til þess starfsleyfi samkvæmt 25. gr. laga nr. 121/1989.

18.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 121/1989 er eigi heimilt að tengja saman skrár, sem falla undir ákvæði þeirra laga, nema sérstök heimild frá Tölvunefnd liggi fyrir.


19.

Hver sá sem starfar hjá starfsleyfishafa er þagnarskyldur um þau atriði sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eiga að fara, og skal hann undirrita heit um þagnarskyldu.

20.

Starfsleyfishafi skal hlíta öllum reglum og fyrirmælum Tölvunefndar sem settar hafa verið og settar kunna að verða um vörslu gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.


21.

Tölvunefnd og starfsmenn hennar með umboði mega hvenær sem er skoða starfsstofur starfsleyfishafa, tækjabúnað og vinnubrögð, sbr. 31., 32. og 33. gr. laga nr. 121/1989.

22.

Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfi þetta eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess.


23.

Starfsleyfi þetta gildir til 31. desember árið 2000."

C. Myndmark hf. (95/026) fékk þann 14. febrúar leyfi til annast söfnun og miðlun upplysinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust með þeim hætti að:
a. Myndbandaleigur, sem eru félagar í Myndmarki, safna upplysingum um þau vanskil sem hjá þeim eiga sér stað og senda upplysingarnar til Myndmarks. Myndbandaleigurnar skrá þannig upplysingar um nöfn, kennitölur og um vanskil þ.e. hvort leigugjöld hafi verið vangreidd eða myndbandsspólu ekki verið skilað.
b. Myndmark safnar upplysingum frá myndbandaleigunum á einn lista og síðan eru upplysingar lesnar af honum inn í tölvukerfi myndbandaleiganna. Myndbandaleigurnar fá ekki beinan uppflettiaðgang að listanum, heldur aðeins aðgang með þeim hætti að sé kennitala viðskiptavinar, sem slegin er inn, á listanum þá koma fram þær upplysingar um viðskiptavininn sem eru á listanum.
Starfsleyfið var háð eftirtöldum skilyrðum:

"1.

Starfsleyfishafi skal fylgja þeim skilyrðum, sem Tölvunefnd kann að setja á hverjum tíma um meðferð gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.

2.

Starfsleyfishafa er einungis heimilt að skrá upplysingar, sem eðli sínu samkvæmt geta haft þyðingu við mat á fjárhag og lánstrausti hins skráða. Aldrei er heimilt að taka í slíka skrá upplysingar þær sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989.

3.

Óheimilt er að skrá eða miðla upplysingum um fjárhagsmálefni sem eldri eru en fjögurra ára.

4.

Aldrei má færa nafn tiltekins aðila í þá skrá sem haldin er skv. starfsleyfi þessu nema honum hafi áður verið send um það tilkynning og honum gefinn kostur á að gera við það athugasemdir innan tiltekins frests, sbr. 2. mgr. 17. gr.. Skal sá frestur að lágmarki vera tvær vikur frá móttöku tilkynningar. Í tilkynningu þessari skal þess getið hvaða upplysingar verði skráðar um viðkomandi. Þá skal þar einnig vakin athygli á rétti viðkomandi til þess að fá rangar og villandi upplysingar leiðréttar og á möguleikum hans til þess að bera ágreining í þeim efnum undir Tölvunefnd.


5.

Telji aðili, að upplysingar um hann séu skráðar skv. starfsleyfi þessu er starfsleyfishafa skylt, að kröfu aðila, að skyra honum frá því, sem þar er skráð, sbr. 18. gr. laga nr. 121/1989, og því mati sem starfsleyfishafinn hefur látið frá sér fara á síðustu sex mánuðum varðandi hagi beiðanda. Ber starfsleyfishafa að skyra honum frá þessum upplysingum sem fyrst og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því að krafa kom fram. Beiðandi getur gert kröfu til þess að fá skriflegt svar.

6.

Ef starfsleyfishafi hefur í vörslum sínum frekari upplysingar um hinn skráða en þær, sem beiðni lytur að skv. 5. tl., er honum skylt að gera beiðanda grein fyrir þeim. Jafnframt skal gera hinum skráða grein fyrir rétti sínum til þess að fá að kynna sér efni skrár af eigin raun.

7.

Um leiðréttingu eða afmáun rangra og villandi upplysinga um fjárhagsmálefni og lánstraust gilda ákvæði 20., sbr. 14. gr. laga nr. 121/1989.


8.

Gegn greiðslu endurgjalds er starfsleyfishafa skylt að afhenda skráðum aðila endurrit eða ljósrit af þeim upplysingum, sem starfsleyfishafinn hefur undir höndum um viðkomandi aðila. Endurgjald þetta má eigi vera hærra en sem nemur því endurgjaldi, er opinberar stofnanir taka í endurrits eða ljósritunarkostnað, sbr. reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs.


9.

Láti starfsleyfishafi tölvuvinna upplysingar og skrár hjá öðrum, skal það aðeins gert hjá þeim, sem fengið hafa til þess starfsleyfi samkvæmt 25. gr. laga nr. 121/1989.

10.

Hver sá sem starfar hjá starfsleyfishafa er þagnarskyldur um þau atriði sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eiga að fara, og skal hann undirrita heit um þagnarskyldu og senda Tölvunefnd innan tveggja vikna frá útgáfu leyfis þessa.

11.

Upplysingagjöf samkvæmt starfsleyfi þessu mega einungis annast þeir starfsmenn Myndmarks sem sérstaklega verða til þess valdir og Tölvunefnd tilkynnt um.

12.

Tölvunefnd og starfsmenn hennar með umboði mega hvenær sem er skoða starfsstofur starfsleyfishafa, tækjabúnað og vinnubrögð, sbr. 2. mgr. 32. gr. laga nr. 121/1989.

13.

Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfið eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess.


14.

Starfsleyfi þetta gildir til 1. janúar 2000."

D. Reiknistofan ehf. (96/250) fékk þann 22. október leyfi til annast söfnun og miðlun upplysinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust með því að:
1. Gefa út upplysingarit um fjárhagsmálefni og lánstraust, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 121/1989.
2. Miðla sömu upplysingum á tölvutæku formi með sérst. skilmálum.

Starfsleyfið var háð eftirtöldum skilyrðum:


"1.

Starfsleyfishafi skal gæta allra þeirra atriða er koma fram í V. kafla laga nr. 121/1989 og fylgja þeim skilyrðum sem Tölvunefnd kann að setja á hverjum tíma um meðferð gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.

2.

Starfsleyfishafa er einungis heimilt að skrá upplysingar sem hafa þyðingu varðandi fjárhag og lánstraust hins skráða. Óheimilt er að skrá upplysingar þær sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989. Upplysingar um skuldastöðu manna má ekki veita með þeim hætti að þær geti verið grundvöllur mats á fjárhagslegri stöðu annars en þess er upplysingarnar varða.


3.

Óheimilt er að skrá eða miðla upplysingum um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem eldri eru en fjögurra ára.


4.

Aldrei má færa nafn tiltekins aðila í upplysingarit það sem út er gefið samkvæmt starfsleyfi þessu nema honum hafi áður verið send um það tilkynning og honum gefinn kostur á að gera við það athugasemdir innan tiltekins frests. Skal sá frestur að lágmarki vera tvær vikur frá móttöku tilkynningar. Í tilkynningu þessari skal eftirfarandi tekið fram:
a) Hvaða upplysingar um viðkomandi muni birtast í upplysingaritinu og hversu lengi.
b) Um rétt viðkomandi, skv. 11. gr. starfsleyfis þessa. M.ö.o. tekið skal fram að ef sá sem tilkynninguna fær synir skrárhaldara fram á það, með yfirlysingu frá kröfueiganda, að krafan hafi verið greidd, eða henni með öðrum hætti verið komið í skil, sé skrárhaldara óheimilt að taka nafn hans á skrá.
c) Um rétt viðkomandi til að fá rangar og villandi upplysingar leiðréttar og um möguleika hans til þess að bera ágreining í þeim efnum undir Tölvunefnd.

5.

Frá þeim tíma er starfsleyfishafi sendir út tilkynningar þær, sem greinir í 4. gr., og fram að útgáfu skrárinnar, skal starfsleyfishafi hafa starfsstöð sína opna frá kl. 9:00 – 17:00 hvern virkan dag og veita þar viðtöku kvörtunum sem berast vegna skráningarinnar.

6.

Telji aðili að upplysingar um hann séu skráðar skv. starfsleyfi þessu er starfsleyfishafa skylt, að kröfu aðila, að skyra honum frá því sem þar er skráð, sbr. 18. gr. laga nr. 121/1989. Ber starfsleyfishafa að skyra honum frá þessum upplysingum sem fyrst og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því að krafa kom fram. Beiðandi getur gert kröfu til þess að fá skriflegt svar.


7.

Upplysingar skv. starfsleyfi þessu má aðeins veita skriflega eða á tölvutæku formi til fastra áskrifenda. Halda skal sérstaka skrá yfir þá sem kaupa skrána á tölvutæku formi. Þegar starfsleyfishafi afhendir skrána á tölvutæku formi skal hann gera það með þeim fyrirmælum að viðkomandi megi hvorki afrita skrána né bæta inn á hana nyjum upplysingum og skuli eyða henni að sex mánuðum liðnum.

8.

Starfsleyfishafi skal birta ákvæði 14. og 20. gr. laga nr. 121/1989, um leiðréttingu eða afmáun rangra og villandi upplysinga, í upplysingariti sínu.


9.

Gegn greiðslu endurgjalds er starfsleyfishafa skylt að afhenda skráðum aðila endurrit eða ljósrit af þeim upplysingum sem starfsleyfishafinn hefur undir höndum um viðkomandi aðila. Endurgjald þetta má eigi vera hærra en sem nemur því endurgjaldi er opinberar stofnanir taka í endurrits- eða ljósritunarkostnað, sbr. reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs.

10.

Til viðbótar upplysingum um nafn, heimili og kennitölu er starfsleyfishafa aðeins heimilt að skrá eftirfarandi upplysingar, sem fengnar eru úr eftirtöldum opinberum skrám, og gefa þær út í upplysingariti sínu um fjárhagsmálefni og lánstraust:
a) Upplysingar dómstóla um skuldara skv. uppkveðnum dómum eða áritunum dómara á stefnur, sbr. 113. gr. laga nr. 91/1991, í málum þar sem stefndi hefur ekki mætt við þingfestingu máls eða þingsókn hefur síðar fallið niður af hans hálfu. Upplysingar má aðeins birta ef um er að ræða skuld eða skuldir sama aðila við tiltekinn kröfuhafa sem nema a.m.k. kr. 200.000,- að höfuðstól hver skuld.
b) Upplysingar um framkvæmd fjárnám, skv. skrám þeim sem syslumenn halda um það efni, sbr. ákvæði 4. gr., 6. og 10. tl., reglugerðar nr. 17/1992. Upplysingar má birta um öll árangurslaus fjárnám en fjárnám með árangri má aðeins skrá þegar fjárhæð fjárnámskröfu nemur a.m.k. kr. 200.000,-.
c) Upplysingar um nauðungarsölur, þegar byrjun uppboðs hefur verið auglyst í dagblöðum, landsmálablöðum eða á annan samsvarandi hátt, skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 90/1991.
d) Upplysingar um töku búa til gjaldþrotaskipta, sem fengnar eru í skrám þeim, sem héraðsdómstólar halda, sbr. ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 226/1992.

Taka skal fram í upplysingariti frá hvaða dómstóli eða syslumannsembætti viðkomandi upplysingar eru fengnar. Sé upplysingum ekki safnað frá öllum syslumannsembættum og héraðsdómstólum landsins, skal þess sérstaklega getið.

11.

Ef aðili, sem fengið hefur tilkynningu samkvæmt 4. gr. starfsleyfis þessa, synir skrárhaldara fram á það, með yfirlysingu frá kröfueiganda, að krafan hafi verið greidd, eða henni með öðrum hætti komið í skil, er skrárhaldara óheimilt að taka nafn hans á skrá. Á þetta við, hvort heldur um er að ræða skráningu dóms/áritunar, framkvæmds fjárnáms, nauðungarsölu eða töku bús til gjaldþrotaskipta.
Nú hafa slíkar upplysingar um tiltekinn aðila þegar birst í upplysingariti, sem út er gefið samkvæmt starfsleyfi þessu, en sá aðili synir skrárhaldara fram á, með yfirlysingu kröfueiganda, að umrædd krafa hafi verið að fullu greidd, eða henni komið í skil með öðrum hætti, er óheimilt að birta nafn hans í næstu útgáfu upplysingaritsins.

12.

Láti starfsleyfishafi tölvuvinna upplysingar og skrár hjá öðrum skal það aðeins gert hjá þeim sem fengið hafa til þess starfsleyfi samkvæmt 25. gr. laga nr. 121/1989.

13.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 121/1989 er eigi heimilt að tengja saman skrár sem falla undir ákvæði þeirra laga, nema sérstök heimild frá Tölvunefnd liggi fyrir.


14.

Tölvunefnd, og starfsmenn hennar með umboði, mega hvenær sem er skoða starfsstofur starfsleyfishafa, tækjabúnað og vinnubrögð, sbr. 2. mgr. 32. gr. laga nr. 121/1989.

15.

Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfi þetta eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess.


16.

Starfsleyfi þetta gildir til 1. júlí 1998."

3.3.2. Starfsleyfi samkvæmt 21. gr. til sölu og afhendingar úr skrám á nöfnum og heimilisföngum og til að annast fyrir aðra áritanir nafna og heimilisfanga eða útsendingu tilkynninga.

Starfsleyfi samkvæmt þessari grein fengu eftirtaldir aðilar:
Hollvinasamtök Háskóla Íslands (96/071) – leyfi útg. 2. apríl.
Markhúsið ehf. (96/167) – leyfi útg. 12. júní.
Markaðsbankinn (96/257) – leyfi útg. 22. október.
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma (96/246) – leyfi útg. 4. nóvember.

Leyfin voru öll, eftir því sem við átti, háð eftirtöldum skilyrðum:
1. Starfsleyfishafi skal gæta allra þeirra atriða sem koma fram í VI. kafla laga nr. 121/1989 og fylgja þeim skilyrðum sem Tölvunefnd kann að setja um meðferð nafnalista og nafnáritanir.
2. Starfsleyfishafi má aðeins hafa á skrám sínum upplysingar um nafn, heimilisfang og starf.
3. Ef skrá er notuð til áritunar og útsendingar bréfa, tilkynninga, dreifirita eða þess háttar, er skylt að fram komi á áberandi stað á útsendu efni að því sé dreift eftir skrá í vörslu starfsleyfishafa. Þá skal og koma fram að þeir sem kynnu að óska eftir því að losna undan slíkum sendingum framvegis geti skrifað eða hringt til starfsleyfishafa og fengið nöfn sín afmáð af útsendingarskrá.
4. Starfsleyfishafa er skylt að verða tafarlaust við beiðnum um að nöfn einstaklinga eða fyrirtækja verði máð af útsendingarskrá. Ef beiðni um að má nafn af útsendingarskrá berst sendanda ofangreinds pósts er honum skylt að koma slíkri kröfu á framfæri við leyfishafa.
5. Starfsleyfishafi skal hafa heimild frá eiganda þeirrar skrár, sem hann notar við vinnslu, til sérhverrar notkunar skrárinnar.
6. Ef starfsleyfishafi fær í hendur félagaskrár, eða skrár yfir fasta viðskiptamenn eða svipaðar skrár, er honum óheimilt án samþykkis þess sem afhent hefur gögnin að láta þau af hendi við aðra eða skyra öðrum frá upplysingum sem í skránum eða gögnunum felast.
7. Láti leyfishafi tölvuvinna upplysingar og skrár hjá öðrum, skal það aðeins gert hjá þeim, sem fengið hafa til þess starfsleyfi skv. 21. gr. laga nr. 121/1989, sbr. og 25. gr. sömu laga.
8. Ekki er heimilt að tengja saman skrár skv. 21. gr. laga nr. 121/1989 án sérstaks leyfis Tölvunefndar.
9. Tölvunefnd, og starfsmenn hennar með umboði, mega hvenær sem er skoða starfsstofur leyfishafa, tækjabúnað og vinnubrögð, sbr. og 32. gr. laga nr. 121/1989.
10. Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfi þetta eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess.3.3.3. Starfsleyfi skv. 24. gr. til að framkvæma markaðs- og skoðanakannanir í atvinnuskyni.

Starfsleyfi samkvæmt þessari grein fékk:
Könnunarstofan Rynir ehf. (96/007) – leyfi útg. 12. janúar.

Leyfið var háð eftirtöldum skilmálum:
1. Starfsleyfishafi skal við kannanir gæta allra þeirra atriða sem talin eru í 24. gr. laga nr. 121/1989 og fylgja þeim skilyrðum sem tölvunefnd kann að setja um framkvæmd slíkra kannana, meðferð gagna og varðveislu þeirra. Sérstaklega ber að hafa eftirtalin atriði í huga:
a) Gera skal þeim sem spurður er grein fyrir því að honum sé hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalistanum í heild.
b) Ef svör eru ekki eyðilögð að könnun lokinni skulu þau geymd þannig frágengin að ekki megi rekja þau til ákveðinna aðila.
c) Aldrei skal spyrja annarra spurninga en þeirra sem hafa greinilegan tilgang með hliðsjón af viðfangsefni því sem verið er að kanna.
d) Óheimilt er að nota upplysingar þær sem skráðar hafa verið til annars en þess sem var tilgangur könnunarinnar.
e) Óheimilt er að veita öðrum aðgang að upplysingum þeim sem skráðar hafa verið.
Skulu ofangreind atriði a)- og c)-liða tekin fram á spurningalistum svo tryggt verði að spyrlum sé kunnugt um þau. Á spurningalistum ber einnig að taka fram formála þá er spyrlar nota í upphafi samtals við þátttakendur í könnunum.
Tölvunefnd leggur til að formálinn verði svohljóðandi í meginatriðum:
"Góðan dag/gott kvöld. Ég heiti ... og er að hringja frá XXX hf. vegna könnunar sem við erum að framkvæma. Nafn þitt hefur komið upp í 1000 manna úrtaki. Mætti ég leggja fyrir þig nokkrar spurningar? (Ef jákvætt svar): Áður en ég legg fyrir þig spurningarnar ber mér samkvæmt lögum að benda þér á, að þér er hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalistanum í heild".
2. Tölvunefnd skal hafa borist eigi síðar en 7 dögum áður en könnun á að fara fram lysing á henni, þar sem fram komi hvaða úrtak á að nota. Spurningalisti sem leggja á fyrir úrtakið skal fylgja. Einnig skal greint frá því fyrir hvaða aðila upplysingum er safnað og hvaða spurningar hann óskar eftir að lagðar verði fyrir úrtakið.
3. Leyfishafi hefur heimild til að fá nauðsynleg úrtök úr þjóðskrá vegna kannana sem falla undir leyfi þetta, enda noti hann ekki úrtakið fyrr en fyrir liggur afstaða tölvunefndar til viðkomandi könnunar.
4. Tölvunefnd áskilur sér rétt til að afturkalla starfsleyfi þetta eða breyta skilmálum þess, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila krefjast þess.3.3.4. Starfsleyfi skv. 25. gr. annast tölvuþjónustu.

Starfsleyfi samkvæmt þessari grein fékk:
Valdimar Óskarsson, kt. 251022-7399 (96/318) – til að annast álagningu fasteignagjalda fyrir sveitarfélög og tölvuþjónustu í því sambandi. Leyfi útg. 11. desember, var háð eftirtöldum skilmálum:

1. Aðgangur að þeim upplysingum sem fram koma við tölvuvinnslu er einungis heimill þeim starfsmönnum sem þörf hafa á vegna vinnslunnar og notkunar upplysinganna.
2. Starfsleyfishafa er skylt að beita viðeigandi ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir að upplysingar verði misnotaðar eða þær komist í hendur óviðkomandi.
3. Starfsmenn í þjónustu starfsleyfishafa eru þagnarskyldir um atriði sem þeir komast að við störf sín og skulu þeir undirrita þagnarheit áður en þeir taka til starfa.
4. Starfsleyfishafa er, án samþykkis frá skráreiganda, óheimilt að nota upplysingar þær sem hann hefur veitt viðtöku til annars en að framkvæma þá þjónustu sem samningur hans og skráreiganda varðar eða afhenda öðrum upplysingarnar til vinnslu eða geymslu.
5. Samrit eða endurrit af upplysingum um einkamálefni sem koma fram við tölvuvinnslu skulu einungis gerð í þeim mæli sem nauðsynlegt er til að framkvæma tölvuvinnsluna á forsvaranlegan hátt.
6. Eigi er heimilt að tengja saman skrár sem undanþágu þarf fyrir samkvæmt 6. gr. laga nr. 121/1989, nema sérstök heimild frá tölvunefnd liggi fyrir.
7. Upplysingar um einkamálefni, sem fram koma við tilraunaskráningu eða tilraunatölvuvinnslu, skal eyðileggja þegar ekki er þörf fyrir þær eða gera óleshæfar.
8. Starfsleyfishafi skal hlíta öllum reglum og fyrirmælum tölvunefndar, sem settar hafa verið og settar kunna að verða um vörslu gagna, öryggisráðstafanir, eyðileggingu gagna og önnur atriði.
9. Áorðnar eða fyrirhugaðar breytingar á þeim atriðum sem greint er frá í umsókn skulu tilkynntar tölvunefnd og þurfa eftir atvikum samþykki hennar.
10. Tölvunefnd og starfsmenn hennar með umboði mega hvenær sem er skoða starfsstofur leyfishafa, tækjabúnða og vinnubrögð, sbr. ákvæði 31., 32., 33. og 35. gr. laga nr. 121/1989.
11. Tölvunefnd getur afturkallað leyfi þetta án fyrirvara, ef hagsmunir einstaklinga eða lögaðila um vernd einkamálefna krefjast þess.
Leyfi þetta fellur úr gildi 31. desember 1998."


3.4. Tilkynningar starfsleyfishafa um einstakar kannanir skv. 1. mgr. 24. gr.

Eftirtaldir starfsleyfishafar tilkynntu um og fengu samþykktar kannanir:
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands: Átján kannanir.
Gallup – Íslenskar markaðsrannsónir hf.: Sjö kannanir.
Hagstofa Íslands: Tvær kannanir.
Hagvangur: Ellefu kannanir.
Könnunarstofan Rynir ehf.: Þrjár kannanir.

3.5. Yfirlit yfir erindi sem var synjað.

Elsa Björk Friðfinnsdóttir, lektor (96/098). Nefndin synjaði beiðni um að mega, í rannsókn á reynslu kvenna með krabbamein, hafa beint og án milligöngu Krabbameinsfélags Íslands samband við væntanlega þátttakendur.
Heilsugæslustöðin á Ísafirði, Haraldur Erlendsson (96/126). Synjað var beiðni um rafræna samtengingu sjúkraskráa sjúklinga á Suðureyri, Súðavík og Þingeyri við tölvukerfi heilsugæslunnar á Ísafirði.
Húsavíkurkaupstaður, Sverrir Jónsson (96/325). Synjað var beiðni um að fá, frá Tryggingastofnun ríkisins, skrá yfir þá elli- og örorkulífeyrisþega sem nutu skertrar/óskertrar tekjutryggingar. Lagt var til að TR hefði milligöngu um útsendingu upplysinga til umræddra einstaklinga.
Jónas Fr. Jónsson, héraðsdómslögmaður (95/193). Synjað var beiðni um að Tölvunefnd aðhefðist varðandi meðhöndlun upplysinga úr álagninga- skrá. Synjun nefndarinnar byggðist m.a. á því að í ljósi fyrri afskipta nefndarinnar (sjá kafla 3.12.) yrði að telja yrði markalínu milli forráðasvæðis fjár-málaráðherra og Tölvunefndar um meðhöndlun skránna vera óljósa, auk þess sem rétt væri að bíða tillagna starfshóps um meðhöndlun upplysinga úr skránum.
Kreditkort hf. (96/134) óskaði leyfis til að mega afhenda bönkum og sparisjóðum upplysingar um kortanotkun einstakra korthafa. Nefndin synjaði þar sem hún taldi vera um að ræða upplysingar um fjárhagsmálefni sem ekki mætti miðla án samþykkis hins skráða (korthafa).
Markhúsið-markaðsstofa ehf. (96/187). Synjað var beiðni um að fá afhent frá Fasteignamati ríkisins úrtök með kennitölum.
Orkubú Vestfjarða (96/004). Synjað var beiðni um að fá, frá Tryggingastofnun ríkisins, skrá yfir þá einstaklinga í Vestfjarðakjördæmi sem nutu óskertrar tekjutryggingar. Lagt var til að TR hefði milligöngu um útsendingu upplysinga til umræddra einstaklinga.
Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (96/188). Synjað var beiðni um að mega safna upplysingum um nybúa vegna rannsóknar á högum þeirra. Tölvunefnd tók þó fram að ekki yrðu af hennar hálfu gerðar við það athugasemdir að RUM fengi frá Hagstofu Íslands persónuauðkennalausar tölfræðiupplysingar vegna slíkrar rannsóknar.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (96/074). Synjað var beiðni um að fá frá Fasteignamati ríkisins upplysingar um mögulegar eignir aðila sem sparisjóðurinn hafði í gegnum árin þurft að afskrifa skuldir hjá.
Stígamót (96/051). Synjað var beiðni um endurupptöku máls varðandi brot Stígamóta á lögum um persónuupplysingar. (Sjá kafla 3.12.) Byggðist synjun nefndarinnar einkum á því að ekki væri fullnægt skilyrðum 24. gr. stjórnsyslulaga nr. 37/1993.
Sveinn Reynisson (96/120). Sveini, sem fékk á árinu 1995 starfsleyfi samkvæmt 15. gr. persónuupplysingalaganna, var synjað um tölvuaðgang að gagnagrunnum syslumanna og héraðsdómsstóla í heild sinni. Byggðist synjunin á því að með slíkum aðgangi fengi hann (og aðrir starfsleyfishafar) of víðtækan upplysingaaðgang. Nefndin taldi eðlilegt að hann, eins og aðrir starfsleyfishafar, fengi aðeins þær upplysingar sem taldar eru upp í starfsleyfi hans.
Sveinn Reynisson (96/227). Synjað var beiðni um breytingu á starfsleyfi frá fyrra ári, skv. 15. gr. persónuupplysingalaganna, til að mega miðla upplysingum um fjárhagsmálefni með öðrum hætti en tíðkast hafði á íslenskum markaði. Byggðist synjunin á því að lögin gerðu ekki ráð fyrir slíkri upplysingamiðlun og að bíða bæri nyrra reglna sem væru í undirbúningi á þessu sviði.
Tryggingastofnun ríkisins (95/118). Synjað var beiðni um aðgang að upplysingum apótekanna um alla útgefna og afgreidda lyfseðla. Sjá nánar kafla 3.12 þar sem niðurstaðan er birt í heild sinni.
Upplysingaþjónustan ehf., Agnar Kofoed-Hansen (96/062). Synjað var beiðni um breytingu á starfsleyfi frá fyrra ári, skv. 15. gr. persónuupplysingalaganna, til að mega miðla upplysingum um fjárhagsmálefni með öðrum hætti heldur en þá hafði tíðkast á íslenskum markaði. Byggðist synjunin á því að lögin gerðu ekki ráð fyrir slíkri upplysingamiðlun og því að bíða bæri nyrra reglna sem væru í undirbúningi á þessu sviði.

3.6. Veitt álit og umsagnir um ymis mál.

Apótekarafélag Íslands (95/292) óskaði álits Tölvunefndar á þvi hvort Landlækni væri heimilt að fá frá lyfsölum upplysingar um lyfjaávísanir. Með vísun til 24. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 taldi Tölvunefnd landlækni hafa ótvíræða heimild til að krefjast slíkra upplysinga en ákvað jafnframt að ræða við hann um vörslu upplysinganna (um varðveislutíma og aðgang). Náðist sátt um að lyfsalar myndu tölvuskrá allar upplysingar af lyfseðlum á formi sem samþykkt var af landlækni og Tölvunefnd.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/024) óskaði umsagnar um hvort ráðuneytinu væri heimilt að tilkynna barnaverndarstofu um útgáfu ættleiðingarleyfa í þeim tilvikum þegar að fósturbörn væru ættleidd. Nefndin taldi, með vísun til 39. gr. laga nr. 58/1992 og með vísun lögboðins hlutverk barnaverndarstofu, að slíkar tilkynningar væru heimilar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/108) óskaði umsagnar um hvort því bæri að heimila aðilum, með starfsleyfi skv. 15. gr. persónuupplysingalaga, tölvuaðgang að gagnagrunnum syslumanna og héraðsdómsstóla í heild sinni. Þar sem umrædd tölvukerfi voru þannig uppbyggð að torvelt var að taka út einvörðungu þær upplysingar sem starfsleyfishafar mega safna lagði nefndin til að ráðuneytið synjaði um slíkan aðgang. Lagði nefndin til að starfsleyfishafar fengju aðeins þær upplysingar sem tilgreindar eru í starfsleyfi hvers og eins að því marki sem það væri tæknilega unnt.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/168) óskaði umsagnar um hvort því bæri að veita Upplysingaþjónustunni ehf. tölvuaðgang að þinglysingaskrá. Með vísun til 9. og 13. gr. rgl. nr. 283/1996, mælti Tölvunefnd með því.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/193) óskaði álits nefndarinnar á því að syslumannsembætti afhentu Reiknistofunni ehf. upplysingar um árangurslaus fjárnám og að héraðsdómstólar afhentu henni upplysingar um uppkveðna dóma og áritaðar stefnur. Samkvæmt starfsleyfi Reiknistofunnar er henni heimilt að safna slíkum upplysingum og miðla þeim. Með vísun til þess kvaðst Tölvunefnd, fyrir sitt leyti, ekki gera athugasemdir við að embættin afhentu umrædd gögn.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/196) óskaði umsagnar um hvort og þá hvaða takmörk skyldi setja við veitingu aðgangs að tölvukerfi fyrir lögskráningu sjómanna. Þar sem Tölvunefnd taldi umrætt tölvukerfi ekki hafa að geyma viðkvæmar persónuupplysingar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, gerði hún ekki athugasemdir við veitingu almenns aðgangs að kerfinu. Nefndin benti hins vegar á að eðlilegt væri að ábyrgðaraðili skrárinnar markaði sjálfur almenna stefnu um notkun skrárinnar og miðlun upplysinga úr henni.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/197) óskaði umsagnar um hvort því bæri að veita Ármannsfelli ehf. tölvuaðgang að þinglysingaskrá. Þar sem nefndin taldi að af rgl. nr. 283/1996 mætti ráða að vilji ráðuneytisins, sem ábyrgð bæri á skránum, stæði til að takmarka slíkan aðgang, ákvað hún að mæla ekki með veitingu umbeðins aðgangs.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/206) óskaði umsagnar um hvort því bæri að veita B.M. Vallá hf. tölvuaðgang að þinglysingaskrá. Þar sem nefndin taldi að af rgl. nr. 283/1996 mætti ráða að vilji ráðuneytisins, sem ábyrgð bæri á skránum, stæði til að takmarka slíkan aðgang, ákvað hún að mæla ekki með veitingu umbeðins aðgangs.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/280) óskaði umsagnar um hvort og í hvaða mæli veita bæri SVR aðgang að upplysingum úr skrám lögreglu um afskipti hennar af ökulagi vagnstjóra. Með vísun til almannahagsmuna lagði nefndin til að forstjóri SVR fengi upplysingar úr málaskrá lögreglu um þau umferðarlagabrot vagnstjóra í starfi sem leitt hefðu til beitingar sérstakra viðurlaga, enda yrði viðkomandi vagnstjóra ávallt tilkynnt um slíka miðlun upplysinga.
Félagsmálaskrifstofa Garðabæjar (96/320) óskaði umsagnar um hvort skrifstofunni bæri að beita allsherjarnefnd Alþingis upplysingar um veitta aðstoð við tiltekinn einstakling. Beiðni allsherjarnefndar tengdist afgreiðslu á umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Tölvunefnd taldi, með vísun til persónuverndarsjónarmiða, almennt óæskilegt að félagsmálayfirvöld miðluðu slíkum upplysingum. Taldi nefndin æskilegra að allsherjarnefnd beindi beiðni um slíkar upplysingar beint til viðkomandi einstaklings.
Félagsvísindadeild H.Í., Ólafur Þ. Harðarson (96/174) óskaði álits á því hvort veita mætti norrænum samstarfsaðilum aðgangr að gögnum, annars vegar úr norrænni þingmannakönnun og hins vegar úr tilgreindri þjóðmálakönnun stofnunarinnar. Þar sem umrædd gögn innihéldu hvorki persónuauðkenni né upplysingar um einstaka menn gerði Tölvunefnd engar athugasemdir við slíkan aðgang.
Fjármálaráðuneytið (96/080) óskaði umsagnar um drög að reglugerð um birtingu útgáfu og aðra meðferð upplysinga úr álagningaskrá, skattskrá og virðisaukaskrá. Í umsögn Tölvunefndar voru lagðar til tvær breytingar á fyrirliggjandi drögum, m.a. sú að öll útgáfa á upplysingum úr álagningaskrá skyldi vera óheimil, nema á meðan hún lægi frammi til synis hjá skattstjórum. Síðar óskaði ráðuneytið umsagnar um reglugerðina í endanlegri mynd (Rgl nr. 176/1996). Umsögn Tölvunefndar er birt í heild í kafla 3.12.
Fjármálaráðuneytið (96/268) óskaði umsagnar um tillögur starfshóps að breytingum á gildandi reglum um innheimtu skatts af tímaritum. Nefndin taldi upplysingar um tímaritaáskrift einstaklinga geta talist persónuupplysingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi og taldi myndun skráa með upplysingum um hvaða tímarit menn keyptu í áskrift vera andstæða sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Með vísun til þess lagðist nefndin gegn setningu reglugerðar sem mælti fyrir um myndun slíkra skráa.
Framleiðsluráð landbúnaðarins (95/279) óskaði umsagnar um hvort framlagning sjóðagjaldskrár (skrár yfir sjóðagjaldaskil einstakra garðyrkjustöðva) væri heimil. Tölvunefnd lagðist gegn veitingu almenns aðgangs að skrám yfir sjóðagjaldskil einstakra garðyrkjustöðva og vísast um efni umsagnarinnar til kafla 3.12.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis (96/150) spurðist fyrir um hvort Þjóðskjalasafni Íslands bæri, við niðurlagningu fræðsluskrifstofunnar, að fá afhenta dagála skjólstæðinga sálfræðideilda skóla. Tölvunefnd taldi að í lögum um Þjóðskjalasafn nr. 66/1985 væri að finna lagaheimild til slíkrar upplysingamiðlunar. Þá benti nefndin á að um aðgang að gögnunum þar færi samkvæmt ákvæðum upplysingalaga en ekki lögum um meðferð persónuupplysinga.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis (96/149) óskaði álits nefndarinnar á því hvort Jöfnunarsjóði sveitarfélaga (félagsmálaráðuneytinu) væri heimilt að krefja sig um upplysingar um nöfn, kennitölur og fötlun tiltekinna barna. Jöfnunarsjóðurinn óskaði upplysinganna í því skyni að geta komið til móts við sveitarfélög vegna kostnaðar þeirra við sérkennslu. Nefndin taldi sjóðnum heimilt að fá umrædd gögn að tilteknum skilyrðum uppfylltum og vísast um niðurstöðu hennar til kafla 3.12.
Háskóli Íslands (96/105) óskaði umsagnar um beiðni Springer-Verlag, GmbH & Co.KG um að fá lista yfir háskólakennara. Nefndin mælti gegn afhendingu slíks lista.
Heilsugæslustöðin Sólvangi, Þorsteinn Njálsson (96/139) óskaði umsagnar um hvort staðlaðar samþykkisyfirlysingar á tjónstilkynningareyðublöðum tryggingafélaga væru nægur grundvöllur fyrir aðgangi tryggingafélags að sjúkraskrá viðkomandi einstaklings. Nefndin taldi að takmarka bæri aðgang tryggingafélaga við þær upplysingar sem máli skiptu við mat á því einstaka tjónstilviki sem til úrlausnar væri hverju sinni. Taldi nefndin staðlaðar yfirlysingar á slíkum tjónstilkynningareyðublöðum ekki vera nægan grundvöll fyrir aðgangi tryggingafélags að sjúkraskrá tjónþola. Til slíks þyrfti að koma ótvírætt skriflegt samþykki viðkomandi sjúklings (tjónþola) þar sem nákvæmlega kæmi fram hvaða upplysingar hann samþykkti að tryggingafélagið fengi.
Kennslusvið H.Í. (96/228) óskaði álits varðandi heimildir þess til að láta út tölvuskrár yfir stúdenta og um að heimila öðrum leit í skrám á heimasíðum háskólans með nöfnum stúdenta, tölvunetföngum, símanúmerum o.fl. Varðandi fyrri liðinn taldi nefndin að almennt bæri ekki að afhenda slíkar skrár á tölvutæku formi. Varðandi seinni liðinn gerði nefndin ekki athugasemdir en benti á að viðhafa bæri sérstakar ráðstafanir ef skrárnar væru varðveittar á tölvu sem með einhverjum hætti tengdist öðrum tölvuskrám með viðkvæmum persónuupplysingum svo sem um prófárangur og þess háttar.
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Íslands, Jón Hallsson (96/119) óskaði umsagnar um hvort honum bæri að verða við beiðni um afhendingu lista yfir lífeyrisþega sjóðsins. Þar sem um var að ræða upplysingar um fjárhagsmálefni einstaklinga, og að því gættu að nefndin taldi slíka upplysingamiðlun ekki vera eðlilegan þátt í starfsemi sjóðsins, lagði hún til að beiðninni yrði hafnað.
Menntamálaráðuneytið (96/182) óskaði umsagnar um beiðni sem því hafði borist frá Markaðsbankanum ehf. um að fá frá framhaldsskólum lista yfir útskriftarnemendur. Nefndin sá ekki ástæðu til að gera, út frá persónuverndarsjónarmiðum athugasemdir við slíka afhendingu en lagði til að menntamálaráðuneytið markaði sjálft stefnu um notkun slíkra nemendalista í markaðssetningarstarfsemi.
Póst- og símamálastofnunin (96/099) óskaði álits varðandi miðlun upplysinga úr skrám póst og síma til fangelsismálastofnunar og um túlkun á skráningarleyfi Pósts og Síma dags. 14. nóvember 1995 í því sambandi. Nefndin taldi fangelsismálastofnun hafa í umræddu tilviki verið rétthafa síma í skilningi D-liðs 3. tl. III. kafla framangreinds leyfis og gerði því ekki athugasemdir við umrædda afhendingu.
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna (96/142) óskaði umsagnar um þá aðferð sem þar er viðhöfð við skráningu og söfnun persónuupplysinga. Tölvunefnd sá ekki ástæðu til athugasemda en áréttaði þó mikilvægi nafnleyndar og trúnaðar og að yrði ekki miðlað persónugreindum upplysingum til óviðkomandi aðila. Þá áskildi nefndin sér rétt til íhlutunar um hvað gert yrði við persónugreind gögn að liðnum þeim tveggja ára reynslutíma sem gildir um rekstur ráðgjafarstofunnar.
Ríkisskattstjóri (96/082) óskaði umsagnar um beiðni Upplysingaþjónustunnar ehf. um að fá skatta- og útsvarsskrá afhenta á tölvutæku formi. Með vísun til þess að nefndin taldi að í fjármálaráðuneytinu væri unnið að gerð reglna um meðferð skránna lagði hún til að beðið yrði með afgreiðslu málsins þar til þær lægju fyrir.
Samband íslenskra tryggingafélaga (96/290) óskaði umsagnar um samning S.Í.T. og aðildarfélaga þess annars vegar og F.M.R. hins vegar um starfrækslu gagnabanka vegna lögboðinna brunatrygginga húseigna. Umsagnarinnar var óskað samkvæmt skilmála í heimild Tölvunefndar frá því í nóvember 1994 fyrir tilvist gagnabankans og aðgangi að honum. Nefndin gerði engar athugasemdir við samninginn.
Samstarfsnefnd um samræmda neyðarsímsvörun (96/133) óskaði umsagnar um drög að reglugerð sem sett var með stoð í lögum um samræmda neyðarsímsvörun nr. 25/1995. Umsögn nefndarinnar laut einkum að breytingum á 13. og 14. gr. umræddra reglugerðardraga.
Siglingastofnun (96/284) óskaði umsagnar um hvort afhending skipaskrár stofnunarinnar á tölvutæku formi bryti í bága við persónuupplysingalög. Nefndin taldi svo ekki vera enda yrði gætt tilgreindra skilmála um slíka afhendingu.
Sjúkrahús SÁÁ Vogi (96/092) óskaði álits varðandi lagalega skyldu stofnunarinnar til að afhenda Tryggingastofnun ríkisins upplysingar um innritaða sjúklinga. Nefndin staðfesti fyrri afstöðu sína þess efnis að sjúkrastofnunum bæri aðeins að veita TR upplysingar um kennitölu einstaklings á innlögn, kennitölu innlagnarstofnunar, innlagnar- og brottfarardag og tegund deildar en annað ekki.
Skerpla (96/293) óskaði álits varðandi lögmæti þess að birta í skipaskrá (handbók fyrir skipstjórnarmenn) upplysingar um útgerðaraðila, sem í mörgum tilvikum væru ekki þeir sömu og skráðir eigendur og um símanúmer og standard A og C númer skipa. Nefndin sá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við slíkt, enda yrði gætt tilgreindra skilmála um þá afhendingu.
Upplysingamiðstöð myndlistar, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir (96/015) spurði um lögmæti þess að stofna gagnabanka með upplysingum um íslenska myndhöfunda og verk þeirra, syningar, námsframboð, tryggingar o.fl. Nefndin taldi ákvæði persónuupplysingalaganna ekki standa í vegi fyrir myndun umrædds gagnabanka.
Yfirskattanefnd (96/159) spurði hvort sér væri heimilt að afhenda ríkisskattstjóra úrskurði ríkisskattanefndar og yfirskattanefndar. Til stóð að nota úrskurðina við gerð leiðbeininga um túlkun og framkvæmd laganna. Tölvunefnd kvaðst vera samþykk slíkri afhendingu að því tilskildu að fyrst yrðu felld út nöfn skattaaðila og önnur persónuleg auðkenni þeirra.

3.7. Svör við fyrirspurnum.

Áslaug Friðriksdóttir og Ólafur Arnarson (96/058). Svarað var fyrirspurn um hvort stofnun vinnumiðlunar á internetinu færi gegn ákvæðum persónuupplysingalaga var svarað neitandi.
Council of Europe, Secretariat General (96/147). Svarað var fyrirspurn um möguleg nymæli á sviði persónuupplysingaverndar og hvort settar hefðu verið sérreglur um þátt Internetsins í vinnslu þeirra og dreifingu.
Datatilsynet (96/229). Svarað var fyrirspurn um hvort reglur hafi verið settar um varðveislu persónuupplysinga á netttengdum tölvum.
European Commission, Data Protection Working Party (96/305). Svarað var ítarlegum spurningalista um löggjöf og reglur á sviði persónuupplysingaverndar hér á landi og með hvaða hætti þær kynnu að skarast við tilskipun ESB um friðhelgi einkalífs og verndun persónuupplysinga.
Krabbameinsfélag Íslands (96/029). Félagið hafði fengið fyrirspurn frá erlendum aðila, J.F.Kotalik, sem það beindi áfram til Tölvunefndar. Nefndin leiðbeindi félaginu um með hvaða hætti það gæti svarað fyrirspurninni.

3.8. Kvartanir yfir einstökum listum og skrám.

Ásgeir G. Överby (95/295) kvartaði yfir því að hagstofan dreifði nafni sínu "á tölvutæku formi til fyrirtækja og stofnana utan kerfisins, svo sem banka, dagblaða, útvarps o.s.frv.". Að fenginni umsögn Hagstofunnar sá Tölvunefnd ekki ástæðu til sérstakra aðgerða af tilefni máls þessa.
Christel Bech (96/125) kvartaði yfir meðferð persónuupplysinga í rannsókn Ólafs Mixa og Péturs Lúðvígssonar á verkjaheilkennum í reykvískum skólabörnum. Nefndin taldi að fengnum skyringum læknanna ekki ástæðu til sérstakra aðgerða en ítrekaði tilmæli sín um að aðeins yrði til eitt eintak af kennitölulykli og það yrði afhent Tölvunefnd til varðveislu.
Einar Eiríksson (96/307) kvartaði yfir að fá ekki umbeðin gögn afhent hjá Reiknistofunni ehf. Nefndin hafði milligöngu um afhendingu gagnanna.
Jón & Jón auglysingastofa ehf. (96/180) kvartaði yfir skrá Reiknistofunnar ehf. og krafðist þess að hún yrði svipt starfsleyfi sínu. Þar sem Tölvunefnd taldi ekki mega, með óyggjandi hætti ráða af gögnum málsins að Reiknistofan ehf. hefði brotið umrædda skilmála, hafnaði hún kröfunni.
Jón & Jón auglysingastofa ehf. (96/195) kvartaði yfir skráningu Tollstjóraembættisins á upplysingum um fjárhagsmálefni í innheimtumálaskrá. Tölvunefnd taldi um vera að ræða skrá sem eðlilegt væri að embættið héldi vegna starfsemi sinnar en áréttaði hins vegar að skrána mætti Tollstjóri aðeins nota til einkanota og að miðlun upplysinga úr henni væri honum óheimil. Þá setti Tölvunefnd Tollstjóra skilmála um eyðingu upplysinga úr skránni.
Kristján Pálsson (96/141) kvartaði yfir því að nafn hans hafi verið fært á skrá Reiknistofunnar ehf. Nefndin upplysti manninn um rétt sinn.
Pétur Már Sigurðsson (96/274) kvartaði yfir notkun þjóðskrár við dreifingu pósts til barna. Tölvunefnd aflaði umsagnar hagstofunnar og sá, með vísun til þeirra skyringa, ekki ástæðu til sérstakra aðgerða.
Sigríður Halldórsdóttir (96/212) kvartaði yfir að ökutækjaskrá Bifreiðaskoðunar Íslands hf. væri notuð við útsendingu happdrættismiða Bandalags íslenskra skáta. Lagði nefndin fyrir BÍS að hlíta settum skilmálum og að ella kynni næst að verða synjað um slíka áritun.
TB-Tæknibúnaður hf., Sigurður P. Hauksson (96/216) kvartaði yfir skráningu nafns fyrirtækisins í upplysingarit Reiknistofunnar ehf. Þar sem í ljós kom að umrætt nafn hafði þegar verið afmáð af skránni kom ekki til frekari aðgerða.3.9. Erindi varðandi aðgang að einstökum skrám, afhendingar úr einstökum skrám og samtengingu skráa.
Alþjóðleg miðlun, Gísli Maack (96/221) óskaði leyfis til að mega nota bifreiðaskrá við rekstur á bifreiðatryggingum IBEX Motor Policies at L'loyds á Íslandi. Nefndin samþykkti að fyrirtækið fengi aðgang að Bifreiðaskrá með sama hætti og aðrir sem stunduðu sambærilegar vátryggingar, en lagði til að þannig yrði frá hugbúnaðinum gengið að hinn erlendi vátryggjandi hefði takmarkaðan aðgang að skránni.
Apótekarafélag Íslands (95/213) óskaði aðgangs að tilteknum upplysingum Tryggingastofnunar ríkisins um bótaþega. Nefndin samþykkti tiltekinn aðgang að upplysingum um örorku- og ellilífeyrisþega en synjaði aðgangs að upplysingum um handhafa lyfjaskírteina. Niðurstaða nefndarinnar er birt í heild sinni í kafla 3.12.
Atvinnuleysistryggingasjóður (96/203) óskaði heimildar til uppflettiaðgangs að tölvukerfi Tryggingastofnunar ríkisins. Með vísun til lögboðins hlutverks sjóðsins var heimild veitt en bundin sérstökum skilyrðum eins og nánar greinir í kafla 3.12.
Ásmundur G. Vilhjálmsson (96/239) óskaði aðgangs að öllum úrskurðum ríkisskattanefndar og yfirskattanefndar. Nefndin samþykkti, með vísun til þess vísindatilgangs sem að baki beiðninnar bjó, að veita umbeðinn aðgang með þeim skilmálum sem umsækjandi hafði lagt til.
Bandalag íslenskra skáta (96/212) óskaði leyfis til að mega fá áritun Bifreiðaskoðunar Íslands hf. á happdrættismiða bandalagsins. Umbeðin heimild var veitt og meðal annars bundin þeim skilmála að skráningarnúmer ökutækja yrðu einungis notuð við áritun til viðtakanda en hlaupandi númer yrðu notuð sem einkenni happdrættismiða við útdrátt.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar (96/013) óskaði aðgangs og samtengingar við skrár Tryggingastofnunar ríkisins varðandi húsaleigureikninga bótaþega. Að því gættu að einungis yrði aflað upplysinga um þá sem til þess slíkt hefðu samþykkt gerði Tölvunefnd ekki athugasemdir við slíka samtengingu.
Háskóli Íslands (96/086) óskaði eftir að fá afhenta lista framhaldsskólanna yfir væntanlega stúdenta, í því skyni að senda þeim kynningarefni í viðskipta- og hagfræðideild. Nefndin gerði ekki athugasemdir.
Hollvinasamtök Háskóla Íslands (96/071) óskuðu leyfis til að nota þjóðskrá til að uppfæra heimilisföng á ymsum skrám. Tölvunefnd taldi slíkt ekki leyfisskylt en vakti athygli á ákvæði 21. gr. laganna.
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma (95/290) höfðu afhent verktökum um lysingarframkvæmdir nafnaskrá leiðishafa til að þeir gætu notað þær í markaðssetningarskyni. Tölvunefnd taldi slíka afhendingu ekki vera heimila og benti kirkjugörðunum á að hyggðust þeir afhenda öðrum nafnalista úr eigin skrám þyrftu þeir að hafa starfsleyfi skv. 21. gr.
Knattspyrnuráð ÍBV (96/310) óskaði leyfis til að mega nota skrá yfir götunöfn og húsnúmer við áritun á happdrættismiða ráðsins. Umbeðin heimild var veitt og meðal annars bundin þeim skilmála að götu- og húsnúmer yrðu einungis notuð til áritunar til viðtakenda en hlaupandi númer notuð sem einkenni happdrættismiða við útdrátt.
KPMG Lögmenn ehf. (96/261) óskuðu leyfis til að mega nota þjóðskrá við dreifingu svokallaðra fríkorta til landsmanna. Nefndin samþykkti slíka notkun þjóðskrár að því tilskildu að þeim sem óskað hefðu "bannmerkingar" yrðu ekki send slík kort og að viðtakendum kortanna yrði greint frá hvað yrði um þá skráð og hvernig þeir gætu fengið upplysingar um sig afmáðar.
Neyðarlínan hf., Eiríkur Þorbjörnsson (96/129). Tölvunefnd heimilaði samtengingu skrár Neyðarlínunnar hf. um símtöl til neyðarvaktstöðva við símaskrá Pósts- og símamálastofnunarinnar.
Rannsóknarlögregla ríkisins (95/298) óskaði aðgangs að fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins með leitarmöguleikum eftir kennitölum. Nefndin samþykkti slíkan aðgang með vísun til laga og rannsóknarhlutverks RLR en batt heimildina skilmálum eins og nánar er lyst í kafla 3.12.
Samband íslenskra sparisjóða (96/166) óskaði aðgangs að afriti virðisaukaskattskrár ríkisskattstjóra á tölvutæku formi. Nefndin heimilaði aðganginn en áréttaði að notkun skrárinnar í því skyni að annast markpóstáritun fyrir aðra væri óheimil án sérstaks starfsleyfis.
Sjúkrahús Reykjavíkur (96/072) óskaði aðgangs að skrá Tryggingastofnunar ríkisins yfir afsláttarkorthafa, elli- og örorkulífeyrisþega og að mega samtengja þær við reikningagerðakerfi sjúkrahússins. Að fenginni umsögn landlæknis og að ymsum sjónarmiðum virtum var aðgangurinn heimilaður en lagt fyrir sjúkrahúsið að hefja undirbúning að beinlínutengingu við TR þannig að sjúkrahúsið fengi aðeins aðgang að upplysingum um þá einstaklinga sem þangað leituðu en ekki um aðra. Sjá kafla 3.12.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (96/163) óskaði leyfis til að mega nota skrá pósts og síma til áritunar í símahappdrætti félagsins. Umbeðin heimild var veitt og meðal annars bundin þeim skilmála að símanúmer yrðu einungis notuð við áritun til viðtakanda en hlaupandi númer notuð sem einkenni happdrættismiða við útdrátt.
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Reykjanesi (95/247) óskaði aðgangs að tilgreindum upplysingum úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins. Aðgangurinn var heimilaður með þeim skilmálum sem TR lagði til, m.a. þeim að engir nafnalistar yrðu afhentir.
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Reykjanesi (96/111) óskaði leyfis til að mega afhenda samstarfsstofnunum upplysingar um fatlaða þjónustuþega. Að fengnum jákvæðum umsögnum ymissa aðila ákvað nefndin að veita umbeðna heimild bundna skilyrðum um trúnað o.fl.
Umgjörð ehf. (96/233) óskaði leyfis til að mega samkeyra ymsar skrár vegna skyrslugerðar um atvinnuleysi í Reykjavík sem unnin var fyrir atvinnumálanefnd Reykjavíkur. Umbeðin samkeyrsluheimild var veitt.
Vinnueftirlit ríkisins (96/036) óskaði heimildar til að fá skrá frá heilsusögubanka leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands og tengja hana við skrá úr rannsókn á bróstakrabbameini meðal hjúkrunarfræðinga í því skyni að tryggja áreiðanleika rannsóknarniðurstaðna. Tölvunefnd samþykkti samkeyrsluna að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Þórður H. Hilmarsson (96/317) óskaði leyfis til að fá frá embætti ríkisskattstjóra tilteknar upplysingar um virðisaukaskattskyldaveltu. Þar sem engra persónutengdra upplysinga var óskað veitti Tölvunefnd umbeðið leyfi.


3.10. Erindi varðandi skráningu persónuupplysinga á ymsum vettvangi.

Fangelsið Litla-Hrauni, Jón Sigurðsson yfirfangavörður (95/294). Fangelsið óskaði heimildar til að mega skrá upplysingar um símtöl fanga í einkasímstöð fangelsisins. Var umbeðin heimild veitt og byggðist sú ákvörðun á öryggishlutverki slíkrar skráningar og sjónarmiðum um almanna hagsmuni. Heimildin var bundin ymsum skilmálum þar á meðal um í hvaða tilvikum prenta mætti út skráðar upplysingar, um hverjir hafa mættu aðgang að gögnum um valin símanúmer, um eyðingu skráðra upplysinga að liðnum sex mánuðum frá skráningu og að föngum yrði ítarlega greint frá umræddri skráningu og tilhugun hennar að öllu leyti.
Heimili og skóli, Unnur Halldórsdóttir framkv.stj. (96/315). Tölvunefnd heimilaði að samtökin héldu skrá yfir símtöl til samtakanna. Samþykkið byggðist á því að ekki þótti vera um skráningu viðkvæmra upplysinga að ræða, en þó voru til öryggis settir skilmálar í því skyni að tryggja vernd persónuupplysinga.


3.11. Önnur mál.
Filippínska-íslenska félagið, Alexander G. Björnsson (96/210) kvartaði yfir gagnasöfnun með spurningalista sem birtur var í tímaritinu F.I.A. – NEWS, enda væri tímaritið gefið út í nafni félagsins en ekki komið frá stjórn þess. Tölvunefnd benti viðkomandi á að leita annarra leiða t.d. að leita aðstoðar lögreglu eða að senda félagsmönnum tilkynningar um að gagnasöfnunin færi ekki fram á vegum félagsins.
H.G. (96/132) óskaði liðsinnis Tölvunefndar við öflun upplysinga um hvernig vinnuveitanda sonar hans bárust upplysingar um aðild sonarins að innbrotsmáli. Urðu lyktir málsins þær að RLR tók að sér að leiða í ljós hvort, og þá hvernig, öryggisgæsla fyrirtækisins hefði fengið upplysingar um ætlaða refsiverða háttsemi sonarins.
Íslensk erfðagreining hf. (96/296). Fyrirtækið óskaði eftir að fá að varðveita greiningarlykla í rannsóknum sínum. Var fallist á þá ósk en með þeim skilmála að áður en lífsyni og önnur viðkvæm rannsóknargögn bærust fyrirtækinu færu þau um hendur sérstaklega skipaðra tilsjónarmanna, sem jafnframt hefðu eftirlit með úrvinnslu gagnanna hjá fyrirtækinu.
Ívar Pétur Guðnason (95/276). Ívar leitaði liðsinnis Tölvunefndar til að fá aðgang að tilteknu bréfi í vörslu utanríkisráðuneytisins. Með vísun til þess að nefndin taldi hagsmuni hans af því að geta kynnt sér efni umrædds skjals vega þyngra en hagsmuni ráðuneytisins af því að meina honum um slíkan aðgang var niðurstaðan sú að ráðuneytinu væri skylt að afhenda Ívari umrætt skjal. Úrskurður nefndarinnar birist í heild sinni í kafla 3.12.
Póst- og símamálastofnunin (96/301). Tölvunefnd lagði fyrir Póst- og síma að kynna ítarlega á baksíðu símaskrár tilvist númerabirtingar og hvernig unnt væri að varast númerabirtingu.
Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, Valgarður Egilsson læknir (95/101). Að undangenginni athugun á rannsóknarvinnu á frumulíffræðideild rannsóknarstofunnar á erfðafræði krabbameins lagði Tölvunefnd fyrir rannsóknarstofuna að afmá af rannsóknargögnum öll persónuauðkenni (þ.e. að tilt. úrvinnslu lokinni) og setja númer í þeirra stað. Gera mátti eitt eintak af greiningarlykli og varðveita hann hjá landlækni.
Reynir Arngrímsson dósent (96/211) óskaði eftir að fara sem fulltrúi Tölvunefndar á alþjóðlegt þing um söfnun á DNA-erfðaefnasynum til notkunar í vísindarannsóknum. Vegna takmarkaðra fjárveitinga sá Tölvunefnd sér ekki fært að veita umbeðinn styrk til fararinnar.
Stígamót (96/051). Tölvunefnd tók mál þetta til umfjöllunar að eigin frumkvæði og taldi að samtökin hefðu, með því að upplysa fjölmiðla um nöfn þolenda og meints fremjenda kynferðislegs ofbeldis, gerst brotleg við ákvæði laga um meðferð persónuupplysinga. Er úrskurður nefndarinnar birtur í heild sinni í kafla 3.12.
S.Þ.H. (96/030) óskaði liðsinnis Tölvunefndar við að fá aðgang að upplysingum um nöfn afkomenda barnsföður síns. Að fengnum umsögnum umboðsmanns barna og Hagstofu Íslands var niðurstaða sú að konan ætti rétt á að fá umbeðnar upplysingar að því marki sem slík afhending væri tæknilega möguleg.
Tryggingastofnun ríkisins (96/109). Af tilefni frétta í fjölmiðlum um samstarf T.R. og Háskóla Íslands sem leiða myndi af sér stóraukinn aðgang að gögnum stofnunarinnar minnti Tölvunefnd T.R. á að umrædd gögn hefðu, í flestum tilvikum, að geyma viðkvæmar persónuupplysingar og að fara bæri að ákvæðum 5. gr. laganna um aðgang að þeim. Þá sendi nefndin tilkynningu til háskólarektors með ósk um að hann kynnti afstöðu Tölvunefndar fyrir þeim aðilum innan háskólans sem hún kynni að varða.
Þráinn Nóason (95/134) óskaði, í framhaldi af fyrra máli hans (sjá ársskyrslu 1995), eftir að fá aðgang að tilteknum fylgigögnum sem Búnaðarsamband Snæfells- og Hnappadalssyslu sendi Framleiðsluráði landbúnaðarins varðandi úthlutanir fullvirðisréttar. Tölvunefnd taldi hann eiga rétt á að fá aðgang að öllum upplysingum sem þyðingu hefðu við mat á því hvort jafnræðis hafi verið gætt við umrædda úthlutun aukins fullvirðisréttar, bæði í fullvirðisréttarskránum sjálfum og í öðrum gögnum sem málið kynnu að varða.

3.12. Nánari greinargerð um einstakar afgreiðslur.

Flestar afgreiðslu eru birtar í heild sinni í þessum kafla, aðrar lítillega styttar.

3.12.1. – Apótekarafélag Íslands (95/213).

Apótekin óskuðu eftir að fá aðgang að upplysinum Tryggingastofnunar ríkisins um alla bótaþega. Tölvunefnd samþykkti beiðnina aðeins að hluta til en synjaði að öðru leyti. Niðurstaða hennar kemur fram í bréfi, dags. 24. janúar 1997, þar sem segir:
"Tölvunefnd vísar til fyrri bréfaskipta varðandi heimild fyrir því að apótekin fái aðgang að upplysingum Tryggingastofnunar ríkisins um bótaþega.

I.
Upplysingar sem óskað er aðgangs að.

Þær upplysingar sem apótekin óska aðgangs að eru eftirfarandi:
1. Um örorkulífeyrisþega, sem eru 75% öryrkjar eða meira.
a. Upplysingar um kennitölu.
b. Upplysingar um gildistíma örorkumats.
2. Um ellilífeyrisþega (65-67 ára, sbr. þó sérreglur um sjómenn).
a. Um kennitölu.
3. Um handhafa lyfjaskírteina.
a. Um kennitölur.
b. Um ATC-númer lyfs eða lyfja.
c. Um greiðsluþátttöku TR.
d. Um skammtastærð.
e. Um gildistíma lyfjaskírteinis.


II.
Tilefni beiðninnar.

Framangreindir aðilar njóta sérkjara við lyfjakaup. Til þessa mun hvert apótek um sig hafa myndað eigin skrá um þessa aðila eftir því sem þeir hafa komið þangað í viðskipti. Sú skráning hefur ekki reynst fullnægjandi þar sem hún hefur ekki tryggt nægilega vel að viðkomandi nyti rétt sinn til lægra lyfjaverðs. Hafi viðkomandi ekki bent á rétt sinn (ekki framvísað skírteini sínu) og ekki verslað í apótekinu áður (og þá verið færður á skrá þess) hefur hann e.t.v. greitt lyfið fullu verði. Til að fyrirbyggja slíkt er farið fram á að apótekin fái reglulega lista frá Tryggingstofnun ríkisins yfir alla þá sem á hverjum tíma mynda umræddan hóp.


III.
Niðurstaða.

Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga er, án heimildar í öðrum lögum, eigi heimilt að skyra frá upplysingum um einkamálefni einstaklinga nema með samþykki hans eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar getur Tölvunefnd þó heimilað að skyrt verði frá slíkum upplysingum ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd ræddi mál þetta á fundi sínum þann 22. þ.m. og skoðaði m.a. þá hagsmuni sem hér vegast á og þau rök sem fram hafa komið fyrir aðgangi að umræddum upplysingum. Samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að apótekin fái aðgang að umbeðnum upplysingum um örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega. Nefndin féllst hins vegar ekki á að apótekin fái aðgang að umbeðnum upplysingum Tryggingastofnunar um handhafa lyfjaskírteina. Byggist sú niðurstaða annars vegar á því að hér getur verið um afar viðkvæmar upplysingar að ræða sem óvíst er að sjúklingur vilji að aðrir lyfsalar hafi aðgang að en sá sem hann kys að eiga viðskipti við hverju sinni, og hins vegar á því að um tiltölulega þröngan hóp er að ræða, sem þegar af kostnaðarástæðum er ekki mjög líklegur til gleyma að framvísa lyfjaskírteini sínu."


3.12.2. — Atvinnuleysistryggingasjóður (96/203).

Atvinnuleysistryggingasjóði var veitt heimild til uppflettiaðgangs að tölvukerfi Tryggingastofnunar ríkisins fyrir starfsmenn sína. Heimild Tölvunefndar, dags. 22. október 1996, er svohljóðandi:
"Tölvunefnd vísar til bréfs yðar dags. 24. sl. varðandi beiðni Atvinnuleysistryggingasjóðs um heimild til uppflettiaðgangs að tölvukerfi Tryggingastofnunar ríkisins fyrir starfsmenn sína. Í beiðni yðar segir m.a.:
"Ástæða þessa er að í 4. mgr. 23. gr. laga nr. 93/1993 með síðari breytingum um atvinnuleysistryggingar segir: "Elli- og örorkulífeyrir, svo og örorkustyrkur frá Tryggingastofnun ríkisins, skal koma til frádráttar atvinnuleysisbótum [Nú fær bótaþegi ekki fullar atvinnuleysisbætur og skal þá eingöngu skerða bæturnar hlutfallslega.]1)". Það er eingöngu grunnlífeyrir ofangreindra bótaflokka sem kemur til skerðingar atvinnuleysisbótum."
Með bréfi, dags. 17. ágúst sl., óskaði Tölvunefnd umsagnar Tryggingastofnunar ríkisins um beiðni yðar. Í umsögn Tryggingastofnunar, dags. 25. september sl., segir að stofnunin samþykki að veita Atvinnuleysistryggingasjóði aðgang að þeim takmörkuðu upplysingum sem um er beðið.
Varðandi beiðni þessa skal tekið fram að um aðgang að persónuupplysingum gildir sú meginregla, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, að án heimildar í öðrum lögum er aðgangur að þeim óheimill nema fyrir liggi samþykki hins skráða eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Hvorki er að finna í sérlögum ákvæði sem heimila Atvinnuleysistryggingasjóði slíkan aðgang að skrá Tryggingastofnunar ríkisins né kemur fram í beiðni yðar að fyrir liggi samþykki allra þeirra skráðu. Í 2. mgr. 5. gr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geti Tölvunefnd heimilað að skyrt verði frá slíkum upplysingum ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd hefur rætt mál þetta á fundum sínum 3. og 21. þ.m. Með vísun til hlutverks Atvinnuleysistryggingasjóðs, sbr. II. kafla laga um atvinnuleysistryggingar nr. 93/1993, afstöðu Tryggingastofnunar ríkisins og að öðru leyti með vísun til þess hagræðis sem ætla má að leiði af umræddum aðgangi, samþykkti nefndin hann fyrir sitt leyti. Er heimild þessi bundin eftirfarandi skilyrðum:
1. Að aðgangurinn takmarkist við upplysingar um grunnlífeyri ellilífeyris, örorkulífeyris og örorkustyrks frá Tryggingastofnun ríkisins.
2. Að slíkur aðgangur verði einungis veittur 3 starfsmönnum Atvinnuleysistryggingasjóðs, þ.e. þeim sem annast afgreiðslu atvinnuleysisbóta.
3. Aðgangurinn takmarkist við einstaklinga sem sótt hafa um atvinnuleysisbætur og undirritað hafa skriflegt samþykki fyrir slíkum aðgangi.
4. Til að koma í veg fyrir misnotkun þessa uppflettiaðgangs skulu þau tilvik þar sem upplysinga er leitað fara vélrænt inn á sérstaka eftirlitsskrá hjá Skyrr hf. Á hana skal skrá aðgangsorð viðkomandi starfsmanns, númer vinnustöðvar, tíma, kennitölu þess sem leitað er upplysinga um og lífeyristegund. Skal deildarstjóri Atvinnuleysistryggingasjóðs hafa aðgang að eftirlitsskránni og gera árlega á því könnun hvort um misnotkun hafi verið að ræða. Skal hann árlega senda Tölvunefnd skyrslu um þá athugun.

Heimild þessi gildir til 1. janúar árið 2000."

3.12.3. — Félagsmálaráðuneytið (96/149).

Fræðslustjóri Vestfjarumdæmis óskaði álits Tölvunefndar á því hvort félagsmálaráðuneytinu væri heimilt að krefja hann, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um upplysingar um nöfn, kennitölur og fötlun tiltekinna barna með það fyrir augum að koma til móts við sveitarfélögin vegna kostnaðar við sérkennslu, bæði vegna ófatlaðra barna og fatlaðra. Í bréfi Tölvunefndar til félagsmálaráðuneytisins, dags. 16. ágúst 1996, segir m.a.:
"…
Þar sem Tölvunefnd taldi að um viðkvæmar persónuupplysingar væri að ræða, sem varhugavert er út frá sjónarmiðum um persónuvernd að veita öðrum en bryna nauðsyn ber til, óskaði hún þess að ráðuneytið skyrði hvort ná mætti tilgreindu markmiði án þess að sjóðurinn fái nafngreindar upplysingar heldur einungis upplysingar um tegund fötlunar og fjölda nemenda með slíka fötlun. Tölvunefnd hefur nú borist svar félagsmálaráðuneytisins, dags. 11. júlí sl. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið telji sjóðinn hvorki geta gert sér nægilega góða grein fyrir sérkennsluþörfinni né rækt jöfnunarhlutverk sitt hvað sérkennsluna varðar nema fá aðgang að umbeðnum upplysingum. Í bréfi ráðuneytisins er lagt til að umrædd afhending verði með svofelldum skilmálum:
a) Aðgengið yrði takmarkað við starfsmann Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og form. ráðgjafanefndar hans sem jafnframt er ráðuneytisstjóri. Þessir aðilar gera sér fulla grein fyrir að hér getur verið um viðkvæmar persónuupplysingar að ræða og munu þeir gæta algerrar þagnarskyldu.
b) Hvað umsóknir sveitarfélaganna og fylgigögn varðar, þá mun sjóðurinn útbúa sérstök umsóknareyðublöð, þar sem fram koma allar nauðsynlegar upplysingar um umsækjandann, þ.e. sveitarfélagið, hjálagt mundu síðan fylgja upplysingar um nemendurna sem sérkennslunnar njóta ásamt afritum af greiningu viðurkenndra aðila.
c) Lögð yrði áhersla á mikilvægi þess að umsóknir bærust í pósti sem stílaður yrði á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þá opnaður af starfsmanni sjóðsins. Umsóknareyðublaðið sjálft yrði sent til bókunar hjá skjalaverði ráðuneytisins en ekki fylgigögnin.
d) Ekki er þörf á innslætti þessara persónuupplysinga í tölvu. Eingöngu yrði um innslátt talna að ræða og þá notuð PC tölva sem ekki er nettengd.
e) Skjöl Jöfnunarsjóðs eru ekki vistuð í skjalakerfi ráðuneytisins heldur hjá sjóðnum sjálfum af starfsmanni hans. Þess yrði gætt að varðveislutími þessara umbeðnu gagna yrði í lágmarki, þ.e. eingöngu meðan viðkomandi nemandi sækir grunnskóla. Síðan yrði þessum skjölum eitt, en ekki send annað í geymslu."

Tölvunefnd tók mál þetta til umræðu á fundi sínum þann 12. ágúst sl. og samþykkti að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái umrædd gögn enda verði farið að öllum þeim skilmálum sem að framan greinir. Með vísun til 28. gr. laga nr. 121/1989, þar sem fram kemur að afmá skuli skráðar upplysingar sem vegna aldurs eða af öðrum ástæðum hafa glatað gildi sínu miðað við það sem hlutverk sem skrá er ætlað að gegna, leggur Tölvunefnd sérstaka áherslu á að þess verði gætt að eyða öllum persónugreindum gögnum um þá nemendur sem lokið hafa grunnskóla."


3.12.4. – Fjármálaráðuneytið (96/080).
Fjármálaráðuneytið fór þess á leit að Tölvunefnd veitti ráðuneytinu umsögn um reglugerð nr. 176/1996 um birtingu, útgáfu og aðra meðferð upplysinga úr álagningarskrá, skattskrá og virðisaukaskattsskrá og þá sérstaklega ákvæði 4. gr. um að upplysingar úr þeim skrám mætti aðeins birta á þann hátt sem þær kæmu fyrir þar. Í umsögn Tölvunefndar, dags. 7. maí 1996, segir:

"…með vísun til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar setningar umræddrar reglugerðar, en í þeirri umræðu hefur því verið haldið fram að reglugerðin byggist á úrskurði Tölvunefndar, skal eftirfarandi tekið fram til að skyra fyrri afskipti nefndarinnar af miðlun upplysinga úr umræddum skrám:


1. Mál Leturs hf.

Í júní 1982 barst Tölvunefnd fyrirspurn frá ríkisskattstjóra. Annars vegar varðaði fyrirspurnin heimild skattstjóra til að afhenda aðilum utan skattkerfisins álagningarskrár gjaldársins 1982 með það fyrir augum, að þeir gæfu þær út til sölu fyrir almenning. Hins vegar um heimildir skattstjóra til að veita fjölmiðlum eða öðrum aðilum utan skattkerfisins upplysingar um opinber gjöld nafngreindra einstaklinga og lögaðila samkvæmt álagningarskrá gjaldársins 1982.
Niðurstaða Tölvunefndar var sú, að heimilt væri að veita fjölmiðlum upplysingar um opinber gjöld manna samkvæmt álagningarskrám þann tíma sem þær liggja frammi til synis. Jafnframt taldi nefndin, að aðilar, sem ekki hefðu stjórnvaldshagsmuna að gæta, ættu ekki að fá skrárnar í hendur, ef þeir hyggðust gefa þær út til sölu fyrir almenning.
Í framhaldi af þessu ritaði Letur hf. Tölvunefnd bréf, dags. 20. júlí 1982, með fyrirspurn um heimildir til útgáfu álagningarskrár og áframhaldandi útgáfu skattskrár. Tölvunefnd leitaði umsagnar fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóra um málið. Í umsögn fjármálaráðuneytisins var m.a. á það bent að framlagningarskylda tengdist þeirri sérstæðu reglu skattalaga, að sérhver skattþegn hefði rétt til að kæra skatta allra annarra skattskyldra aðila. Þessi regla, að sá eigi sök sem vill (actio popularis), hafi verið studd þeim rökum í athugasemdum við fyrstu heildarlögin um tekjuskatt og eignarskatt "... að eðlilegt sé, að gjaldendur komi í veg fyrir of lágt tekju- og eignamat hjá öðrum." Var það niðurstaða ráðuneytisins, að það væri hafið yfir allan vafa, að heimil væri opinber birting úr skattskrám. Ríkisskattstjóri kvaðst í bréfi 4. október 1982 vera í meginatriðum sammála fjármálaráðuneytinu.
Að fengnum framangreindum umsögnum ítrekaði Tölvunefnd það álit sitt, sbr. bréf nefndarinnar dags. 27. nóvember 1982, að ekki væri heimilt að gefa út skattskrá samkvæmt 2. mgr. 98. gr. tekjuskattslaga til dreifingar meðal almennings og að fyrirtækinu Letri hf. væri hvorki heimilt að gefa út álagningarskrá fyrir gjaldárið 1982 né heldur skattskrá fyrir sama ár.
Framangreind niðurstaða nefndarinnar varð tilefni lagabreytingar þannig að með 8. gr. laga nr. 7/1984 var heimiluð opinber birting og útgáfa skattskráa. Nú segir í 2. mgr. 98. gr. skattalaga:
"Heimil er opinber birting á þeim upplysingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplysinga í heild eða að hluta."
Er aðdragandi lagabreytingar þessarar ítarlega rakinn í bréfi Tölvunefndar til umboðsmanns Alþingis, dags. 27. apríl 1995, sem fylgir með í ljósriti.

2. Mál Nútíma samskipta hf.

Þann 1. febrúar 1995 komst Tölvunefnd að niðurstöðu í máli fyrirtækisins Nútíma samskipti hf., en fyrirtækið hafði myndað skrá með upplysingum úr álagningarskrá og hugðist dreifa upplysingum úr skránni í bókarformi til sölu á almennum markaði. Þessi skrá var mynduð úr upplysingum sem safnað var úr álagningarskrám á þeim tíma sem þær lágu frammi almenningi til synis.
Það var niðurstaða Tölvunefndar í máli Nútíma samskipta hf., að skráning upplysinga um tekjur úr álagningarskrám hafi verið fyrirtækinu óheimil. Jafnframt var það niðurstaða nefndarinnar, að reglur tekjuskattslaga um takmarkaðan aðgang almennings að álagningarskrám á tilteknum auglystum tíma, sem veittur er í sérstökum tilgangi, sbr. 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, breytti engu þar um. Þá var það og niðurstaða nefndarinnar, að hvorki ákvæði tekjuskattslaga né ákvæði laga nr. 121/1989 heimiluðu fyrirtækinu miðlun umræddra upplysinga. Vísaði nefndin í því sambandi sérstaklega til þess að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga 121/1989 sé það skilyrði fyrir miðlun upplysinga úr skrám, sem falla undir ákvæði laganna, að upplysingamiðlunin sé eðlilegur þáttur í starfsemi skráningaraðilans, en Nútíma samskipti hf. hefðu ekki synt fram á að miðlun upplysinga um tekjur umræddra 14.000 einstaklinga væri eðlilegur þáttur í starfsemi sinni.
Nútíma samskipti hf. höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Tölvunefnd og dómsmálaráðherra og krafðist m.a. ógildingar á framangreindri niðurstöðu Tölvunefndar í máli fyrirtækisins. Dómur héraðsdóms var kveðinn upp þann 8. mars sl. Samkvæmt dómsorði voru stefndu, Tölvunefnd og dómsmálaráðherra, syknuð af öllum kröfum stefnanda. Í forsendum dómsins segir m.a.:
"Skrá sú sem stefnandi lét gera með nöfnum 14.000 einstaklinga er unnin upp úr álagningarskrám sem gerðar voru á skattstofum Reykjavíkur og Reykjaness er gjöld voru lögð á skattþegna árið 1994 vegna tekjuársins 1993. Í skránni voru nöfn, heimilisföng, póstnúmer, bæjarfélög, kennitala og útsvar þeirra er á henni voru.
Í 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt eru fyrirmæli um samningu og framlagningu álagningaskráa. Þá segir í 2. mgr. 98. gr. laganna að þegar álagningu skatta og kærumeðferð sbr. 99. gr. laganna sé lokið skuli skattstjórar semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag í umdæminu en í henni skuli tilgreina álagðan tekjuskatt og eignarskatt hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skal skattskrá liggja frammi til synis í tvær vikur á hentugum stað í hverju sveitarfélagi. Með 8. gr. laga nr. 7/1984 var eftirfarandi málslið bætt við ákvæðið: "Heimil er opinber birting á þeim upplysingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplysinga í heild eða að hluta."
Ótvírætt er að ákvæði þetta tekur einungis til skattskráa en ekki álagningarskráa. Ekki er að finna sjálfstæða heimild í skattalögum eða öðrum lögum til birtingar upplysinga úr álagningarskrám. Þá er til þess að líta að skrá sú er stefnandi gerði hefur að geyma upplysingar sem varða fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga og verður því fallist á það með stefndu að tilvik það sem hér er um dæmt falli undir ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga og að stefnda Tölvunefnd hafi átt lögsögu hér. Þá verður fallist á það með stefndu Tölvunefnd að hér sé um að ræða kerfisbundna skrá í skilningi 2. mgr. 1. gr. laga nr. 121/1989. Samkvæmt 3. gr. sömu laga er kerfisbundin skráning persónuupplysinga er 1. gr. tekur til því aðeins heimil að skráning þeirra sé eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila og taki einungis til þeirra er tengjast starfi hans eða verksviði, svo sem viðskiptamanna, starfsmanna eða félagsmanna. Hvorugu þessara skilyrða er fullnægt hér og stefnanda var því óheimilt að mynda nefnda skrá. Þá var honum ekki heimil miðlun upplysinga úr skrá þessari sem honum samkvæmt framansögðu var óheimilt að mynda. Kemur og hér til að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna er því aðeins heimilt að skyra frá upplysingum samskonar þeim er skráin geymir, án samþykkis hins skráða, að slík upplysingamiðlun sé eðlilegur þáttur í venjubundinni starfsemi stefnanda enda hefur ekki verið synt fram á að miðlun upplysinga um útsvar 14.000 einstaklinga sé eðlilegur þáttur í starfsemi stefnanda.
Þá þykir það engu skipta að stefnandi afturkallaði ósk sína um að Tölvunefnd fjallaði um efni þetta. Það var á valdi nefndarinnar að kveða upp úr með það hvort stefnanda skyldi heimil skráning þessi og eftir atvikum banna hana svo sem gert var.
Samkvæmt framansögðu verður stefnda Tölvunefnd syknuð af öllum kröfum stefnanda. Við munnlegan flutning málsins lysti talsmaður stefnanda því yfir að kröfur á hendur dómsmálaráðherra f.h. dómsmálaráðuneytisins væru ekki vegna efnis málsins heldur vegna málskostnaðar. Eftir úrslitum málsins þykir ekki ástæða til að fjalla frekar um kröfur á hendur þessum stefnda og verður hann syknaður af kröfum stefnanda.
Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefndu 100.000 krónur í málskostnað."

3. Mál Jónasar Fr. Jónssonar, hdl.

Með bréfi, dags. 15. júní 1994, bar Jónas Fr. Jónsson hdl., undir Tölvunefnd fyrirspurn varðandi birtingu upplysinga úr álagningarskrám. Í bréfi hans segir m.a.:
"Um nokkurt skeið hefur það tíðkast, að ymsir fjölmiðlar birti lista yfir áætlaðar tekjur ymissa einstaklinga í þjóðfélaginu. Upplysingar þessar eru yfirleitt birtar í kjölfar framlagningar álagningarskrár og eru tekjuáætlanirnar byggðar á upplysingum um álögð gjöld á viðkomandi einstaklinga samkvæmt áðurnefndri skrá. Svo virðist sem fjölmiðlar taki út ákveðna starfshópa og velji síðan úr þá einstaklinga, sem birta á upplysingar um. Upplysingarnar eru síðan birtar ár eftir ár í ákveðnum fjölmiðlum og jafnvel bornar saman við næsta ár á undan."
Í niðurstöðu Tölvunefndar, dags. 18. júlí 1994, er vísað til 98. gr. skattalaga og tekið fram, að það ákvæði víki til hliðar hinum almennu ákvæðum laga nr. 121/1989 og heimili almennan aðgang að upplysingum um álagða skatta og birtingu þeirra upplysinga. Síðan segir í niðurstöðu nefndarinnar:
"Samkvæmt þessu, og með vísun til þess að nefndin telur það hvorki vera á sínu valdi að takmarka aðgang fréttamanna að framangreindum skrám, né notkun þeirra eða birtingu á þeim upplysingum sem þar koma fram, sér Tölvunefnd eigi efni til frekari afskipta hennar af máli þessu."
Með bréfi, dags. 20. júlí 1994, fór Jónas Fr. Jónsson hdl. þess á leit að Tölvunefnd tæki mál hans til meðferðar að nyju, og var honum með bréfi nefndarinnar, dags. 15. ágúst s.á., tilkynnt að nefndin hefði fallist á það. Í framhaldi af því óskaði Tölvunefnd eftir umsögn ríkisskattstjóra um málið. Í bréfi nefndarinnar til Jónasar, dags. 5. október 1994, er umsögn ríkisskattstjóra rakin og honum tilkynnt að nefndin sjái, m.a. með vísun til þeirra sjónarmiða sem þar greinir, ekki efni til að breyta fyrri afstöðu sinni. Í febrúar 1995 kvartaði Jónas Fr. Jónsson til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun nefndarinnar frá 5. október 1994. Í umsögn Tölvunefndar til umboðsmanns Alþingis segir m.a.:
"Um heimild fjölmiðla til þess að birta upplysingar, sem unnar eru úr álagningarskrám, eftir að kærufresti lykur og álagningarskrá er ekki lengur aðgengileg almenningi, er til þess að líta, að samkvæmt 98. gr. skattalaga skulu skattstjórar hafa lokið álagningu á skattaðila eigi síðar en 30. júní ár hvert og auglysa rækilega, að álagningu sé lokið. Kærufrestur er 30 dagar frá birtingu þeirrar auglysingar. Skal skattstjóri leggja álagningarskrá fram til synis eigi síðar en 15 dögum fyrir lok kærufrests. Innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests skal skattstjóri hafa úrskurðað kærur. Þegar kærumeðferð er lokið, skulu skattstjórar leggja fram skattskrá, og skal hún liggja frammi til synis í tvær vikur. Þá segir í lokamálslið 2. mgr. 98. gr., sem er 8. gr. laga nr. 7/1984, að heimil sé opinber birting á þeim upplysingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplysinga í heild eða að hluta.
Löggjafinn hefur samkvæmt framansögðu ákveðið að veita almenningi aðgang að upplysingum um álögð gjöld, bæði í álagningarskrá og skattskrá, með því að leggja þær skrár fram til synis tiltekinn lögskipaðan tíma. Eins og áður segir verður aðgangur fjölmiðla að skránum umfram aðra ekki takmarkaður né skorður reistar við heimild þeirra til að birta efni skránna, meðan það er á annað borð almenningi aðgengilegt. Ber í þessu sambandi að hafa í huga, að umfjöllun fjölmiðla um skrárnar þann tíma, sem þær liggja frammi, getur eftir atvikum samrymst þeim tilgangi, sem byr að baki framlagningu skránna, en þeim tilgangi er nánar lyst í kafla I hér að framan.Tölvunefnd lítur svo á, að samkvæmt skattalögum takmarkist heimild fjölmiðla til að birta upplysingar, sem unnar eru upp úr álagningarskrám, við þann tíma, sem þær liggja frammi almenningi til synis. Verður ekki séð, að opinber birting upplysinga úr álagningarskrám eftir lok kærufrests, sé í samræmi við áðurgreind sjónarmið, sem að baki framlagningarskyldunni búa. Þvert á móti telur nefndin, að slík birting geti strítt gegn grundvallarreglum laga um friðhelgi einkalífs og persónuvernd, og skiptir þá ekki máli, hvort heldur upplysingarnar eru gefnar út í bókarformi eða birtar í dagblöðum eða tímaritum. Verður ekki komið auga á þá hagsmuni, sem réttlætt geti slíka birtingu, sérstaklega þegar haft er í huga, að síðar birtast í skattskrá upplysingar, sem eru réttari en upplysingar álagningarskrár, þar sem skattstjóri hefur í skattskrá leiðrétt opinber gjöld manna og lögaðila.
Af því, sem rakið er … hér að framan um aðdragandann að setningu 8. gr. laga nr. 7/1984, má ráða, að markmið þeirrar lagasetningar var gagngert að koma í veg fyrir opinbera birtingu og útgáfu á þeim upplysingum um álagða skatta, sem fram koma í álagningarskrám, ef frá er talinn sá tími, sem álagningarskrár liggja frammi. Því er það álit Tölvunefndar, að samkvæmt 98. gr. skattalaga nr. 75/1981, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1984, sé heimild til útgáfu og sölu upplysinga um álögð opinber gjöld takmörkuð við upplysingar úr skattskrá.

Þegar sleppir sérákvæðum skattalaga um framlagningu álagningar- og skattskráa og um birtingu og útgáfu þeirra upplysinga, sem þar koma fram, taka við hin almennu ákvæði laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, hvað þessi sömu atriði varðar.
Upplysingar þær, sem mynda grunn álagningar- og skattskráa, eru að áliti Tölvunefndar upplysingar um einkamálefni manna, sem falla undir 1. gr. sbr. e-lið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989.

Þegar litið er til þess, sem hér var rakið, er það álit Tölvunefndar, að hvorki ákvæði skattalaga nr. 75/1981 né heldur ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga heimili tímaritinu … að birta upplysingar um fjárhagsmálefni einstaklinga, sem unnar eru upp úr álagningaskrám, eftir að kærufresti samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 lykur."

Í niðurstöðu umboðsmanns Alþingis, dags. 22. júní 1995, segir m.a.:
"Samkvæmt 1. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, taka lögin til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplysingum. Með kerfisbundinni skráningu upplysinga í skilningi laganna er átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplysinga í skipulagsbundna heild. Með persónuupplysingum er aftur á móti átt við upplysingar, sem varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með tilliti til ákvæða 1. gr. umræddra laga er ég sammála þeirri afstöðu tölvunefndar, að upplysingar, sem fram koma í álagningarskrá og skattskrá, falli undir ákvæði laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga.
Í 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er gerður glöggur greinarmunur á álagningarskrá annars vegar og skattskrá hins vegar. Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laganna skulu skattstjórar semja og leggja fram til synis álagningarskrá eigi síðar en 15 dögum fyrir lok kærufrests skv. 99. gr. sömu laga. Jafnframt skal senda hverjum skattaðila tilkynningu um þá skatta, sem á hann hafa verið lagðir. Gefst þá skattaðilum færi á að bera mál undir skattstjóra skv. 99. gr. laganna, telji þeir skatt sinn eða skattstofn, þar með talin rekstrartöp, ekki rétt ákveðinn. Þegar skattstjórar hafa lokið að leggja úrskurð á þau mál, sem borin hafa verið undir þá á grundvelli 99. gr. laganna, skulu þeir semja og leggja fram skattskrá, er skal vera í samræmi við þær breytingar, sem gerðar hafa verið á álagningarskránni, með úrskurðum skattstjóra og öðrum löglegum úrræðum skattyfirvalda.
Þrátt fyrir að lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, gildi um skattskrá, er ótvírætt og óumdeilt, að heimilt er að birta opinberlega upplysingar úr henni vegna niðurlagsákvæðis 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1984, en það hljóðar svo:
"Heimil er opinber birting á þeim upplysingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplysinga í heild eða að hluta."
Aðrar reglur gilda aftur á móti um álagningarskrá. Í lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er ekki sambærilegt ákvæði um heimild til að birta og gefa út álagningarskrá. Þar sem lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, gilda um álagningarskrá, fer um meðferð þeirra upplysinga, sem fram koma í skránni, eftir þeim lögum, að svo miklu leyti sem ekki er fyrir mælt á annan veg í öðrum lögum. Í því sambandi ber að minna á, að í 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 er lögboðið, að leggja skuli álagningarskrá fram til synis. Í skjóli þessarar lagaheimildar hefur almenningur aðgang að álagningarskrá í tiltekinn tíma. Ég er sammála tölvunefnd um, að á grundvelli þessa lagaákvæðis verði aðgangur fjölmiðla að álagningarskrá hvorki takmarkaður né skorður reistar við heimild þeirra til að birta efni álagningarskrár meðan hún er á annað borð aðgengileg almenningi á grundvelli þessarar lagaheimildar. Þegar syningu álagningarskrár lykur í skjóli þessa sérákvæðis, fer um aðgang að álagningarskrá og meðferð upplysinga í skránni að öðru leyti samkvæmt þeim almennu reglum, er gilda um skráningu og meðferð persónuupplysinga samkvæmt lögum nr. 121/1989.
Af framansögðu athuguðu tel ég ekki tilefni til athugasemda við þá afstöðu, sem fram kom hjá tölvunefnd í bréfum hennar til yðar, dags. 18. júlí og 5. október 1994, með tilliti til þeirra skyringa, sem fram komu hjá tölvunefnd í bréfi hennar til mín, dags. 27. apríl 1995.
Eins og mál þetta var lagt fyrir tölvunefnd, er ekki þörf á því að ég taki nánar til umfjöllunar þær réttarreglur, sem gilda um umfjöllun og meðferð upplysinga úr álagningarskrá í fjölmiðlum, meðan álagningarskrá liggur frammi til synis skv. 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981."4. Auglysing Tölvunefndar varðandi miðlun upplysinga úr álagningarskrá.

Af tilefni framangreinds ákvað Tölvunefnd, þann 13. júlí 1995, að kunngjöra afstöðu sína varðandi miðlun upplysinga úr álagningarskrám með birtingu svofelldrar auglysingar í Lögbirtingablaðinu:
"Í tilefni af væntanlegri framlagningu álagningarskráa opinberra gjalda, skv. 98. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981, vill Tölvunefnd kunngjöra eftirfarandi:
Tölvunefnd lítur svo á að þar sem lögboðið er, skv. 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, að leggja skuli álagningarskrár fram almenningi til synis, verði aðgangur fjölmiðla að álagningarskrám hvorki takmarkaður né skorður reistar við heimild þeirra til að birta efni þeirra meðan þær eru aðgengilegar almenningi á grundvelli þeirrar lagaheimildar. Þegar syningu álagningarskráa í skjóli þessa sérákvæðis lykur fer hins vegar um aðgang að þeim og meðferð upplysinga úr þeim að öðru leyti samkvæmt þeim almennu reglum er gilda um skráningu og meðferð persónuupplysinga samkvæmt lögum nr. 121/1989.
Samkvæmt hinum almennu reglum, sem koma fram í 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, er óheimilt að skyra frá upplysingum er varða einkamálefni einstaklinga nema með samþykki viðkomandi eða með sérstakri heimild Tölvunefndar. Meðan þeim skilyrðum er eigi fullnægt er óheimilt að skyra frá upplysingum úr álagningarskrám nema á þeim tíma sem almenningur hefur aðgang að þeim á grundvelli sérákvæðis 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981."

5. Mál Fróða hf.

Með bréfi, dags. 26. júlí 1995, fór Fróði hf. þess á leit við Tölvunefnd að mega birta í tímaritinu Frjálsri verslun upplysingar sem unnar yrðu upp á álagningarskrám. Í svarbréfi nefndarinnar, dags. 3. ágúst 1995, segir:
"Tölvunefnd hefur borist bréf yðar, f.h. tímaritsins Frjálsrar verslunar, dags. 26. júlí sl., þar sem þér farið þess á leit að Tölvunefnd heimili birtingu upplysinga, sem unnar verða upp úr álagningarskrám, eftir að framlagningartíma skv. 98. gr. skattalaga nr. 75/1981 lykur.
Eins og fram kemur í bréfi nefndarinnar til Frjálsrar verslunar, dags. 13. júlí sl., sbr. hjál. ljósrit, er það sameiginleg afstaða Tölvunefndar og Umboðsmanns Alþingis að á grundvelli 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, þar sem lögboðið er að leggja skuli álagningarskrá fram almenningi til synis, verði aðgangur fjölmiðla umfram aðra að álagningarskrám hvorki takmarkaður né skorður reistar við heimild þeirra til að birta efni skránna meðan þær eru aðgengilegar almenningi á grundvelli þeirrar lagaheimildar. Þegar syningu álagningarskráa í skjóli þessa sérákvæðis lykur fer hins vegar um aðgang að þeim og meðferð upplysinga úr þeim að öðru leyti samkvæmt lögum nr. 121/1989.
Samkvæmt hinum almennu reglum laga nr. 121/989 er óheimilt að skyra frá upplysingum sem varða einkamálefni nema með samþykki hins skráða eða með sérstakri heimild Tölvunefndar. Í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 kemur fram hvenær Tölvunefnd getur veitt slíka heimild. Þar segir að hún geti heimilað að skyrt verði frá upplysingum um einkamálefni ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess og skuli þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd ræddi beiðni yðar á fundi sínum þann 1. ágúst sl. Taldi nefndin eigi hafa verið synt fram á, með þeim rökum sem teflt er fram í bréfi yðar, að skilyrðum framangreinds ákvæðis sé fullnægt. Með vísun til þess, og að því gættu að skammt er að bíða útgáfu skattskrár, sem skv. 98. gr. skattalaga er heimilt að gefa út, og hefur auk þess að geyma mun áreiðanlegri upplysingar en álagningarskrá, taldi nefndin ekki ástæðu til að veita umbeðna heimild.
Nefndin vill hins vegar vekja athygli yðar á, að þrátt fyrir framangreinda synjun nefndarinnar er fyrirtækinu fær sú leið að birta umræddar upplysingar í tímaritinu með samþykki hinna skráðu."
Með bréfi, dags. 9. ágúst 1995, mótmælti Fróði hf. efnislegri meðferð nefndarinnar á erindi sínu og fór þess á leit að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína. Í svarbréfi Tölvunefndar, dags. 24. ágúst 1995, segir:
"Tölvunefnd vísar til bréfs yðar, dags. 9. ágúst sl., þar sem þér mótmælið niðurstöðu nefndarinnar varðandi birtingu upplysinga, sem unnar hafa verið upp úr álagningarskrám, eftir að framlagningartíma skv. 98. gr. skattalaga nr. 75/1981 lykur, sbr. bréf nefndarinnar til yðar dags. 13. júlí og 3. ágúst sl.
Á fundi sínum þann 22. ágúst sl. tók nefndin erindi yðar að nyju til skoðunar. Sá nefndin, með vísun til sömu röksemda og áður, og fram koma í framangreindum bréfum til yðar og bréfi til umboðsmanns Alþingis, dags. 27. apríl sl., ekki ástæðu til að breyta umræddri afstöðu sinni. Nefndin vill hins vegar ítreka þá ábendingu að ef þér kjósið að birta umræddar upplysingar í tímaritinu, eftir að framlagningartíma skv. 98. gr. skattalaga lykur, er yður fær sú leið að afla til þess samþykkis hinna skráðu, sbr. 5. gr. laga nr. 121/1989.
Varðandi þann þátt í bréfi yðar sem lytur að því að nefndin hafi, eins og þér segið, "notað aðstöðu sína til að mismuna íslenskum fjölmiðlum", og brotið ákvæði 11. gr. stjórnsyslulaga nr. 37/1993, skal þetta tekið fram. Nefndin kunngjörði ákvörðun sína með því að senda, þann 14. júlí sl., fréttatilkynningar til dagblaða og ljósvakamiðla og sérstaka auglysingu til Lögbirtingablaðsins, auk þess sem hún, með bréfi dags. 13. júlí sl., kynnti yður sérstaklega niðurstöðu sína um birtingu umræddra upplysinga í Frjálsri verslun. Er það mat nefndarinnar að hún hafi þar með gert það sem í hennar valdi stóð til að kunngjöra öllum umrædda niðurstöðu á sama hátt og á sama tíma, og getur því eigi fallist á að hún hafi með umræddri málsmeðferð brotið jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsyslulaga nr. 37/1993.
Þá skal, af tilefni fyrirspurnar yðar, tekið fram að Tölvunefnd er eigi kunnugt um fyrir hönd hvaða 5 einstaklinga Jónas Fr. Jónsson, hdl., kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir birtingu í tímaritinu Frjálsri verslun.
Að lokum verður, með vísun til sömu röksemda og greinir í fyrri bréfum nefndarinnar til yðar (sjá og augl. í Lögbirtingablaðinu), að svara neitandi fyrirspurn yðar um hvort heimilt sé að birta fréttatilkynningar skattstjóra um álagningu á einstaka skattaðila eftir að liðinn er sá tími sem álagningarskrár liggja frammi almenningi til synis skv. 98. gr. skattalaga."

6. Aðdragandi að setningu reglugerðar nr. 176/1996, séð
frá sjónarhóli Tölvunefndar.

Eins og fram er komið hafði Tölvunefnd til þessa aðeins tekið afstöðu til miðlunar upplysinga úr álagningarskrám og lyst þeirri skoðun sinni að aðgangur fjölmiðla að álagningarskrám umfram aðra yrði hvorki takmarkaður né skorður reistar við heimild þeirra til að birta efni skránna meðan það á annað borð er almenningi aðgengilegt. Eftir að mál Nútíma samskipta hf. kom upp síðla árs 1994, en því lauk með ákvörðun nefndarinnar 1. febrúar 1995, taldi Tölvunefnd einsynt að þörf væri fyrir setningu skyrra reglna um miðlun upplysinga úr álagningarskrám. Af því tilefni var ákveðið að ræða málið við Snorra Olsen, þá skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Í viðræðum við hann, þann 15. maí 1995, kom fram að innan skattkerfisins væri vilji til skoða málið í samvinnu við Tölvunefnd. Í framhaldi af því var efnt til fundar, þann 6. júní 1995, með Tölvunefnd, ríkisskattstjóra og skattstjóranum í Reykjavík, þar sem m.a. kom fram sú hugmynd að ríkisskattstjóri setti reglur varðandi afhendingu upplysinga úr álagningarskrám. Nokkru síðar, þ.e. 20. júlí 1995, bárust Tölvunefnd svohljóðandi drög ríkisskattstjóra að slíkum reglum:
"Auglysing frá ríkisskattstjóra nr. 11/1995.
Skilmálar vegna afhendingar á upplysingum úr álagningarskrá skattstjóra 1995.
Þeir aðilar sem skattstjóri heimilar aðgang að álagningarskrám 1995, eða fá afhentar upplysingar úr þeim skrám, skulu gæta eftirfarandi reglna við birtingu og úrvinnslu upplysinganna:
1. Skrárnar liggja frammi þá daga sem frestur til að kæra yfir álagningunni stendur, þ.e.a.s. dagana 27. júlí til 10. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Skattstjóri ákveður nánar um aðgengi að skránum, þ.e.a.s. stað og tíma dags, en almennt er öllum þeim sem telja sig þurfa á aðgangi að halda, þ.m.t. blaðamenn og fréttaritarar, heimill aðgangur.
2. Heimilt er að afrita og endurbirta skrárnar í heild eða að hluta. Slíkt er þó aðeins leyft á þeim tíma sem þær liggja frammi. Sama á við um birtingu á upplysingum úr skránum. Birting á upplysingum um álagningu þarf að hafa átt sér stað eigi síðar en 10. ágúst 1995.
3. Upplysingar skulu birtar á hlutlægan hátt. Úrvinnsla upplysinga, t.d. umreikningur álagðs gjalds yfir í tekjur eða veltufjárhæð, samanburður milli ára, framreikningur til núvirðis með vísitölureikningi o.s.frv., er ekki heimill.
4. Ekki er heimilt að gefa út eða vinna upp á einn eða annan hátt á tölvutækt form eða setja inn á tölvunet upplysingar úr álagningarskrá.
5. Aðgangur fjölmiðla og annarra aðila er hafa í hyggju að kynna sér og hagnyta efni álagningarskrár er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi kynnt sér, sætt sig við og heitið að halda skilmála þessa

Skilmálar þessir eru settir til samræmingar, sbr. … 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og taka þeir þegar gildi. …"
Auglysing þessi var aldrei birt en í framhaldi af þessu mætti fulltrúi ríkisskattstjóra á fund Tölvunefndar þann 30. október 1995 og fór þess á leit að nefndin léti ríkisskattstjóra bréflega í té hugmyndir að skilmálum um miðlun upplysinga úr álagningar og skattskrám. Það gerði nefndin með bréfi, dags. 9. nóvember 1995, og lagði þar aðallega til grundvallar þau drög sem henni höfðu borist frá ríkisskattstjóra. Í bréfi nefndarinnar segir:
"Í framhaldi af fyrri bréfaskiptum og viðræðum um birtingu upplysinga úr álagningar- og skattskrám, og með vísun ákvæða X. kafla laga nr. 121/1989, um meðferð og skráningu persónuupplysinga, einkum ákvæða 5. og 6. mgr. 33. gr., tekur Tölvunefnd fram að hún telur að eftirfarandi skilmálar skuli gildi um birtingu upplysinga úr umræddum skrám:
Um skattskrár og álagningarskrár :
1. Upplysingar úr álagningar- og skattskrám má aðeins birta á þann hátt sem þær koma fyrir í skránum. Úrvinnsla upplysinga, t.d. umreikningur álagð gjalds yfir í tekjur eða veltufjárhæð, samanburður milli ára, framreikningur til núvirðis með vísitölureikningi o.s.frv., er óheimill.
2. Óheimilt er að birta kennitölur í álagningarskrám og skattskrám sem ætlaðar eru til opinberrar birtingar, hvort heldur á pappír eða á tölvutæku formi.
Um álagningarskrár:
1. Álagningarskrár skulu aðeins liggja frammi þá daga sem frestur til að kæra álagninguna stendur. Skattstjóri ákveður nánar um aðgang að skránum, þ.e.a.s. stað, tíma og fjölda eintaka.
2. Aðeins er heimilt að birta opinberlega upplysingar úr álagningarskrám á þeim tíma sem þær liggja frammi.
3. Óheimilt er af gefa út eða vinna á einn eða annan hátt á tölvutækt form, eða setja inn á tölvunet, upplysingar úr álagningarskrám
4. Aðgangur fjölmiðla og annarra aðila, er hafa í hyggju að hagnyta efni álagningarskrár, er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi kynnt sér og heitið að halda framangreinda skilmála með undirritun á yfirlysingu þess efnis."


7. Reglugerð fjármálaráðuneytisins nr. 176/1996.

Með bréfi, dags. 14. mars 1996, sendi fjármálaráðuneytið Tölvunefnd drög að reglugerð um birtingu, útgáfu og aðra meðferð upplysinga úr álagningarskrá, skattskrá og virðisaukaskattskrá og óskaði umsagnar um hana. Nefndin gaf, þann 19. mars sl., svohljóðandi umsögn:
"Tölvunefnd vísar til bréfs yðar, dags. 14. mars sl., þar sem óskað er umsagnar um meðfylgjandi drög að reglugerð um birtingu, útgáfu og aðra meðferð upplysinga úr álagningarskrá, skattskrá og virðisaukaskattskrá.
Tölvunefnd ræddi mál þetta á fundi sínum þann 18. þ.m. og kynnti sér framangreind reglugerðardrög. Leggur nefndin til eftirfarandi:
1. Að 2. mgr. 3. gr. orðist svo: "Öll útgáfa upplysinga úr álagningarskrá er óheimil, hvort heldur sem er í heild eða að hluta. Þó er heimilt að birta í fjölmiðlum upplysingar úr álagningarskrá á þeim tíma sem hún liggur frammi. Skal um þá birtingu fara samkvæmt því sem segir í 4. gr. reglugerðar þessarar."
2. Að 4.gr. i.f. breytist og hljóði svo: "Þeir einir mega fá afhentar skattskrár á tölvutæku formi sem hafa til þess sérstaka heimild eða starfsleyfi Tölvunefndar."
Að öðru leyti gerir Tölvunefnd ekki athugasemdir við umrædd reglugerðardrög."


8. Umsögn Tölvunefndar um reglugerð
fjármálaráðuneytisins nr. 176/1996.

Með bréfi, dags. 15. apríl sl., óskaði fjármálaráðuneytið, eins og áður er fram komið, umsagnar Tölvunefndar um reglugerð nr. 176/1996. Hefur nefndin tekið erindið til umfjöllunar og er afstaða hennar eftirfarandi:
a. Eins og fram er komið hefur Tölvunefnd í úrskurðum um málefni einstakra aðila einungis tekið ákvarðanir um miðlun upplysinga úr álagningarskrám. Er hér átt við mál Nútíma samskipta hf.; mál Jónasar Fr. Jónssonar, hdl. og mál Fróða hf. Auglysing Tölvunefndar, dags. 13. júlí 1995, endurspeglar afstöðu hennar í þeim málum og er sú afstaða enn óbreytt. Sú afstaða Tölvunefndar, að takmarka skuli heimild fjölmiðla til að birta upplysingar, sem unnar eru upp úr álagningarskrám, við þann tíma, sem þær liggja frammi almenningi til synis, byggist á því að opinber birting upplysinga úr álagningarskrám eftir lok kærufrests, sé ekki í samræmi við þau sjónarmið sem að baki framlagningunni búa. Þvert á móti telur nefndin slíka birtingu geta strítt gegn grundvallarreglum laga um friðhelgi einkalífs og persónuvernd og að ekki verði séð hvaða hagsmunir geti réttlætt slíka birtingu, sérstaklega þegar haft er í huga að síðar birtast í skattskrá réttari upplysingar, þar sem skattstjóri hefur í skattskrá leiðrétt opinber gjöld manna og lögaðila.
b. Tölvunefnd mat þau reglugerðardrög sem henni bárust til umsagnar með bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 14. mars sl., einungis út frá persónuverndarsjónarmiðum og ákvæðum laga um skráningu og meðferð persónuupplysinga. Taldi nefndin þann ramma sem ráðuneytið hugðist setja með umræddri reglugerð vel samræma annars vegar reglur skattalaga um aðgang að skránum og hins vegar reglur um friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Engin afstaða var af nefndarinnar hálfu tekin til þess hvort umrædd reglugerðardrög ættu sér fullnægjandi stoð í lögum um tekju- og eignaskatt nr. 75/1981, enda taldi nefndin slíkt ekki í sínum verkahring.
c. Af framansögðu má ljóst vera að í umræðum um birtingu upplysinga úr umræddum skrám skarast óhjákvæmilega tvenns konar grundvallarréttindi manna. Annars vegar réttur manna til að njóta friðhelgi og einkalífsverndar, þ.á m. um fjárhagsmálefni sín, og hins vegar reglur um tjáningar- og prentfrelsi. Tölvunefnd, og önnur stjórnvöld sem að málinu hafa komið, hafa eftir bestu getu reynt að samræma þessi sjónarmið í ákvörðunum sínum. Ljóst má hins vegar vera, í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu á undanförnum vikum, að fullkomin sátt ríkir ekki um þær ákvarðanir. Telur Tölvunefnd því afar þyðingarmikið að löggjafarvaldið taki af skarið og setji skyrar reglur í þessum efnum.

Meðan ekki nytur við skyrra lagaheimilda samkvæmt framansögðu telur Tölvunefnd rétt að úr 4. gr. reglugerðarinnar verður felldur 2. málsliður og að 4. gr. hljóði eftir þá breytingu svo: "Upplysingar úr álagningar-, virðisauka- og skattskrá má aðeins birta á þann hátt sem þær koma fyrir í skránum. Óheimilt er að birta kennitölur í álagningarskrám og skattskrám sem ætlaðar eru til opinberrar birtingar hvort heldur er á pappír eða á tölvutæku formi. Þeir einir mega fá afhentar skattskrár á tölvutæku formi sem hafa til þess sérstaka heimild eða starfsleyfi tölvunefndar."3.12.5. — Framleiðsluráð landbúnaðarins (95/279).
Framleiðsluráð landbúnaðarins óskaði álits Tölvunefndar á því hvort ráðinu væri heimilt að leggja fram sjóðagjaldskrár, þ.e. skrár yfir sjóðagjaldskil einstakra garðyrkjustöðva. Álit nefndarinnar kemur fram í bréfi hennar til ráðsins, dags. 7. maí 1996. Þar segir m.a.:


"I.

Tilefni fyrirspurnar yðar mun vera krafa Blómamiðstöðvarinnar, sbr. bréf dags. 24. október 1995, en þar segir m.a.:
"Það liggur fyrir að slæleg vinnubrögð Framleiðsluráðs við innheimtu sjóðagjalda hafi ytt undir ójafna samkeppni við fyrirtæki okkar og framleiðendur og valdið okkur verulegu fjárhagslegu tjóni.
Stjórn Blómamiðstöðvarinnar ehf. krefst þess hér með að Framleiðsluráð leggi á borðið upplysingar um sjóðagjaldskil einstakra garðyrkjustöðva enda gjaldið innheimt samkvæmt lögum og því um opinberar upplysingar að ræða og vísum við til lögfræðiálits frá Lögmönnum Höfðabakka, dags. 18. mars 1992, sem yður hefur þegar verið sent."


II.

Samkvæmt gögnum málsins mun innheimta þeirra sjóðagjöld sem hér um ræðir byggjast á eftirfarandi laga – og reglugerðarákvæðum:
1. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 45/1971, með síðari breytingum, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum hefur Stofnlánadeild landbúnaðarins það hlutverk að efla framleiðslu og framleiðni í íslenskum landbúnaði, treysta byggð í sveitum landsins og veita fjármagn til framkvæmda á sveitabylum og til þjónustufyrirtækja landbúnaðarins. Tekjur deildarinnar eru taldar í 4. gr. sömu laga. Þar segir að meðal tekjustofna sé annars vegar 1% gjald á óniðurgreitt heildsöluverð landbúnaðarvara, sem sölusamtök framleiðenda og aðrir seljendur á heildsölustigi skulu standa skil á, og hins vegar 1% jöfnunargjald sem reiknað er og innheimt á sama hátt. Framleiðsluráð landbúnaðarins annast innheimtu á gjöldunum og fer innheimta og álagning gjaldanna samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.
2. Samkvæmt 5. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, er Framleiðsluráð landbúnaðarins samstarfsvettvangur allra búvöruframleiðenda í landinu og samtaka þeirra, og er verkefnum þess nánar lyst í 6. gr. laganna. Samkvæmt 25. gr. laganna, eins og henni var breytt með lögum nr. 124, 6. desember 1995, skal innheimta 0,25% gjald af heildsöluverði þeirra búvara sem lögin taka til, m.a. til að standa straum af kostnaði Framleiðsluráðs landbúnaðarins við framkvæmd laganna. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um innheimtu gjaldanna o.fl.
(Núgildandi reglugerð skv. framangreindu er : Rgl. nr. 536, 28. desember 1990, um innheimtu gjalda til Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Þar segir í 3. gr. að umrædd gjöld innheimtist af þeim viðskiptaaðilum sem kaupa eða taka við vörunum frá framleiðendum sem milliliður að smásöludreifingu. Þeir framleiðendur sem selja vöru sína án milliliða til neytenda eða smásöluaðila skulu standa skil á gjöldunum.)
3. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1990 um Búnaðarmálasjóð skal greiða gjald af vöru og leigusölu í landbúnaði í Búnaðarmálasjóð. Samkvæmt 2. gr. er gjaldið mismunandi eftir vörum en af garð- og gróðurhúsaafurðum er það 1,1%. Þetta gjald greiðist af þeim sem kaupa eða taka við vörunum frá framleiðendum sem milliliður að smásöludreifingu og dregst við útborgun afurðaverðs frá því sem framleiðandanum er greitt. Framleiðsluráð landbúnaðarins annast innheimtu gjaldsins og eru í rgl. nr. 393/1990 sett nánari ákvæði um innheimtu þess.


III.

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga er með persónuupplysingum átt við upplysingar sem varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telja verður að upplysingar þær sem um ræðir í máli þessu falli undir fjárhagsmálefni í skilningi framangreinds ákvæðis og lúti því reglum þeirra laga og úrskurðarvaldi Tölvunefndar.
Um aðgang að persónuupplysingum gildir sú meginregla, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, að án heimildar í öðrum lögum er aðgangur að þeim óheimill nema fyrir liggi samþykki hins skráða eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Hvorki er að finna í sérlögum ákvæði sem heimila að veittur sé almennur aðgangur að umræddum sjóðagjaldskrám né liggja fyrir samþykki allra þeirra sem þær varða. Í 2. mgr. 5. gr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geti Tölvunefnd heimilað að skyrt verði frá slíkum upplysingum ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd ræddi mál þetta á fundi sínum þann 10. þ.m. og skoðaði m.a. þá hagsmuni sem hér vegast á og þau rök sem fram hafa komið fyrir framlagningu skránna. Varð, að mati nefndarinnar hvorki talið að þau rök að framlagning skránna sé nauðsynleg til bæta "slæleg vinnubrögð" Framleiðsluráðs við innheimtu umræddra gjalda, né önnur þau rök sem fram hafa komið, fullnægi þeim skilyrðum er greinir í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989.
Af því tilefni tilkynnist yður hér með að Tölvunefnd er því eigi samþykk að veittur verði almennur aðgangur að umræddum skrár yfir sjóðagjaldskil einstakra garðyrkjustöðva."

3.12.6. — Ívar Pétur Guðnason (95/276).

Ívar Pétur Guðnason leitaði liðsinnis Tölvunefndar við að fá aðgang að tilteknu skjali í vörslu utanríkisráðuneytisins, sem varðaði hann sjálfan. Tölvunefnd taldi ráðuneytinu skylt að veita Ívari aðgang að umræddu skjali. Niðurstaða nefndarinnar, dags. 4. mars 1996, hljóðar svo:

"I.
Málavextir – bréfaskipti.

Hinn 1. desember 1995 barst Tölvunefnd bréf Ívars Péturs Guðnasonar, dags. 28. nóvember 1995, varðandi aðgang að bréfi í vörslu utanríkisráðuneytisins. Í bréfi hans segir m.a.:
"Ég fer þess hér með á leit að nefndin úrskurði að mér verði heimilaður aðgangur að bréfi frá Gottskálki Ólafssyni, deildarstjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, þar sem fjallað er um mig undirritaðan á niðrandi hátt. Utanríkisráðuneytið hefur bréf þetta í fórum sínum. Ég tel þetta bréf, tilurð þess og umfjöllun mjög vafasama en ráðuneytið hefur ítrekað neitað mér um að sjá það, að hluta eða í heild, eða gera athugasemdir við það. Það er óþægilegt fyrir einstakling að vita að ráðuneyti lumar á neikvæðum, upplognum upplysingum um hann án þess að hann hafi kost á að kynna sér þær eða gera athugasemdir þar að lútandi. Hlutar úr bréfinu þar sem fjallað er um mig undirritaðan á neikvæðan og niðurlægjandi hátt voru lesnir upp á þingi í nóvember 1993.
Ég tel neitun ráðuneytisins brot á lögum og andmælarétti mínum.
Aðdragandi málsins er æði langur og miður skemmtilegur og verður nú rakinn í mjög stórum dráttum. Haustið 1990 var auglyst staða tollvarðar á Keflavíkurflugvelli. Umsækjendur voru á annan tug en lögreglustjórinn mat það svo að einungis tveir þeirra uppfylltu skilyrði laga um ráðningu, ég og annar til. Í bréfi til utanríkisráðuneytisins tók lögreglustjórinn sérstaklega fram að við hefðum báðir getið okkur gott orð hjá yfirmönnum. Þáv. utanríkisráðherra fór ekki að ráðum lögreglustjóra. Hann fór að ráðum flokksbróður síns sem er deildarstjóri í tollgæslunni og réði í stöðuna einn flokksbróður til sem uppfyllti ekki þær lágmarkskröfur sem lög gera til tollvarða.
Í byrjun árs 1991 vísaði ég málinu til umboðsmanns Alþingis. Hann staðfesti álit mitt og komst að þeirri niðurstöðu að stöðuveitingunni væri áfátt bæði í undirbúningi og niðurstöðu. Álit umboðsmanns var rætt á þingi í nóvember 1993. Þá las utanríkisráðherra hluta af bréfi deildarstjórans þar sem var að finna niðrandi lysingar á mér undirrituðum og hinum hæfa umsækjandanum og lét ráðherrann sem þessar upplysingar hefðu legið til grundvallar stöðuveitingunni. Annað kom nú á daginn enda viðurkenndi deildarstjórinn við skyrslutöku hjá umboðsmanni að hafa ritað bréfið í október 1993!"
Í tilefni af erindi þessu fór Tölvunefnd þess á leit, með bréfi dags. 12. janúar 1996, að utanríkisráðuneytið greindi nefndinni frá því hvort sú afstaða þess að meina Ívari Pétri um aðgang að umræddu bréfi væri enn óbreytt. Í bréfi nefndarinnar segir m.a.:
"Ef afstaða ráðuneytisins er óbreytt er þess óskað, með vísun til 32. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga, að ráðuneytið sendi Tölvunefnd afrit umrædds bréf í því skyni að nefndin geti metið hvort bréfið hafi að geyma persónupplysingar í skilningi framangreindra laga og hvort ráðuneytinu sé skylt að veita umbeðinn aðgang."

Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 23. janúar sl., segir m.a.:
"Í ljósi erindis Ívars Péturs Guðnasonar til Tölvunefndar, dags. 28. nóvember 1995, áréttar varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins að afstaða hennar til málsins er enn óbreytt.
Ástæða er til að geta þess að ekkert kemur fram í hjálögðu bréfi deildarstjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sem ekki kemur þegar fram í opinberum gögnum um málið og viðkomandi einstaklingur hefur aðgang að.
Í því sambandi eru hjálögð til fróðleiks afrit af umfjöllun um þetta einstaka mál í skyrslum umboðsmanns Alþingis frá 1992 og 1993 og jafnframt úr Alþingistíðindum, frá umræðum á Alþingi 18. nóvember 1993 um skyrslu umboðsmanns Alþingis. Sérstök athygli er vakin á bls. 1544 í Alþingistíðindunum, þar sem öll efnisatriði í umræddu bréfi koma fram."

Tölvunefnd tók mál þetta til skoðunar á fundi sínum þann 5. febrúar 1996 og bar bréf deildarstjórans saman við það sem fram kemur á bls. 1544 í Alþingistíðindum 1993. Við þá athugun kom í ljós að af Alþingistíðindum að dæma hafi utanríkisráðherra sleppt einni setningu við lestur bréfsins á þingi, en í bréfi ráðuneytisins var hins vegar fullyrt að ekkert kæmi fram í umræddu bréfi deildarstjórans sem ekki hafi þegar komið fram í opinberum gögnum sem Ívar hafi aðgang að. Af því tilefni fór Tölvunefnd þess á leit, með bréfi dags. 6. febrúar sl., að utanríkisráðuneytið skyrði þetta misræmi.

Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 12. febrúar sl., segir m.a.:
"Varnarmálaskrifstofa vill ekki leggja mat á af hverju eina setningu í bréfi deildarstjóra tollgæslunnar vantar í Alþingistíðindi, sbr. umræður á Alþingi 18. nóvember 1993, en leyfir sér í því sambandi að vekja athygli á bls. 343 í skyrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1993, þar sem umboðsmaður fjallar um fyrrgreint bréf deildarstjórans og umsögn af hans hálfu um starfshæfni Ívars Péturs Guðnasonar."
Tölvunefnd tók mál þetta til skoðunar á fundi sínum þann 26. febrúar 1996 og skoðaði það sem fram kemur á bls. 343 í skyrslu umboðsmanns Alþingis. Þar kemur fram hluti af þeirri setningu sem sleppt var en bréfið í heild sinni er þar ekki birt. Í skyrslu umboðsmanns segir orðrétt:
"Í fyrrgreindu bréfi deildarstjórans eru rangar og órökstuddar staðhæfingar. Þar er meðal annast sagt, að umsækjandi hafi starfað á nokkrum vinnustöðum síðan og sé nú atvinnulaus. Segi "það nokkuð um starfshæfni hans". Við nánari athugun mína, meðal annars með viðræðum við deildarstjórann, hefur ekkert komið fram eða verið fært fram, sem réttlæti þessa umsögn um starfshæfni umsækjandans."


II.
Niðurstaða Tölvunefndar.

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga er með persónuupplysingum átt við upplysingar sem varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telja verður að upplysingar þær sem um ræðir í máli þessu falli undir einkamálefni í skilningi framangreinds ákvæðis í lögum 121/1989 og lúti því reglum þeirra laga og úrskurðarvaldi Tölvunefndar.
Um aðgang skráðs aðila að framangreindum upplysingum gildir sú meginregla, sbr. 9. gr. laganna, að telji aðili að persónuupplysingar um hann séu færðar í tiltekna skrá geti hann óskað þess við skrárhaldara að honum sé skyrt frá því sem þar er skráð. Er skylt að verða við þeim tilmælum án ástæðulausrar tafar. Þessi meginregla gildir ekki ef hagsmunir hins skráða af því að fá vitneskju um efni upplysinga þykja eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir ótvíræðum almannahagsmunum eða einkahagsmunum, þar með töldum hagsmunum hins skráða sjálfs.
Við mat á því hvort veita beri hinum skráða aðgang að því sem um hann er skráð ber að líta til þeirra hagsmuna sem vegast á og skoða hvort þörfin á að leyna upplysingunum vegi þyngra en hagsmunir hins skráða af því að fá umbeðinn aðgang.
Mál það sem hér um ræðir varðar beiðni einstaklings um aðgang að upplysingum sem hann snerta í bréfi í vörslum utanríkisráðuneytins þar sem m.a. er fjallað um hæfni hans til að gegna starfi tollvarðar. Hafa ber í huga að réttur manna til að kynna sér upplysingar er þá varða ráðast af almennum réttarreglum. Frá þeim meginreglum getur hins vegar verið rétt að víkja af tilliti til hagsmuna einkaaðila eða opinberra aðila ef ríkar ástæður eru til. Ekkert hefur komið fram í máli þessu sem synir að slíkar ástæður séu fyrir hendi þannig að takmarka beri rétt Ívars Péturs til að kynna sér efni umrædds bréfs.
Það er því álit Tölvunefndar, samkvæmt framanrituðu og eins og atvikum er háttað í þessu máli, að telja beri hagsmuni Ívar Péturs Guðnasonar af því að geta kynnt sér efni umrædds bréfs í heild sinni vega þyngra en hagsmuni utanríksráðuneytisins af því að meina honum um slíkan aðgang.
Af því tilefni og með vísun til 9. gr. laga nr. 121/1989 er það niðurstaða Tölvunefndar að utanríkisráðuneytinu sé skylt að afhenda Ívari Pétri Guðnasyni bréf það sem um ræðir í máli þessu. Er Ívari heimilt að beina þeirri kröfu að utanríkisráðuneytinu, þar sem eintak af bréfinu er í vörslum þess.


Úrskurðarorð:

Utanríkisráðuneytinu ber að afhenda Ívar Pétri Guðnasyni ódagsett bréf Gottskálks Ólasonar til utanríkisráðuneytins frá því í október 1993."

3.12.7. — Rannsóknarlögregla ríkisins, Bogi Nilsson (95/298).

Rannsóknarlögregla ríkisins óskaði leyfis til að fá aðgang að fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins, þar sem m.a. yrði gert ráð fyrir leitarmöguleikum eftir kennitölum. Beiðnin var upphaflega send Fasteignamati ríkisins, sem fram-sendi hana Tölvunefnd. Niðurstöðu Tölvunefndar er að finna í bréfi hennar til RLR, dags. 13. febrúar 1996. Þar segir:

"Á árinu 1994 hafði Tölvunefnd til athugunar aðgang að upplysingum úr fasteignaskrá eftir kennitölum og vísast um niðurstöðu hennar til meðfylgjandi ársskyrslu fyrir það ár, bls. 69 - 72. Þar kemur m.a. fram að af tilliti til sjónarmiða um einkalífsvernd telji nefndin verulega annmarka vera á því að veita víðtækan aðgang að fasteignaskrá eftir nöfnum og kennitölum eigenda, sérstaklega þegar einstaklingar eiga í hlut. Af þeirri ástæðu, og með vísun til sjónarmiða um jafnræði og samræmi í ákvörðunum stjórnvalda, ákvað nefndin að almennt skuli slíkur aðgangur vera óheimill.
Varðandi beiðni yðar nú skal tekið fram að um aðgang að persónuupplysingum gildir sú meginregla, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, að án heimildar í öðrum lögum er aðgangur að þeim óheimill nema fyrir liggi samþykki hins skráða eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Hvorki er að finna í sérlögum ákvæði sem heimila lögreglu slíkan aðgang að fasteignaskrám né liggja fyrir samþykki allra þeirra sem þær varða. Í 2. mgr. 5. gr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geti Tölvunefnd heimilað að skyrt verði frá slíkum upplysingum ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd ræddi mál þetta á fundi sínum þann 12. þ.m., og skoðaði m.a. þá hagsmuni sem hér vegast á og þau rök sem þér hafið fært fyrir umbeðnum aðgangi, bæði í bréfi yðar, dags. 11. desember 1995 og á fundi með nefndinni þann 12. þ.m. Með vísun til rannsóknarhlutverks Rannsóknarlögreglu ríkisins, sbr. IX. kafla laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, og að öðru leyti með vísun til þess sem hjá yður hefur komið fram um þörf Rannsóknarlögreglunnar fyrir umræddan aðgang, samþykkti nefndin hann fyrir sitt leyti. Er heimild þessi bundin því skilyrði að slíkur aðgangur verði einungis veittur tveimur starfsmönnum RLR, þ.e. yfirmönnum deildar 4 sem fer með rannsókn skatta- og efnahagsbrota og stærri fjármunabrota, og einungis nyttur þegar ástæða er til að ætla að upplysingar, sem skipt geti miklu máli fyrir rannsókn máls, fáist með þeim hætti.
Heimild þessi gildir til 1. júlí 1997."

3.12.8. — Sjúkrahús Reykjavíkur, Baldur Johnsen (96/072).

Sjúkrahús Reykjavíkur óskaði heimildar til að mega samkeyra upplysingar um elli- og örorkulífeyrisþega og afsláttarkorthafa við reikningagerðarkerfi sjúkrahússins. Í bréfi Tölvunefndar, dags. 16. desember 1996, segir:

"Af tilefni beiðni yðar, beindi Tölvunefnd til yðar fyrirspurn, dags. 19. mars sl., um hvort kannaðar hafi verið leiðir til að leysa umræddan vanda með öðrum hætti en slíkri samkeyrslu, t.d. með kerfi fyrir fyrirspurnir um einstaka sjúklinga í gegnum beinlínutengingu við Tryggingastofnun ríkisins. Benti Tölvunefnd á að með því mætti væntanlega komast hjá því að sjúkrahúsið fengi persónuupplysingar um aðra einstaklinga en þá sem þangað leita. Í svari yðar, dags. 21. mars sl., segir m.a.:
"Sú leið sem Tölvunefnd stingur upp á, er flókin, kostnaðarsöm, erfið í framkvæmd og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Sjúkrahúsið hefur ekki bolmagn til að ljúka við slíkt verkefni með það fjármagn sem núgildandi fjárlög ætla því. Sjúkrahúsið er á hinn bóginn reiðubúið til að hefja undirbúning að slíkri beinlínutengingu í samvinnu við Tryggingastofnun Ríkisins. Á meðan slík samtenging er ekki kominn á er Sjúkrahúsið reiðubúið að skuldbinda sig til að nyta ofangreindar upplysingar ekki til annarra nota en þeirra sem fram koma í erindi Sjúkrahússins til Tölvunefndar frá 6. mars s.l."
Nefndin biðst velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur á afgreiðslu erindis yðar, en hún er einkum til komin vegna þess hve seint hefur gengið að fá um það umsögn landlæknis. Með bréfum, dags. 2. apríl, 9. september og 15. nóvember sl., fór Tölvunefnd þess á leit að landlæknir gerði grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Hefur umsögn hans, dags. 2. þ.m., nú borist nefndinni. Þar segir m.a.:
"Tekið skal fram að landlæknir álítur að skyldur og ábyrgð gagnvart sjúklingi vegi allajafnan þyngst í starfi heilbrigðisstétta. Þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks er ætlað að tryggja ákveðin verðmæti, svo sem sjálfræði sjúklings, einkalíf hans og mannlega reisn. Óhugsandi er því að utanaðkomandi aðilar fái aðgang að persónulegum upplysingum um sjúklinga án þess að samþykki þeirra sjálfra komi til.
Umrætt erindi Sjúkrahúss Reykjavíkur varðandi samkeyrslu upplysinga um afsláttarkortshafa, elli- og örorkulífeyrisþega, við reiknisgerðarkerfi sjúkrahússins snyr hins vegar að því að tryggja fjárhagsleg stöðu ákveðins þjóðfélagshóps. Landlæknir lysir sig ekki mótfallinn því að þessar upplysingar verði samkeyrðar. Það verður hins vegar að tryggja með öruggum hætti að upplysingar um heilsufar viðkomandi einstaklinga séu ekki skráðar samhliða staðfestingu á því hvort menn njóti afsláttarkjara."

Tölvunefnd ræddi erindi yðar á fundi sínum þann 13. þ.m. Ákvað nefndin, með vísun til þeirra röksemda sem í tilvitnuðu bréfi landlæknis greinir, og með vísun til grunnraka 4., 5. og 6. gr. laga nr. 121/1989, að samþykkja beiðni yðar um að mega samkeyra upplysingar Tryggingastofnunar ríkisins um afsláttarkorthafa, elli- og örorkulífeyrisþega við reikningagerðarkerfi Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samþykki þetta er bundið þeim skilmálum sem þér leggið til í bréfi yðar, dags. 21 mars sl., þ.e. að sjúkrahúsið hefji undirbúning að beinlínutengingu í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins og að þar til slík samtenging komist á skuldbindi sjúkrahúsið sig til að nyta umræddar upplysingar ekki í öðrum tilgangi en greinir í bréfi yðar, dags. 6. mars sl., þ.e. að bæta þjónustu við þá sem afsláttarkjara njóta.

3.12.9. – Stígamót (96/051).

Tölvunefnd tók þetta mál til umfjöllunar að eigin frumkvæði. Að umfjöllun og athugun lokinni varð niðurstaða nefndarinnar sú að samtökin hefðu, með því að upplysa fjölmiðla um nöfn þolenda og meints fremjenda kynferðislegs ofbeldis, gerst brotleg við ákvæði laga nr. 121/1989. Er úrskurður nefndarinnar birtur í heild sinni hér á eftir:

"Tölvunefnd hefur að undanförnu haft til umfjöllunar meint brot yðar á lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga. Hefur athugun nefndarinnar einkum beinst að því hvort þér, með því að upplysa fjölmiðla um nöfn þolenda og meints fremjanda kynferðislegs ofbeldis, hafið gerst brotleg við ákvæði laga nr. 121/1989, einkum ákvæði 4. og 5. gr., sbr. 1. og 3. gr. laganna.
Á fundi sínum hinn 11. mars 1996 komst Tölvunefnd að eftirfarandi niðurstöðu í máli þessu:

I.
Málavextir.

Forsaga máls þessa er sú, að hinn 3. nóvember 1993 komu fulltrúar Tölvunefndar á yðar fund á skrifstofu Stígamóta í því skyni að kynna sér, hvernig þar er háttað skráningu og annarri meðferð viðkvæmra persónuupplysinga, sem starfsfólk Stígamóta fær vitneskju um í starfi sínu fyrir samtökin. Í framhaldi af því barst nefndinni greinargerð, dags. 11. nóvember 1993, sem undirrituð er af yður f.h. Stígamóta, en þar segir svo:
"Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi byggja starf sitt meðal annars á fullum trúnaði við alla sem til okkar leita. Það að tryggja trúnað og nafnleynd þeirra sem hingað leita en jafnframt að leitast við að safna upplysingum um það kynferðislega ofbeldi, sem fólk hefur orðið fyrir hefur verið ofarlega í huga okkar. Við höfum leitast við að gera þetta með eftirfarandi hætti.
Við styðjumst við nafnlaus en númeruð skráningarblöð þar sem ákveðnar upplysingar eru skráðar við fyrstu komu einstaklingsins. Þessar upplysingar eru færðar inn á tölvu til úrvinnslu við gerð ársskyrslu. Sama manneskjan kemur hér að jafnaði mörgum sinnum þannig að okkur er nauðsyn að halda einhverri reiðu á hverju máli. Til þess að geta það heldur hver starfskona fyrir sig lágmarks skráningu um hvert einstakt mál sem hún vinnur að. Aldrei eru skráðar upplysingar svo sem föðurnafn, kennitala eða heimilisfang í þessum minnispunktum starfskvenna. Allar upplysingar er varða einstaklinga eru geymdar í læstri hirslu, sem enginn hefur aðgang að nema starfskonur.
Ég vona að þessar upplysingar, ásamt með þeim gögnum sem nefndin fékk er hún heimsótti okkur á dögunum séu nægilegar fyrir nefndina. Sé frekari upplysinga óskað erum við að sjálfsögðu reiðubúnar að veita þær. Allar ábendingar nefndarinnar um það sem betur mætti fara varðandi skráningu og nafnleynd þiggjum við að sjálfsögðu með þökkum."
Meðal gagna þeirra, sem þér afhentuð fulltrúum Tölvunefndar á umræddum fundi 3. nóvember 1993, var eyðublað, sem starfskonur Stígamóta fylla út í viðtölum við þá einstaklinga, sem til samtakanna leita. Efnisflokkar eyðublaðsins eru eftirfarandi:
Um þolanda (atriði 5 - 35).
Um ofbeldið og ofbeldismanninn/mennina (atriði 36 - 64).
Um kærur (atriði 65 - 73).

Að þessum gögnum fengnum var það mat Tölvunefndar, að skráðar upplysingar hjá Stígamótum, væru hvorki persónugreindar né persónugreinanlegar í skilningi 4. mgr. 1. gr. laga nr. 121/1989. Í framhaldi af þessu sendi Tölvunefnd yður bréf, dags. 19. nóvember 1993. Þar segir m.a. svo:
"Í bréfi yðar kemur fram að skráðar eru upplysingar sem hinn skráði lætur í té, en skv. 2. mgr. 4. gr. laga um meðferð og skráningu perónuupplysinga nr. 121/1989 telst slík skráning heimil. Með vísun til þess og þess sem fram kemur í bréfi yðar um þá aðferð sem viðhöfð er við skráningu upplysinga og aðgang að þeim, sér tölvunefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við skráningaraðferðir yðar.
Tölvunefnd vill þó, í ljósi þess að hér er um að ræða persónuupplysingar sem eru sérstaklega viðkvæms eðlis, ítreka mikilvægi nafnleyndar og afar takmarkaðs aðgangs að þeim."


II.
Bréfaskipti Tölvunefndar og Stígamóta.

Hinn 26. febrúar 1996 birtist í DV frétt undir fyrirsögninni: "Hópur kvenna ætlar fram í dagsljósið vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Ólafs Skúlasonar:/ ÞRJÁR KONUR FÁ HJÁLP HJÁ STÍGAMÓTUM VEGNA BISKUPS/ - Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi staðfestir að konurnar hittist þar reglulega". Í fréttinni er orðrétt eftir yður haft:
"Ég get staðfest að hér hittast reglulega þrjár vegna þessara mála. Ég veit líka um fleiri mál kvenna vegna biskups án þess að ég vilji vegna trúnaðar við þær ræða það nánar."
Hinn 27. febrúar 1996 birtist frétt um sama mál í Alþyðublaðinu undir fyrirsögninni: "Þrjár konur hafa komið til Stígamóta vegna meintrar áreitni biskups. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi kveðst vita um tvær konur til viðbótar sem orðið hafi fyrir áreitni biskups. Siðanefnd Prestafélagsins vísaði málinu frá í gær/ †MISLEGT BENDIR TIL A' FLEIRI KONUR HAFI SVIPA'A SÖGU A' SEGJA/ Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi hjá Stígamótum: Harma viðbrögð siðanefndar." Í fréttinni er orðrétt eftir yður haft:
"Hjá okkur koma reglulega saman þrjár konur til að ræða þessa reynslu sína. Án þess að fleiri konur hafi leitað til okkar upp á síðkastið, get ég ekki neitað því að ákveðin viðbrögð benda til þess að aðrar konur hafi svipaða sögu að segja."
Sambærileg ummæli létuð þér falla í viðtölum við fleiri fjölmiðla, m.a. ljósvakamiðlana, og skal það ekki frekar rakið hér.
Í tilefni þessa ritaði Tölvunefnd yður bréf, dags. 27. febrúar 1996. Er í upphafi þess vitnað til fyrri samskipta nefndarinnar og Stígamóta, sem að framan eru rakin, og í niðurlagi bréfsins segir svo:
"Með vísun til framangreinds er hér með lagt fyrir yður að skyra tafarlaust umrætt misræmi og gera glögga grein fyrir því hvaða reglur samtökin hafa sett sér um nafnleynd. Jafnframt er þess óskað að þér gerið grein fyrir því hvort þér teljið það vera í verkahring Stígamóta að upplysa opinberlega um nöfn meintra fremjenda refsiverðra brota. Er í þessu sambandi vakin sérstök athygli yðar á ákvæðum 1., 3., 4. og 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, ásamt ákvæðum 32. gr. sömu laga."
Með bréfi, dags. 29. febrúar 1996, svarið þér framangreindum fyrirspurnum Tölvunefndar. Í bréfi yðar kemur m.a. fram, að öll skráning hjá Stígamótum sé með sama hætti og gerð var grein fyrir í bréfi yðar, dags. 11. nóvember 1993. Þá segir einnig í bréfi yðar varðandi mál það, sem hér er til umfjöllunar, að umræddar konur hafi óskað eftir því, að þér staðfestuð í fjölmiðlum, ef eftir yrði leitað, að þær hefðu leitað til Stígamóta vegna máls þessa. Með bréfi yðar fylgdi yfirlysing umræddra þriggja kvenna þessu til staðfestingar, dags. 22. febrúar 1996, þar sem segir að þær hafi leitað til Stígamóta "… vegna kynferðisofbeldis og áreitni …", sem þær hafi á sínum tíma sætt af hendi núverandi biskups. Í bréfi yðar er jafnframt vakin athygli á því, að áður en þér veittuð fjölmiðlum umræddar upplysingar, hafi verið staðfest, af formanni siðanefndar Prestafélags Íslands, að biskup væri sakaður um kynferðisofbeldi. Teljið þér yður samkvæmt þessu hvorki hafa brotið trúnað við þær konur, sem hlut eigi að máli, né misnotað upplysingar um einkamálefni. Að lokum svarið þér neitandi þeirri spurningu hvort það sé í verkahring Stígamóta að upplysa opinberlega um nöfn meintra fremjenda refsiverðra brota.
Í framhaldi af síðastgreindu bréfi yðar áttu formaður og ritari Tölvunefndar fund með yður á skrifstofu Stígamóta hinn 4. mars 1996, þar sem málefni þetta var frekar rætt. Óskuðu fulltrúar nefndarinnar eftir því að fá í hendur öll gögn, sem mál þetta varða, og var sú ósk nefndarinnar áréttuð með bréfi, dags. 6. mars 1996, en þar segir m.a. svo:
"Með bréfi þessu vill Tölvunefnd árétta þau tilmæli, sem sett voru fram í heimsókn fulltrúa nefndarinnar til yðar, þann 4. þ.m., um að þér afhentuð nefndinni afrit allra gagna sem meint ofbeldismál varða. Þá er þess ennfremur óskað að nefndinni berist þrjár síðustu ársskyrslur Stígamóta auk stofnsamþykkta samtakanna og annarra gagna um markmið þeirra. Jafnframt er þess óskað að nefndinni berist skrifleg lysing á skráningaferli upplysinga hjá Stígamótum, þannig að nákvæmlega verði rakið, hvað er skráð, hversu lengi það er varðveitt og hverjir hafi að því aðgang. Þá er þess óskað að þér skyrið hvernig skipulag er á stjórn og starfi samtakanna og upplysið hver er menntun yðar og starfssvið."
Svar yðar barst Tölvunefnd 11. mars 1996 með bréfi, dags. 10. mars sama ár, þar sem þér svarið fyrirspurnum nefndarinnar og sendið með umbeðin gögn. Í bréfi yðar segir m.a. svo:
"Í viðræðum okkar 4. þ.m. nefndi ég að í það minnsta tvær þeirra kvenna, sem málið snertir hefðu leitað til Stígamóta fyrir nokkrum árum. Við leit mína að umræddum gögnum hefur komið í ljós að tvær kvennanna höfðu leitað til Stígamóta fyrir nokkrum árum. Önnur þeirra kom árið 1990, en engin skráningarblöð eða önnur gögn um komu hennar eru til frá þeim tíma nema nafn hennar í bók sem færð hefur verið frá stofnun Stígamóta um þær konur, sem tekið hafa þátt í sjálfshjálparhópum fyrir þolendur sifjaspella …
Hin konan leitaði fyrst til Stígamóta í mars mánuði árið 1991. Þá hafði verið tekinn upp sá háttur að færa inn á nytt skráningarblað hverja komu viðkomandi einstaklings og vísa til fyrri komu með númerum viðkomandi skyrslna …
Varðandi þriðju konuna, sem mál þetta snertir, þá leitaði hún fyrst til Stígamóta fyrri hluta febrúar sl. og þá með símtali. Hún kom síðar sjálf á Stígamót að ræða sín mál og talaði þá við mig. Skráning á fyrstu komu hennar er færð inn á tölvuskráningu ársins í ár og er no. 1345/96. Ljósrit fylgir af þeim minnispunktum sem ég skráði um komu hennar, en afrit af tölvuskráningunni varðandi komu hennar get ég því miður ekki sent nefndinni af tæknilegum ástæðum þar sem við getum ekki prentað út einstakar skrár …".
Á framangreindu skráningarblaði no. 1345/96, sem þér vitnið til í bréfi yðar, segir m.a. svo, eftir að Tölvunefnd hefur breytt nöfnum og skammstöfunum nafna:
"X
Febr. 96
X hringir heim, en …. Ég kannaðist v. nafn hennar v. frétta í útv. 15.2 og viðtals v. form. siðanefndar presta, þar sem fram kom að X o.fl. konur hefðu snúið sér til nefndarinnar v.þ. að þær hefðu orðið f. k. áreitni o.fl. af hendi biskups meðan hann var sóknarprestur. X rekur fyrir mér málavexti í símann og biður um að hitta mig. Við ákv. að hún komi á Stígamót þegar ég kem aftur til vinnu…."
Hefur nú verið rakið það úr gögnum málsins, sem Tölvunefnd telur máli skipta og hún byggir niðurstöðu sína á.


III.
Niðurstaða Tölvunefndar.

Að framan er lyst skráningu þeirri, sem fram fer í starfsemi Stígamóta. Af því, sem þar er rakið, má ráða, að samtökin skrá í starfsemi sinni upplysingar, sem í eðli sínu eru viðkvæmar persónuupplysingar í skilningi 1. mgr. 4. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 121/1989, og að þeim er kerfisbundið safnað í skipulagsbundna heild í skilningi 2. mgr. 1. gr. laganna. Af því leiðir, að umrædd skráning fellur undir gildissvið laga nr. 121/1989 og lytur þar með eftirliti Tölvunefndar, sem starfar samkvæmt ákvæðum X. kafla laganna.
Athugun Tölvunefndar nú á skráningu persónuupplysinga hjá Stígamótum leiðir í ljós, að þar fari að nokkru fram víðtækari skráning upplysinga um þolendur og meinta fremjendur refsiverðra brota, heldur en séð verður, að þörf sé á í þágu tölfræðilegra útdrátta svo sem til gerðar ársskyrslna. Byggist sú afstaða Tölvunefndar m.a. á því, að skráningin er að hluta til persónugreind eða persónugreinanleg í skilningi 4. mgr. 1. gr. laga nr. 121/1989. Er skráningin samkvæmt því víðtækari heldur en Tölvunefnd mátti ætla af athugun sinni í nóvember 1993.
Skráning þeirra upplysinga, sem um ræðir í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/1989 er óheimil, nema til þess standi sérstök lagaheimild. Frá þessu gildir sú undantekning, að hinn skráði getur veitt samþykki sitt til skráningarinnar, sbr. 2. mgr. 4. gr., eða Tölvunefnd veitt slíkt leyfi, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Af því leiðir, að Stígamótum er með samþykki þolenda kynferðislegs ofbeldis heimilt að skrá nöfn þeirra, en ekki nöfn meintra fremjenda slíks ofbeldis. Tölvunefnd gerir því ekki athugasemd við skráningu upplysinga um nöfn þolenda, svo framarlega sem hún hefur farið fram með samþykki þeirra. Hins vegar er samtökunum óheimilt að skrá meinta fremjendur slíkra brota með þeim hætti, að þeir verði persónugreindir eða persónugreinanlegir. Samkvæmt þessu var óheimilt að skrá biskup með þeim hætti sem gert var og að framan er lyst.
Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 er án sérstakrar lagaheimildar óheimilt að skyra frá upplysingum þeim, sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr., nema með samþykki hins skráða eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Þá er slík upplysingamiðlun heimil, ef Tölvunefnd veitir til þess samþykki sitt að fullnægðum skilyrðum 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989. Ljóst er af gögnum máls þessa, að þér höfðuð hvorki sérstaka lagaheimild, leyfi Tölvunefndar né heldur samþykki biskups til að miðla upplysingum um þau meintu brot hans, sem þér fenguð vitneskju um í starfi yðar og skyrðuð opinberlega frá. Var sú miðlun upplysinga af yðar hálfu því í andstöðu við ákvæði 5. gr. laga nr. 121/1989. Tekur Tölvunefnd fram, að hún telur engu máli skipta í því sambandi, þótt aðrir hafi áður miðlað opinberlega upplysingum um sama efni.
Með vísun til þess að þér hafið samkvæmt framangreindu brotið gegn ákvæðum 4. og 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplysinga, og með hliðsjón af ákvæðum 33. gr. laganna, leggur Tölvunefnd hér með fyrir yður og samtökin Stígamót eftirfarandi varðandi skráningu og meðferð þeirra persónuupplysinga, sem þér fáið vitneskju um í starfi yðar:
1. Að skrá eftirleiðis hvorki nöfn né önnur persónuauðkenni þolenda kynferðislegs ofbeldis, sem til Stígamóta leita, nema með ótvíræðu samþykki þeirra.
2. Að skrá eftirleiðis hvorki nöfn né önnur persónuauðkenni meintra fremjenda kynferðislegs ofbeldis.
3. Að miðla eftirleiðis hvorki upplysingum um nöfn þolenda né meintra fremjenda kynferðislegs ofbeldis til óviðkomandi aðila.
4. Að upplysa eftirleiðis ekki óviðkomandi aðila um atvik einstakra mála, sem Stígamót hafa afskipti af í starfsemi sinni.

Tölvunefnd vill að lokum taka fram, að hún telur í ljósi þess, hvernig mál þetta er heild sinni vaxið, ekki ástæðu til frekari aðgerða af sinni hálfu vegna framangreinda brota yðar á ákvæðum laga nr. 121/1989."


3.12.10. — Tryggingastofnun ríkisins, Karl Steinar Guðnason forstjóri (95/118).
Tryggingastofnun ríksisins fór fram á heimild til að fá aðgang að upplysingum apótekanna um sérhvern útgefinn og afgreiddan lyfseðil. Tölvunefnd synjaði með bréfi, dags. 24. janúar 1996. Þar segir m.a.:

"I.
Upplysingar sem óskað er aðgangs að.

Þær upplysingar sem þér, skv. framangreindu bréfu, óskið aðgangs að eru eftirfarandi:
Kennitala lyfjabúðar EAN-kennitala
Kennitala sjúklings Ísl. kennitala
Læknanúmer Númer læknis í læknaskrá
Seðilsnúmer Einkvæmt númer seðils innan lyfjabúðar
Dagsetning lyfseðils Hvenær lyfseðill var gefinn út
Fjöldi afgreiðslna Vegna fjölnota lyfseðla
Númer afgreiðslu Vegna fjölnota lyfseðla
Ord. teljari Fjöldi lyfjategunda á lyfseðli
Ord tegund
Norrænt númer lyfs
ATC flokkur lyfs
Lyfjamagn
Lyfjastyrkur
Dagsetning afgreiðslu Hvenær lyfseðill var afgreiddur
Staðfesting læknis Hvort lyfjabúð má breyta út frá lyfseðli
Fjöldi DDD / Dosering Áætlaður lyfjaskammtur í dögum
Heildarverð lyfs
Hlutur Tryggingastofnunar Hlutur Tryggingastofnunar í lyfjaverði

II.
Rök Tryggingastofnunar fyrir aðgangsbeiðni.

Í bréfi yðar er beiðni um aðgang að framangreindum upplysingum studd eftirfarandi rökum:
1. "Stefnt er að því að Landlæknisembættið geti lagt fyrirspurnir til Tryggingastofnunar ríkisins um atriði og upplysingar er embættið varðar í lyfjamálum. Er þá vísað í 24. gr. laga nr. 93/1994 er heimila Landlæknisembættinu ótakmarkað aðgengi að upplysingum um útgáfu og innihald allra lyfseðla sem útgefnir eru. Með þessum máta er tryggð gagnaöflun embættisins á fljótlegan og öruggan hátt."
2. "Vegna fjölnota lyfseðla og lyfseðla sem gefnir eru út af lækni án þess að þeir séu sendir til ákveðins apóteks þá er einnig farið fram á að Tryggingastofnun ríkisins geti starfað sem biðpósthús fyrir apótek. Sökum þess að einstaklingur vill vera óbundin af því, hvaða apótek afgreiðir fjölnota lyfseðil þá þarf að koma upp geymslustað sem tryggir jafnt aðgengi apóteka í gegnum fyrirspurnir. Þannig sinnir Tryggingastofnun því hlutverki að geyma lyfseðla fyrir þá einstaklinga sem það kjósa og veitir þeim þannig frjálsræði til að velja það apótek sem þeir kjósa í hvert sinn."
3. "Tryggingastofnun ríkisins hefur samkvæmt lyfjaskrám heimild til að gefa út sérstök lyfjakort á O merkt lyf (lyf sem Tryggingastofnun hefur annars ekki greiðsluskyldu á) til handa einstaklingum sem nota slík lyf að staðaldri. Nauðsynlegt er þá fyrir Tryggingastofnun ríkisins að geta flett upp hvort lyfjasaga sjúklingsins gefi tilefni til að slíkt lyfjakort sé gefið út. Varðandi þá lyfseðla sem Tryggingastofnun ríkisins á greiðsluþátt í yrði sendur sérstakur reikningur að auki á EDIFACT formi."
4. "Samkvæmt reglugerð nr. 231/1993 ber Tryggingastofnun ríkisins ábyrgð á endurgreiðslum til einstaklinga sem sökum aðstæðna lenda í háum kostnaði vegna lyfjakaupa, bæði vegna lyfja sem Tryggingastofnun á lögbundin kostnaðarþátt í og þeirra lyfja sem falla fyrir utan þátttöku stofnunarinnar. Tryggingastofnun ríkisins er nauðsyn á að geta staðfest og samþykkt heildarlyfjanotkun viðkomandi einstaklinga til að geta ákvarðað endurgreiðslur á fullnægjandi máta."
5. "Tengt lyfjakostnaði er mat á réttindum einstaklinga á uppbótum á lífeyri. Slík uppbót fæst greidd ef einstaklingur lendir í háum sjúkrakostnaði. Í útreikningi sjúkrakostnaðar er reiknaður heildarkostnaður einstaklingsins og þar með talinn kostnaður vegna lyfja sem Tryggingastofnun ríkisins á ekki greiðsluþátt í. Brynt er að Tryggingastofnun ríkisins geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu á fullnægjandi máta með því að tryggja stofnuninni aðgengi að upplysingum um heildarlyfjanotkun einstaklingsins."


III.
Álit Tölvunefndar

Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplysinga er, án heimildar í öðrum lögum, eigi heimilt að skyra frá upplysingum um einkamálefni einstaklinga nema með samþykki hans eða einhvers sem heimild hefur til að skuldbinda hann. Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar getur Tölvunefnd þó heimilað að skyrt verði frá slíkum upplysingum ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Tölvunefnd hefur rætt mál þetta og skoðað þá hagsmuni sem hér vegast á og þær röksemdir sem þér hafið fært fyrir aðgangi stofnunarinnar að umræddum upplysingum.
Varðandi fyrstu röksemd yðar, þ.e að stofnunin þurfi umræddar upplysingar þar sem stefnt sé að því að geta séð landlækni fyrir þeim, skal eftirfarandi tekið fram: Samkvæmt 4. mgr. 24. gr. laga nr. 93/1994 getur landlæknir krafið lyfsala um upplysingar um lyfseðla allt að einu ári aftur í tímann. Það mun hann hafa gert með bréfum dags. 15. nóvember 1995. Þar sem hvorki hefur komið fram að hann óski milligöngu Tryggingastofnunar um söfnun þeirra upplysinga né verður séð að fyrir hendi séu skilyrði óbeðins erindisrekstrar, verður eigi fallist á röksemd þessa fyrir umbeðnum aðgangi.
Varðandi aðra röksemd yðar, þ.e. að mikilvægt sé að Tryggingastofnun geymi upplysingar um fjölnota lyfseðla, og lyfseðla sem gefnir eru út af lækni án þess að þeir séu sendir til ákveðins apóteks, í því skyni að veita einstaklingum frelsi til að fara í það apótek sem þeir kjósa hverju sinni, skal eftirfarandi tekið fram: Ekki liggur fyrir að því séu nokkrar skorður reistar til hvaða apóteks sjúklingur snyr sér um afgreiðslu lyfs samkvæmt slíkum lyfseðlum. Verður ekki á það fallist að sérstakra aðgerða sé þörf til að veita sjúklingnum frelsi sem hann hefur nú þegar, og þessari röksemd yðar samkvæmt því hafnað.
Varðandi þriðju röksemd yðar, þ.e. að Tryggingastofnun sé nauðsyn að geta skoðað lyfjasögu sjúklinga til að geta metið hvort gefa beri út lyfjakort á O merkt lyf, skal eftirfarandi tekið fram: Þar sem unnt er að sanna lyfjaþörf og -notkun þess sem sækir um slíkt lyfjakort með framlagningu læknisvottorðs verður sú leið að teljast æskilegri þar sem þannig má komast hjá því að safna einkalífsupplysingum um fleiri einstaklinga en bryn nauðsyn ber til.
Varðandi fjórðu röksemd yðar, þ.e. að Tryggingastofnun ríkisins sé nauðsyn að geta staðfest heildarlyfjanotkun til að geta ákvarðað endurgreiðslur samkvæmt reglugerð nr. 231/1993, skal eftirfarandi tekið fram: Samkvæmt 3. gr. framangreindrar reglugerðar ber sjúkratryggðum að sanna útgjöld sín með framlögðum kvittunum. Þegar af þeirri ástæðu, og að öðru leyti með vísun til framangreinds, verður því eigi fallist á röksemd þessa fyrir umbeðnum aðgangi.
Varðandi fimmtu röksemd yðar, þ.e. að stofnuninni sé nauðsyn á upplysingum um kostnað vegna lyfja sem Tryggingastofnun ríkisins á ekki greiðsluþátt í, í því skyni að geta metið heildarsjúkrakostnað viðkomandi, og þar með rétt hans til uppbótar á lífeyri, skal sem fyrr vísað til þess að unnt er að sanna lyfjaþörf og -notkun sjúklingsins með framlagningu læknisvottorða og kvittana.


IV.
Niðurstaða.

Með vísun til framanritaðs, og með það meginmarkmið í huga að tryggja persónuvernd sjúklinga þannig að hvorki verði safnað einkalífsupplysingum um aðra en þá sem nauðsyn ber til né af fleirum en nauðsyn ber til, ákvað nefndin á fundi sínum þann 22. þ.m. að hafna beiðni yðar um aðgang að upplysingum apótekanna um alla útgefna og afgreidda lyfseðla."

4.0. FJÖLÞJÓÐLEGT SAMSTARF.

4.1. Norrænt samstarf.
Árlegur fundur norrænna gagnaverndarstofnana var haldinn á Íslandi (á Höfn í Hornafirði) dagana 17. - 20. júní. Norrænir gestir voru 16 talsins. Af hálfu Tölvunefndar sóttu fundinn allir nefndarmenn og framkvæmdastjóri.

4.2. Evrópuráðið.

4.2.1. Sérfræðinganefndin um gagnavernd.
Sérfræðinganefndin hélt tvo fundi á árinu, sá fyrri var haldinn 4. - 7. júní og hinn síðari 19. - 22. nóvember. Sótti framkvæmdastjóri báða fundina.

4.2.2. Ráðgjafarnefnd gagnaverndarsamnings Evrópu.
Ráðgjafarnefndin hélt einn fund á árinu, 3. - 5. desember. Fundurinn var ekki sóttur.

4.3. Alþjóðasamtök gagnaverndarstofnana.
Haldinn var árlegur fundur alþjóðasamtaka stofnana um gagnavernda í Ottawa dagana 18. - 21. september. Hann sóttu formaður nefndarinnar og framkvæmdastjóri.

4.4. Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. ESB-tilskipunar um friðhelgi einkalífs og verndun persónuupplysinga.
Á árinu fékk Ísland áheyrnaraðild að starfi þessa vinnuhóps. Eftir að sú aðild kom til voru haldnir tveir fundir á árinu. Sá fyrri var haldinn 11. september og var hann sóttur af framkvæmdastjóra nefndarinnar. Sá seinni var haldinn 10. desember. Sótti Högni Snjólfur Kristjánsson fundinn fyrir hönd nefndarinnar.


5.0. Lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga (Nr. 121 28. desember 1989)


I. kafli.
Gildissvið laganna.
1. gr.

Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplysingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin. Lögin taka til skráningar af hálfu atvinnurekenda, fyrirtækja, félaga, stofnana og til skráningar á vegum opinberra aðila.
Með kerfisbundinni skráningu upplysinga er átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplysinga í skipulagsbundna heild.
Með persónuupplysingum er átt við upplysingar sem varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.
Ákvæði laganna eiga við um upplysingar um einkamálefni er varða tiltekinn aðila, þótt hann sé ekki nafngreindur, ef hann er sérgreindur með nafnnúmeri, kennitölu eða öðru skráningarauðkenni sem unnt er að persónugreina með eða án greiningarlykils.

2. gr.

Skráning samkvæmt lögum nr. 30/1956 og skráning í þágu ættfræðirannsókna og æviskrárrita fellur utan marka laga þessara.

II. kafli.
Almennar reglur um heimild til skráningar.
3. gr.

Kerfisbundin skráning persónuupplysinga, er 1. gr. tekur til, er því aðeins heimil að skráningin sé eðlilegur þáttur í starfsemi viðkomandi aðila og taki einungis til þeirra er tengjast starfi hans eða verksviði, svo sem viðskiptamanna, starfsmanna eða félagsmanna.

4. gr.

Óheimilt er að skrá eftirtaldar upplysingar er varða einkamálefni einstaklinga:
a. upplysingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð,
b. upplysingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,
c. upplysingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun,
d. upplysingar um veruleg félagsleg vandamál,
e. upplysingar um svipuð einkalífsatriði og greinir í a—d.

Skráning upplysinga þeirra, er greinir í 1. mgr., er heimil standi til þess sérstök heimild samkvæmt öðrum lögum. Þá er skráning upplysinga skv. 1. mgr. og heimil ef hinn skráði hefur sjálfur látið upplysingar í té eða upplysinga er aflað með samþykki hans. Það er skilyrði slíkrar skráningar að upplysinga sé aflað við þær aðstæður að hinum skráða geti eigi dulist að ætlunin er að skrá viðkomandi upplysingar.
Þótt skilyrðum 2. mgr. sé eigi fullnægt getur tölvunefnd heimilað skráningu upplysinga þeirra er greinir í 1. mgr. ef ótvírætt er að skráningaraðila sé bryn nauðsyn vegna starfsemi sinnar að skrá upplysingarnar. Tölvunefnd bindur heimild til slíkrar skráningar þeim skilyrðum sem hún metur nauðsynleg hverju sinni.

III. kafli.
Um aðgang að skráðum upplysingum.
5. gr.

Án sérstakrar heimildar í öðrum lögum er eigi heimilt að skyra frá upplysingum þeim sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. nema með samþykki hins skráða eða einhvers er heimild hefur til að skuldbinda hann.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar getur tölvunefnd þó heimilað að skyra megi frá upplysingum þeim er greinir í 1. mgr. 4. gr. ef synt er fram á að brynir almannahagsmunir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum.
Öðrum upplysingum, sem falla undir ákvæði laga þessara en þeim sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr., er því aðeins heimilt að skyra frá án samþykkis hins skráða að slík upplysingamiðlun sé eðlilegur þáttur í venjubundinni starfsemi skráningaraðilans.
Án sérstakrar lagaheimildar er eigi heimilt að skyra frá upplysingum um atvik sem eldri eru en fjögurra ára nema synt sé fram á að aðgangur að upplysingunum geti haft úrslitaþyðingu við mat á tilteknu atriði sem upplysingarnar tengjast.
Heimilt er að skyra frá upplysingum ef eigi er unnt að rekja þær til ákveðinna einstaklinga eða lögpersóna.
Samtenging skráa.

6. gr.

Eigi er heimilt að tengja saman skrár er falla undir ákvæði laga þessara nema um sé að ræða skrár sama skráningaraðila. Með sama aðila er hér átt við sama einstakling, fyrirtæki, félag eða stofnun hins opinbera. Með samtengingu skráa er jafnt átt við vélræna sem handunna færslu upplysinga milli skráa.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að tengja við skrá upplysingar um nafn, nafnnúmer, kennitölu, fyrirtækjanúmer, heimilisfang, aðsetur og póstnúmer enda þótt slíkar upplysingar séu sóttar í skrár annars aðila.
Tölvunefnd getur veitt undanþágu frá samtengingarbanni 1. mgr. ef fullnægt er skilyrðum þeim, sem fram koma í 2.-4. mgr. 5. gr., um heimild tölvunefndar til að veita aðgang að skráðum upplysingum. Skal þá ótvírætt að þeir hagsmunir, sem ætlunin er að vernda með samtengingunni, vegi þyngra en tillitið til hagsmuna hinna skráðu. Tölvunefnd getur bundið heimild til samtengingar nánari skilyrðum, þar með talið skilyrðum um það hvernig upplysingarnar verði notaðar og að skyra beri hinum skráða frá því að samtenging kunni að fara fram.

7. gr.

Heimilt er að veita lækni eða tannlækni, er hefur mann til læknismeðferðar, upplysingar úr sjúkraál sjúkrahúss eða öðrum sjúklingaskrám varðandi hinn skráða. Þá er og heimilt, þegar læknir á í hlut, að veita upplysingar um aðra menn, einkum vandamenn hins skráða, þegar slíkt er talið skipta máli vegna læknismeðferðar á hinum skráða manni.

8. gr.

Nú synir tiltekinn aðili fram á að honum sé þörf á ákveðnum skráðum upplysingum, er falla undir ákvæði laga þessara, vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja og getur tölvunefnd þá heimilað að þeim er slíka hagsmuni hefur verði látnar upplysingarnar í té, enda sé þá ótvírætt að þörfin á því að fá upplysingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að upplysingunum verði haldið leyndum. Þetta á þó ekki við um upplysingar sem þagnarskylda ríkir um samkvæmt sérstökum lagaákvæðum.

IV. kafli.
Um rétt skráðra aðila.
9. gr.

Telji aðili að persónuupplysingar um hann séu færðar í tiltekna skrá getur hann óskað þess við skrárhaldara að honum sé skyrt frá því sem þar er skráð. Er skylt að verða við þeim tilmælum án ástæðulausrar tafar.
Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ef hagsmunir hins skráða af því að fá vitneskju um efni upplysinga þykja eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir ótvíræðum almannahagsmunum eða einkahagsmunum, þar með töldum hagsmunum hins skráða sjálfs. Ef svo er háttað um nokkurn hluta upplysinga, en eigi aðra, skal beiðanda veitt vitneskja um þá hluta sem eigi þykir varhugavert að skyra frá.

10. gr.

Um skyldu læknis til þess að afhenda sjúkraskrá, alla eða að hluta, sjúklingi eða forráðamanni hans, fer eftir ákvæðum læknalaga nr. 53 frá 19. maí 1988.

11. gr.

Ákvæði 9. gr. taka ekki til skrár eða skráningar sem einvörðungu er stofnað til í þágu tölfræðilegra útdrátta. Tölvunefnd getur einnig ákveðið að aðrar skrár séu undanþegnar ákvæðum þessum ef ætla má að ákvæði 2. mgr. 9. gr. muni hafa í för með sér að tilmælum um upplysingar úr slíkum skrám verði almennt hafnað.

12. gr.

Upplysingar skv. 9. gr. skulu veittar skriflega ef þess er óskað. Skrárhaldari skal verða við tilmælum skráðs aðila og skyra honum frá því sem um hann er skráð sem fyrst og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því að krafa um slíkt kom fram, en skyra ella hinum skráða skriflega frá ástæðum þess að tilmælum hans hefur eigi verið sinnt.
Ef skrárhaldari hafnar kröfum aðila um að skyra frá efni skráðra upplysinga, sbr. ákvæði 1. og 2. mgr. 9. gr., er skrárhaldara skylt að vekja athygli hins skráða á rétti hans til þess að bera ágreininginn undir úrlausn tölvunefndar, sbr. ákvæði 13. gr.

13. gr.

Heimilt er að bera ágreining um rétt til aðgangs að upplysingum samkvæmt þessum kafla laganna undir tölvunefnd sem úrskurðar um ágreininginn.

14. gr.

Nú telur skráður aðili að upplysingar um hann í skrám, er lög þessi taka til, séu rangar eða villandi. Getur hann þá krafist þess að sá er ábyrgur er fyrir skráningu færi þær í rétt horf, afmái þær eða bæti við þær, eftir því sem við á hverju sinni. Hið sama gildir ef aðili telur að á skrá séu upplysingar sem eigi er heimilt að skrásetja eða upplysingar sem eigi hafa lengur þyðingu.
Nú neitar sá sem ábyrgur er fyrir skrá að fallast á kröfu um leiðréttingu skv. 1. mgr. eða hefur eigi svarað slíkri kröfu innan fjögurra vikna frá því að hún sannanlega kom fram og getur hinn skráði þá óskað þess við tölvunefnd að nefndin kveði á um það hvort og að hvaða marki taka beri til greina kröfu hans um að leiðrétta upplysingarnar eða afmá þær. Fallist tölvunefnd á kröfu manns um að afmá eða leiðrétta upplysingar leggur hún fyrir skrárhaldara að afmá upplysingarnar eða leiðrétta þær.
Í neitun skrárhaldara skv. 2. mgr. um leiðréttingu eða afmáun rangra eða villandi upplysinga skal hinum skráða gerð grein fyrir því að ágreining í þeim efnum geti hann borið undir tölvunefnd.
Þegar um upplysingar um fjárhagsmálefni og lánstraust skv. V. kafla er að ræða skal skrárhaldari senda án tafar öllum þeim, er fengið hafa slíkar upplysingar frá honum síðustu sex mánuði, svo og hinum skráða, skriflega leiðréttingu. Hinn skráði skal og fá í hendur greinargerð frá skrárhaldara um hverjir hafi móttekið rangar upplysingar og hverjum leiðréttingar hafi verið sendar. Tölvunefnd getur, þegar um aðrar upplysingar er að ræða, lagt fyrir skrárhaldara að senda öllum þeim skriflega tilkynningu um leiðréttinguna er á síðustu sex mánuðum, áður en krafa um leiðréttingu kom fram, fengu rangar upplysingar úr skrá. Skrárhaldari skal þá jafnframt upplysa hinn skráða um það hverjir fengið hafa tilkynningu um slíka leiðréttingu.
Þegar sérstaklega stendur á getur tölvunefnd ákveðið að skylda skrárhaldara skv. 4. mgr. til þess að senda skriflega leiðréttingu er taki til lengri tíma en síðustu sex mánaða áður en krafa um leiðréttingu kom fram.

V. kafli.
Skráning upplysinga um fjárhagsmálefni og lánstraust.
15. gr.

Söfnun og skráning upplysinga, sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögpersóna, í því skyni að miðla öðrum upplysingum um það efni, er óheimil án starfsleyfis er tölvunefnd veitir. Þeim einum má veita starfsleyfi sem að mati tölvunefndar er líklegur til að geta uppfyllt skyldur skrárhaldara samkvæmt lögum þessum.

16. gr.

Starfsleyfishafa skv. 15. gr. er einungis heimilt að skrá upplysingar sem eðli sínu samkvæmt geta haft þyðingu við mat á fjárhag og lánstrausti hins skráða. Aldrei er heimilt að taka í slíka skrá upplysingar þær sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laganna.
Upplysingar um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem eldri eru en fjögurra ára, er óheimilt að skrá eða miðla nema ótvírætt sé að viðkomandi upplysingar hafi verulega þyðingu við mat á fjárhag eða lánstrausti hins skráða. Áður en slíkar upplysingar eru skráðar eða þeim miðlað skal það tilkynnt viðkomandi aðila og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir innan tiltekins frests frá móttöku tilkynningar. Skal sá frestur að lágmarki vera ein vika frá móttöku tilkynningar. Beri aðili fram andmæli er skráning eða miðlun upplysinga aðeins heimil að fengnu samþykki tölvunefndar.

17. gr.

Eigi er heimilt að færa í skrá samkvæmt kafla þessum aðrar upplysingar en nafn manns eða fyrirtækis, heimilisfang, kennitölu, nafnnúmer, fyrirtækjanúmer, stöðu og atvinnu eða aðrar upplysingar sem hægt er að fá úr opinberum skrám án þess að skyra hinum skráða frá því.
Ef önnur atriði en þau sem greind eru í 1. mgr. eru tekin á skrá ber starfsleyfishafa að skyra skráðum aðila, sem í fyrsta skipti er tekinn á skrá, frá því innan fjögurra vikna frá skráningu og greina honum frá heimild hans til þess að fá skyrslu um efni skráningar, sbr. 18. gr.

18. gr.

Nú telur aðili að upplysingar um hann séu skráðar skv. 15. gr. og er starfsleyfishafa þá skylt að skyra aðila sem fyrst, og eigi síðar en innan tveggja vikna frá því krafa kom fram um slíkt, frá því sem þar er skráð og því mati sem starfsleyfishafinn hefur látið frá sér fara á síðustu sex mánuðum varðandi hagi beiðanda.
Ef starfsleyfishafi skv. 15. gr. hefur í vörslum sínum frekari upplysingar um hinn skráða en þær sem beiðni skv. 1. mgr. lytur að er honum skylt að gera beiðanda grein fyrir þeim og jafnframt fyrir rétti hins skráða aðila til þess að fá að kynna sér efni skrár af eigin raun.
Hinn skráði aðili getur gert kröfu til þess að fá skrifleg svör skv. 1. mgr. frá skrárhaldara, en skráður aðili á eigi kröfu til þess að honum sé skyrt frá hvaðan upplysingar eru fengnar.

19. gr.

Upplysingar um fjárhag og atriði, er varða mat á lánstrausti, má aðeins láta öðrum í té skriflega, sbr. þó 1. og 2. mgr. 18. gr. Þegar fastir viðskiptavinir eiga í hlut er þó heimilt að veita almennar upplysingar munnlega eða á annan svipaðan hátt, en nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda skal þá skráð og gögn um það varðveitt í a.m.k. sex mánuði.
Upplysingarit um fjárhagsmálefni og lánstraust mega aðeins geyma almennar upplysingar og þau má aðeins senda til áskrifenda. Áður en starfsleyfishafi birtir nafn tiltekins aðila í slíku upplysingariti skal starfsleyfishafi að eigin frumkvæði tilkynna viðkomandi aðila skriflega um það að upplysingar um hann muni birtast í næstu útgáfu ritsins.
Upplysingar um skuldastöðu manna má því aðeins veita öðrum að um sé að ræða almennt aðgengilegar upplysingar eða gjaldfallna skuld eða skuldir sama aðila við tiltekinn kröfuhafa sem eru a.m.k. 20.000,00 kr. eða hærri og skuldari hefur með aðfararhæfri sátt fallist á að greiða eða verið dæmdur til greiðslu hennar eða önnur réttargerð hafin til fullnustu hennar. Dómsmálaráðherra getur að fenginni umsögn tölvunefndar breytt með reglugerð framangreindri fjárhæð.
Upplysingar um skuldastöðu aðila má ekki veita með þeim hætti að þær geti verið grundvöllur mats á fjárhagslegri stöðu annars en þess er upplysingarnar varðar.

20. gr.

Um leiðréttingu eða afmáun rangra og villandi upplysinga um fjárhagsmálefni og lánstraust gilda ákvæði 14. gr.

VI. kafli.
Nafnalistar og nafnáritanir. Markaðs- og skoðanakannanir.
21. gr.

Sala eða önnur afhending úr skrám á nöfnum og heimilisföngum tiltekinna hópa einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða félaga er óheimil án starfsleyfis sem tölvunefnd veitir. Þá er og óheimilt án slíks starfsleyfis að annast um fyrir aðra áritanir nafna og heimilisfanga, svo sem með límmiðaáritun, eða aðra útsendingu tilkynninga til þeirra sem greinir í fyrri málslið þessarar málsgreinar.
Starfsleyfishafi skv. 1. mgr. má aðeins hafa á skrám sínum eftirtaldar upplysingar:
1. nafn, heimilisfang, kennitölu, nafnnúmer, fyrirtækjanúmer og starf,
2. upplysingar sem almennur aðgangur er að í opinberum skrám, svo sem fyrirtækjaskrám.
Dómsmálaráðherra getur, að fenginni umsögn tölvunefndar, í reglugerð reist frekari skorður við því hvað greina megi í skrám þessum.

22. gr.

Ef skrá skv. 21. gr. er notuð til áritunar og útsendingar bréfa, tilkynninga, dreifirita eða þess háttar er skylt að fram komi á áberandi stað á útsendu efni að því sé dreift eftir skrá í vörslu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Enn fremur að þeir sem kynnu að óska eftir því að losna undan slíkum sendingum framvegis geti skrifað eða hringt til þessa aðila og fengið nöfn sín afmáð af útsendingarskrá.
Skylt er skrárhaldara að verða tafarlaust við beiðnum um að nöfn einstaklinga eða fyrirtækja séu máð af útsendingarskrá, sbr. 1. mgr. Ef beiðni um að má nafn af útsendingarskrá berst sendanda ofangreinds pósts er honum skylt að koma slíkri kröfu á framfæri við skrárhaldara.
Tölvunefnd getur sett reglur um merkingar skv. 1. mgr.

23. gr.

Nú fær skrárhaldari skv. 21. gr. í hendur félagaskrár eða skrár yfir fasta viðskiptamenn eða svipaðar skrár og er honum þá óheimilt án samþykkis þess sem afhent hefur gögnin að láta þau af hendi við aðra eða skyra öðrum frá upplysingum sem í skránum eða gögnunum felast.

24. gr.

Þeir sem í atvinnuskyni annast markaðs- og skoðanakannanir um atriði, sem falla undir ákvæði laga þessara, skulu hafa til þess starfsleyfi, sem tölvunefnd veitir. Starfsleyfishafi skal, a.m.k. sjö sólarhringum áður en könnun er framkvæmd, senda tölvunefnd lysingu á fyrirhugaðri könnun ásamt spurningalista.
Öðrum en starfsleyfishöfum skv. 1. mgr. er óheimilt að annast kannanir þær, sem um ræðir í 1. mgr., án heimildar tölvunefndar.
Þeim sem annast markaðs- og skoðanakannanir skv. 1. og 2. mgr. ber við framkvæmd könnunar að gæta eftirtalinna atriða:
a. Gera skal þeim sem spurður er grein fyrir því að honum sé hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalistanum í heild.
b. Ef svör eru ekki eyðilögð að könnun lokinni skulu þau geymd þannig frágengin að ekki megi rekja þau til ákveðinna aðila.
c. Aldrei skal spyrja annarra spurninga en þeirra sem hafa greinilegan tilgang með hliðsjón af viðfangsefni því sem verið er að kanna.
d. Óheimilt er að nota upplysingar þær, sem skráðar hafa verið, til annars en þess sem var tilgangur könnunar.
e. Óheimilt er að veita öðrum aðgang að upplysingum þeim sem skráðar hafa verið.
Tölvunefnd setur frekari skilyrði um framkvæmd slíkra kannana, meðferð og varðveislu gagna ef hún telur það nauðsynlegt.

VII. kafli.
Um tölvuþjónustu.
25. gr.

Þeim sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra er óheimilt án starfsleyfis, sem tölvunefnd veitir, að varðveita eða vinna úr eftirtöldum upplysingum um einkamálefni:
a. upplysingum sem falla undir ákvæði 1. mgr. 4. gr.,
b. upplysingum sem falla undir ákvæði V. kafla,
c. upplysingum sem falla undir ákvæði 3. mgr. 6. gr.

Með tölvuþjónustu er átt við sérhvern starfsþátt í sjálfvirkri gagnavinnslu með tölvutækni.
Starfsleyfishafa skv. 1. mgr. er, án samþykkis frá skráreiganda, óheimilt að nota upplysingar þær, sem hann hefur veitt viðtöku, til annars en að framkvæma þá þjónustu sem samningur hans og skráreiganda varðar eða afhenda öðrum upplysingarnar til vinnslu eða geymslu. Þegar sérstaklega stendur á, svo sem vegna skyndilegrar bilunar í tölvubúnaði, er aðila þó heimilt að láta framkvæma tölvuvinnslu hjá öðrum enda þótt síðargreindi aðilinn hafi ekki starfsleyfi til slíkrar vinnslu. Gögnin og vinnslan skulu þó eftir sem áður vera á ábyrgð þess sem upphaflega tók að sér verkið að því er varðar ákvæði laga þessara.
Starfsleyfishafa er skylt að beita viðeigandi ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir að upplysingar verði misnotaðar eða þær komist í hendur óviðkomandi. Dómsmálaráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um vörslu og meðferð tölvugagna hjá þeim sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra.

26. gr.

Starfsmenn í þjónustu starfsleyfishafa skv. 25. gr. eru þagnarskyldir um atriði sem þeir komast að við störf sín og skulu þeir undirrita þagnarheit áður en þeir taka til starfa.
Nú vinnur tölvuþjónustufyrirtæki, sem ekki er rekið af opinberum aðila, að verkefnum fyrir slíkan aðila og eru starfsmenn þess þá þagnarskyldir um þau atriði, sem þeir komast að við framkvæmd verkefnisins, með sama hætti og þeir opinberu starfsmenn sem unnið hafa að því. Brot starfsmanns varðar, þegar svo stendur á, refsingu skv. 136. gr. almennra hegningarlaga.

VIII. kafli.
Söfnun upplysinga hér á landi til úrvinnslu erlendis.
27. gr.

Kerfisbundin söfnun og skráning persónuupplysinga hér á landi til geymslu eða úrvinnslu erlendis er óheimil. Tölvunefnd getur þó heimilað hana ef sérstaklega stendur á.
Skrá eða frumgögn, sem geyma upplysingar þær sem greinir í 1. mgr. 4. gr., má eigi láta af hendi til geymslu eða úrvinnslu erlendis nema samþykki tölvunefndar komi til.
Leyfi skv. 1. og 2. mgr. má því aðeins veita að tölvunefnd telji að afhending skráa eða gagna skerði ekki til muna þá vernd sem lög þessi búa skráðum mönnum eða lögpersónum.
Dómsmálaráðherra getur, að fenginni umsögn tölvunefndar, ákveðið í reglugerð að ákvæði 1. og 2. mgr. eigi ekki við um tilteknar skrár eða upplysingasvið eða gagnvart tilteknum löndum ef slíkt er nauðsynlegt til efnda á þjóðréttarskuldbindingum eða tillit til alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði mælir með því.

IX. kafli.
Skráning upplysinga og varðveisla þeirra.
28. gr.

Beita skal virkum ráðstöfunum er komi í veg fyrir að upplysingar séu misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna.
Afmá skal skráðar upplysingar sem vegna aldurs eða af öðrum ástæðum hafa glatað gildi sínu miðað við það hlutverk sem skrá er ætlað að gegna. Skrár, sem sífellt eru í notkun, skulu geyma upplysingar sem á hverjum tíma eru réttar, en úreltar upplysingar skal afmá.
Tölvunefnd getur leyft að afrit eða útskriftir úr skrám verði varðveittar í Þjóðskjalasafni eða öðrum skjalasöfnum með nánari ákveðnum skilmálum.

29. gr.

Nú geyma tilteknar skrár upplysingar sem líklegt þykir að muni hafa notagildi fyrir erlend ríki og skal þá koma við öryggisráðstöfunum sem gera kleift að eyðileggja skrár án tafar ef styrjöld bryst út eða uggvænt þykir að til styrjaldarátaka komi.

X. kafli.
Um eftirlit með lögum þessum.
30. gr.

Til þess að hafa eftirlit með framkvæmd laga þessara og reglum settum samkvæmt þeim skal dómsmálaráðherra skipa fimm manna nefnd sem kölluð er tölvunefnd í lögum þessum. Nefndina skal skipa til fjögurra ára í senn. Formaður nefndarinnar, varaformaður og einn nefndarmaður að auki skulu vera lögfræðingar. Formaður og varaformaður skulu fullnægja skilyrðum til að vera dómari. Einn nefndarmanna skal vera sérfróður um tölvu- og skráningarmálefni. Hann skal tilnefndur af Skyrslutæknifélagi Íslands. Varamenn skal skipa með sama hætti til fjögurra ára í senn og skulu þeir fullnægja sömu skilyrðum og aðalmenn.
Tölvunefnd er að höfðu samráði við dómsmálaráðherra heimilt að ráða nefndinni nauðsynlegt starfslið.

31. gr.

Tölvunefnd hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Nefndin hefur að eigin frumkvæði, eða eftir ábendingum frá skráðum aðilum, eftirlit með því að til skráningar sé stofnað og skrár notaðar með þeim hætti sem fyrir er mælt í lögum þessum. Tölvunefnd veitir, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum, starfsleyfi, heimildir eða samþykki til einstakra athafna. Þá úrskurðar nefndin í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma.
Úrlausnir tölvunefndar samkvæmt lögum þessum verða eigi bornar undir aðrar stjórnvaldsstofnanir.

32. gr.

Tölvunefnd getur krafið skrárhaldara og þá er á hans vegum starfa allra þeirra upplysinga sem nefndinni eru nauðsynlegar til þess að rækja hlutverk sitt, þar með taldar upplysingar til ákvörðunar um það hvort tiltekin starfsemi falli undir ákvæði laganna.
Tölvunefnd og starfslið hennar hefur vegna eftirlitsstarfa sinna án dómsúrskurðar aðgang að húsnæði þar sem skráning fer fram eða þar sem skráningargögn eru varðveitt eða þau eru til vinnslu.

33. gr.

Tölvunefnd getur lagt fyrir aðila að hætta skráningu eða láta ekki öðrum í té upplysingar úr skrám sínum eða gögnum, enda gangi skráning eða upplysingagjöf í berhögg við ákvæði laga þessara að mati tölvunefndar. Þá getur tölvunefnd og, að sömu skilyrðum fullnægðum, mælt svo fyrir að upplysingar í skrám verði afmáðar eða skrár í heild sinni eyðilagðar.
Tölvunefnd getur lagt fyrir skráningaraðila að afmá skráningu um einstök atriði eða leiðrétta hana, enda sé um atriði að ræða sem annaðhvort er óheimilt að taka á skrá eða tölvunefnd telur röng eða villandi.
Tölvunefnd getur lagt fyrir skráningaraðila að afmá eða leiðrétta upplysingar sem skráðar hafa verið fyrir gildistöku laga þessara ef skráning þeirra gengur í berhögg við ákvæði laga þessara eða upplysingarnar eru rangar eða villandi.
Tölvunefnd getur, ef sérstaklega stendur á, lagt fyrir skráningaraðila að afmá upplysingar sem vegna aldurs eða af öðrum ástæðum hafa glatað gildi sínu.
Tölvunefnd getur bannað skráningaraðila að viðhafa tiltekna aðferð við söfnun og skráningu upplysinga og miðlun þeirra, enda telji nefndin að sú aðferð, sem viðhöfð er, hafi í för með sér verulega hættu á að skráning eða upplysingamiðlun verði röng eða villandi. Sömu heimild hefur tölvunefnd ef hún telur hættu á að teknar verði á skrá eða miðlað verði úr skrám upplysingum sem óheimilt er að skrá eða miðla.
Tölvunefnd getur lagt fyrir skráningaraðila að koma við sérstökum úrræðum til tryggingar því að eigi verði tekin á skrá atriði sem óheimilt er að skrá eða miðlað verði upplysingum um slík atriði. Hinu sama gegnir um atriði sem eru röng eða villandi. Með sama hætti getur tölvunefnd lagt fyrir skráningaraðila að koma við ráðstöfunum til tryggingar því að skráðar upplysingar verði ekki misnotaðar eða komist til vitundar óviðkomandi aðila.
Ef aðili sinnir eigi fyrirmælum tölvunefndar skv. 1.-6. mgr. þessarar greinar getur tölvunefnd afturkallað starfsleyfi, samþykki eða heimild sem hún hefur veitt samkvæmt ákvæðum laga þessara þar til úr hefur verið bætt að hennar mati með fullnægjandi hætti.

34. gr.

Dómsmálaráðherra getur í reglugerð kveðið á um samstarf tölvunefndar við erlendar eftirlitsstofnanir um geymslu eða úrvinnslu hér á landi á gögnum er safnað hefur verið erlendis, þar á meðal um sérstaka tilkynningarskyldu á slíku.

35. gr.

Tölvunefnd getur sett reglur um form og efni tilkynninga og umsókna samkvæmt lögum þessum.
Nú er tölvunefnd ætlað að veita starfsleyfi samkvæmt lögum þessum eða samþykki til einstakra aðgerða og er henni þá heimilt að binda starfsleyfið eða samþykkið skilyrðum eða tímabinda það.
Dómsmálaráðherra getur ákveðið gjald er greiða skal fyrir veitingu starfsleyfa og einstakra heimilda.

36. gr.

Tölvunefnd skal árlega birta skyrslu um starfsemi sína. Í skyrslunni skal birta yfirlit yfir þau starfsleyfi, samþykki og heimildir sem nefndin hefur veitt, reglur sem hún hefur sett og úrskurði sem hún hefur kveðið upp. Í ársskyrslunni skal og greina frá þeirri starfsemi nefndarinnar annarri sem ætla má að almenningur láti sig varða eða hafi hagsmuni af að vita.

XI. kafli.
Um refsingar og önnur viðurlög.
37. gr.

Brot á eftirtöldum ákvæðum laga þessara varða fésektum eða fangelsi allt að þremur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum:
a. brot á 3.—6. gr.,
b. brot á 9. og 12. gr.,
c. brot á 2. og 4. mgr. 14. gr.,
d. brot á 15.—20. gr.,
e. brot á 21.—24. gr.,
f. brot á 26., 27. og 1. mgr. 32. gr.
Sömu refsingu varðar að vanrækja að fara að fyrirmælum tölvunefndar skv. 33. gr.
Sömu refsingu varðar enn fremur að virða ekki skilyrði sem sett eru fyrir starfsleyfi, heimild eða samþykki samkvæmt lögum þessum eða stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim, svo og að sinna ekki boði eða banni sem sett hefur verið samkvæmt lögunum eða stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim.
Dæma má lögaðila jafnt sem einstaklinga til greiðslu sekta vegna brota á lögum þessum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðilans. Hafi starfsmaður lögaðilans framið brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim má einnig gera lögaðila þessum sekt og sviptingu starfsréttinda skv. 38. gr., enda sé brot drygt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum, enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum.

38. gr.

Starfsleyfishafa skv. 15., 21., 24. og 25. gr. má auk refsingar skv. 37. gr. með dómi svipta starfsleyfi ef sök er mikil. Að öðru leyti eiga hér við ákvæði 1. og 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum.
Gera má upptæk með dómi tæki sem stórfelld brot á lögum þessum hafa verið framin með, svo og hagnað af broti, sbr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

39. gr.

Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.

XII. kafli.
Lagaframkvæmd og gildistaka.
40. gr.

Dómsmálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.


6.0. Nafnaskrá


Aðalsteinn Eiríksson skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík (96/034)
Alþjóðleg miðlun, Gísli Maack (96/221)
Anna Lauga Bragadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/019)
Anna Kristín Newton sálfræðinemi (96/327)
Anna Valdís Pálsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/103)
Anna Margrét Rögnvaldsdóttir uppeldisfræðinemi (96/048)
Anna S. Vernharðsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/052)
Apótekarafélag Íslands (95/213)
Apótekarafélag Íslands (95/292)
Ari Páll Kristinsson (96/097)
Arnheiður Anna Ólafsdóttir nemi (96/263)
Atli Dagbjartsson dósent (96/026)
Atli Magnússon sálarfræðinemi (96/065)
Atvinnuleysistryggingasjóður (96/203)
Auður Eyþórsdóttir nemi (96/027)
Auður Ketilsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/114)
Ágústa Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur (96/316)
Árni V. Þórsson yfirlæknir (96/053)
Árny Anna Svavarsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/083)
Ása Andrésdóttir nemi (96/093)
Ása Fríða Kjartansdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/091)
Ásdís Þórbjarnardóttir hjúkrunarfræðingur (96/020)
Ásgeir Böðvarsson meltingarsérfræðingur (96/041)
Ásgeir Haraldsson læknir (96/061)
Ásgeir Haraldsson prófessor (95/243)
Ásgeir Theodórs, læknir (95/274)
Ásgeir G. Överby (95/295)
Ásgerður Kjartansdóttir nemi (96/269)
Áslaug Friðriksdóttir (96/058)
Áslaug Pálsdóttir nemi (96/090)
Ásmundur G. Vilhjálmsson (96/239)
Bandalag íslenskra skáta (96/212)
Barnaverndarstofa (96/230)
Bárður Sigurgeirsson læknir (96/191)
Bella Pétursdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/329)
Berglind Karlsdóttir landafræðinemi (96/016)
Bergljót Björk Halldórsdóttir nemi (96/107)
Birgitta Elín Hassell (96/067)
Birkir Sveinsson húðsjúkdómalæknir (96/002)
Bjarni Þjóðleifsson læknir (96/275)
Björk Elva Jónasdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/052)
Björk Sigurgísladóttir laganemi (96/176)
Bryndís Ólafsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/083)
Brynhildur Ó. Frímannsdóttir nemi (96/194)
Brynjólfur Mogensen dr. fyrir hönd rannsóknarhóps og Slysavarnarráðs (96/152)
Brynjólfur Y. Jónsson læknir (96/289)
Brynjólfur Y. Jónsson dr. med. og heilsugæslulæknar á Vesturlandi (96/288)
Börkur Hansen dósent við KHÍ (96/059)
Christel Bech (96/125)
Council of Europe, Secretariat General (96/147)
Dagmar Jónsdóttir (96/281)
Dagny Harðardóttir nemi (96/124)
Datatilsynet (96/229)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/024)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/108)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/168)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/193)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/196)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/197)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/206)
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið (96/280)
Dóróthea Bergs verkefnastjóri hjúkrunar á F.S.A. (96/283)
Drífa B. Guðmundsdóttir (96/067)
Drífa Jenny Helgadóttir (96/032)
Edda Andrésdóttir laganemi (96/118)
Einar Eiríksson (96/307)
Einar Stefánsson prófessor (96/165)
Eiríkur Jónsson læknir (96/175)
Eiríkur Líndal sálfræðingur (96/319)
Elín Ólafsdóttir læknir (96/061)
Elín Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/316)
Elín Thorarensen nemi (96/240)
Elín Vilhjálmsdóttir nemi (96/096)
Elsa Björk Friðfinnsdóttir lektor (96/098)
Elva Rut Helgadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/019)
Erla Hrönn Diðriksdóttir nemi (96/254)
European Commission, Data Protection Working Party (96/305)
Eydís Sveinbjarnardóttir hjúkrunarfræðingur (96/146)
Eygló Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/177)
Eyrún Rúnarsdóttir nemi (96/328)
Fangelsið Litla-Hrauni, Jón Sigurðsson yfirfangavörður (95/294)
Fellaskóli, Örlygur Richter og Hulda Arnljótsdóttir (96/018)
Félagsmálaráðuneytið (96/149)
Félagsmálaskrifstofa Garðabæjar (96/320)
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar (96/084)
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar (96/013)
Félagsvísindadeild H.Í., Ólafur Þ. Harðarson (96/174)
Félagsvísindastofnun H.Í. (96/236)
Filippínska-íslenska félagið, Alexander G. Björnsson (96/210)
Finnbogi Jakobsson læknir (96/244)
Fjármálaráðuneytið (96/080)
Fjármálaráðuneytið (96/268)
Fjóla Pétursdóttir laganemi (96/176)
Framleiðsluráð landbúnaðarins (95/279)
Friðbert Jónsson yfirlæknir (96/165)
Frosti Jónsson nemi (96/241)
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis (96/150)
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis (96/149)
Gregg Collings, verkefnastjóri GCI á Íslandi ehf. (96/302)
Greiðslumat hf., co. Agnar Kofoed-Hansen, (96/012)
Gretar L. Marinósson dósent við K.H.Í. (96/311)
Grétar Guðmundsson læknir (96/006)
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/091)
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir lektor (96/078)
Guðbjörg Hildur Kolbeins (96/005)
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir kennslustjóri (96/225)
Guðjón Bragason fulltrúi (96/112)
Guðmundur Þ. Jóhannesson nemi (96/224)
Guðmundur S. Jónsson forstöðumaður rannsóknarst. H.Í. (96/002)
Guðmundur S. Jónsson læknir (96/199)
Guðmundur B. Kristmundsson dósent við KHÍ (96/059)
Guðmundur Sigurðsson læknir heilsugæslustöðinni Seltjarnarnesi (96/070)
Guðmundur Þorgeirsson læknir (96/006)
Guðny Friðriksdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/025)
Guðríður Friðriksdóttir, Húsnæðisskrifstofan á Akureyri (96/258)
Guðríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/101)
Guðrún H. Brynjarsdóttir nemi (96/027)
Guðrún Karítas Garðarsdóttir (96/085)
Guðrún Inga Tryggvadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/117)
Gunnar J. Gunnarsson lektor við Kennaraháskóla Íslands (96/286)
Gyða Ingvadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/049)
H.G. (96/132)
Hafsteinn Karlsson skólastjóri (96/045)
Halldór Jóhannsson læknir (96/199)
Halldór Jónsson læknir (96/289)
Halldór Jónsson yfirlæknir (96/110)
Hanna Kristín Sigurðardóttir nemi (96/266)
Hannes Blöndal prófessor (96/161)
Háskóli Íslands (96/086)
Háskóli Íslands (96/105)
Heilsugæslustöðin á Ísafirði, Haraldur Erlendsson (96/126)
Heilsugæslustöðin Sólvangi, Þorsteinn Njálsson (96/139)
Heimili og skóli, Unnur Halldórsdóttir framkv.stj. (96/315)
Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur (96/249)
Helga P. Finnsdóttir landafræðinemi (96/135)
Helga Lára Helgadóttir hjúkrunarfræðingur (96/173)
Helga M. Ögmundsdóttir yfirlæknir (96/033)
Helgi Kristbjarnarson læknir (96/292)
Helgi Kr. Sigmundsson læknir (95/274)
Helgi Valdimarsson læknir (96/191)
Helma Rut Einarsdóttir, Vinnuveitendasamband Íslands (96/145)
Hildigunnur Ólafsdóttir deildarstjóri (95/045)
Hjartavernd, Nikulás Sigfússon yfirlæknir (96/003)
Hjördís Tryggvadóttir (96/067)
Hollvinasamtök Háskóla Íslands (96/071)
Hrafn Tulinius læknir (96/299)
Hrafn Tulinius prófessor (96/161)
Hrefna Guðmundsdóttir sálarfræðinemi (96/065)
Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi (96/173)
Hrund Þrándardóttir sálfræðinemi (96/234)
Hrönn Eir Grétarsdóttir sálfræðinemi (96/234)
Hulda Sædís Bryngeirsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/025)
Hulda Þórisdóttir nemi (96/254)
Hulda B. Þóroddsdóttir nemi (96/093)
Húsavíkurkaupstaður, Sverrir Jónsson (96/325)
Högni Friðriksson sjúkraþjálfunarnemi (96/031)
Inga B. Árnadóttir, kennslustjóri við H.Í. (96/122)
Inga D. Eydal hjúkrunarfræðinemi (96/022)
Ingibjörg Sif Antonsdóttir nemi (96/266)
Ingibjörg Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/173)
Ingibjörg Birgisdóttir (96/075)
Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir (96/026)
Ingibjörg Hreiðarsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/019)
Ingibjörg Nielsen hjúkrunarfræðinemi (96/117)
Ingibjörg Símonardóttir talmeinafræðingur (96/321)
Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/100)
Ingigerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/063)
Íris Böðvarsdóttir sálfræðinemi (96/327)
Íslensk erfðagreining hf. (96/296)
Ívar Pétur Guðnason (95/276)
Jakob Smári dósent (96/055)
Jakob Smári dósent (96/056)
Jakob Smári dósent (96/064)
Jakob Smári dósent (96/066)
John Benedikz læknir (96/244)
Jóhann Axelsson prófessor (96/002)
Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor (95/243)
Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor (96/038)
Jóhann Þorvarðarson (95/080)
Jóhanna Einarsdóttir (96/321)
Jóhannes Björnsson prófessor (96/161)
Jón & Jón auglysingastofa ehf. (96/180)
Jón & Jón auglysingastofa ehf. (96/195)
Jón Þ. Gunnarsson (96/136)
Jón Hrafnkelsson læknir (96/299)
Jón R. Kristinsson barnalæknir (95/238)
Jón Hjaltalín Ólafsson læknir (96/130)
Jón G. Stefánsson sérfræðingur (96/002)
Jón G. Stefánsson yfirlæknir (96/319)
Jón Tómasson læknir (96/175)
Jóna Ósk Ásgeirsdóttir (96/075)
Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi (96/177)
Jónas Fr. Jónsson, héraðsdómslögmaður (95/193)
Jónas Pétursson (96/136)
Jóndís Einarsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/101)
Jónína B. Björnsdóttir nemi (96/224)
Jórunn Erla Eyfjörð sameindaerfðafræðingur (96/033)
Jórunn Þórðardóttir hjúkrunarfræðinemi (96/102)
Karl Örn Karlsson tannlæknir (96/040)
Karl G. Kristinsson syklafræðingur (96/038)
Kári Stefánsson læknir (96/244)
Kennslusvið H.Í. (96/228)
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma (95/290)
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma (96/246)
Kjartan Ólafsson nemi (96/073)
Kjartan Örvar læknir (95/274)
Knattspyrnuráð ÍBV (96/310)
KPMG Lögmenn ehf. (96/261)
Krabbameinsfélag Íslands (96/029)
Kreditkort hf. (96/134)
Kristbjörg Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari (96/177)
Kristbjörg Leósdóttir hjúkrunarfræðingur (96/020)
Kristinn Tómasson læknir (95/274)
Kristinn Tómasson læknir (96/045)
Kristín Benediktsdóttir læknir (96/175)
Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/022)
Kristín Gunnarsdóttir nemi (96/076)
Kristín Hilmarsdóttir nemi (96/027)
Kristín H. Siggeirsdóttir iðjuþjálfi (96/177)
Kristín H. Siggeirsdóttir iðjuþjálfi (96/289)
Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur (96/287)
Kristján Pálsson (96/141)
Kristleifur Kristjánsson læknir (96/244)
Könnunarstofan Rynir ehf. (96/007)
Landlæknisembættið, hr. Ólafur Ólafsson (95/133)
Laufey Sigurðardóttir hjúkrunarfræðinemi (96/329)
Laufey Tryggvadóttir deildarstjóri (96/033)
Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari (96/156)
Leifur Eiríksson nemi (96/047)
Lilja Dögg Alfreðsdóttir nemi (96/269)
Lilja Ester Ágústsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/025)
Lilja Ósk Úlfarsdóttir sálfræðinemi (96/171)
Linda Hersteinsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/009)
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Íslands, Jón Hallsson (96/119)
Magnús Þór Ásgeirsson, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar (96/190)
Magnús Einarsson kennari (96/095)
Margrét R. Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/114)
María T. Ásgeirsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur (96/069)
María Elísabet Laroco nemi (96/266)
Markaðsbankinn (96/257)
Markhúsið ehf. (96/167)
Markhúsið-markaðsstofa ehf. (96/187)
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir (95/243)
Menntamálaráðuneytið (96/182)
Myndmark hf. (95/026)
Neyðarlínan hf., Eiríkur Þorbjörnsson (96/129)
Nína Þ. Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/316)
Oddi Erlingsson sálfræðingur (96/041)
Orkubú Vestfjarða (96/004)
Ólafur Þ. Arnarson (96/058)
Ólafur Ólafsson landlæknir (96/165)
Ólafur Þ. Harðarson dósent (96/088)
Ólína S. Þorvaldsdóttir nemi (96/224)
Ólöf Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/019)
Ólöf Ragna Ámundadóttir sjúkraþjálfari (96/237)
Ólöf Sigfríður Sigurðardóttir (96/075)
Páll Matthíasson deildarlæknir (96/292)
Páll Vídalín læknir (96/041)
Pétur Már Sigurðsson (96/274)
Póst- og símamálastofnunin (96/099)
Póst- og símamálastofnunin (96/301)
Ragnar Þ. Jónasson laganemi (96/198)
Ragnheiður Jónsdóttir nemi (96/254)
Ragnhildur Helgadóttir nemi (96/194)
Rakel Björg Jónsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/100)
Rannsóknarlögregla ríkisins, Bogi Nilsson (95/298)
Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, Valgarður Egilsson læknir (95/101)
Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Gunnlaugur Sighvatsson
framkvæmdastj. (96/226)
Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (96/081)
Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (96/188)
Rannveig Traustadóttir lektor (96/148)
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna (96/142)
Reiknistofan ehf. (96/250)
Reynir Arngrímsson dósent (96/211)
Ríkisskattstjóri (96/082)
Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur (96/043-044)
Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur (96/178)
Rúnar Helgi Haraldsson mannfræðingur (96/110)
Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (96/248)
S.Þ.H. (96/030)
Samband íslenskra sparisjóða (96/166)
Samband íslenskra tryggingafélaga (96/290)
Samstarfsnefnd um samræmda neyðarsímsvörun (96/133)
Sif Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/019)
Siglingastofnun (96/284)
Sigríður Anna Árnadóttir nemi (96/107)
Sigríður Halldórsdóttir (96/212)
Sigríður Haraldsdóttir landfræðingur (95/211)
Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir uppeldisfræðinemi (96/048)
Sigrún Júlíusdóttir dósent (96/077)
Sigrún Júlíusdóttir dósent (96/173)
Sigrún Sveinbjörnsdóttir nemi (96/090)
Sigrún Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur (96/063)
Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/329)
Sigurður Guðmundsson sérfræðingur (96/038)
Sigurður Örn Sigurðsson sjúkraþjálfunarnemi (96/031)
Sigurgrímur Skúlason (96/010)
Sigurjón H. Ólafsson tannlæknir (96/040)
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknir (96/006)
Sjúkrahús Reykjavíkur, Baldur Johnsen (96/072)
Sjúkrahús SÁÁ Vogi (96/092)
Skerpla (96/293)
Skrifstofa jafnréttismála, Ingólfur V. Gíslason (96/153)
Sóley Bender hjúkrunarfræðingur (96/173)
Sóley S. Bender lektor (96/037)
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (96/074)
Stefanía Traustadóttir (95/122)
Stefán Hallgrímsson nemi (96/223)
Stefán Þorvaldsson læknir (96/213)
Steingrímur Davíðsson læknar (96/130)
Steinunn Jónsdóttir nemi (96/096)
Stella Guðmundsdóttir skólastjóri Hjallaskóla (96/131)
Stígamót (96/051)
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (96/163)
Styrihópur menntamálaráðuneytisins um úttekt á viðskipta- og rekstrarfræðimenntun (96/158)
Svanbjörg H. Jónsdóttir nemi (96/090)
Svanhildur Guðmundsdóttir nemi (96/124)
Svanhildur Jónsdóttir nemi (96/076)
Svanhvít Björgvinsdóttir sálfræðingur (95/286)
Svanhvít Loftsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/052)
Sveinn Reynisson (96/120)
Sveinn Reynisson (96/227)
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Reykjanesi (95/247)
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Reykjanesi (96/111)
TB-Tæknibúnaður hf., Sigurður P. Hauksson (96/216)
Tómas Helgason læknir (96/292)
Tómas Zoëga læknir (96/292)
Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra (96/046)
Tryggingastofnun ríkisins (96/109)
Tryggingastofnun ríkisins, Karl Steinar Guðnason forstjóri (95/118)
Umgjörð ehf. (96/233)
Upplysingamiðstöð myndlistar, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir (96/015)
Upplysingaþjónustan ehf., Agnar Kofoed-Hansen (96/062)
Vaka Óttarsdóttir nemi (96/263)
Valdimar Óskarsson (96/318)
Valdís Heiðarsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/049)
Verzlunarskóli Íslands, Þorvarður Elíasson (96/154)
Viðar Örn Eðvarðsson læknir (96/061)
Viðar Þór Guðmundsson nemi (96/269)
Viðar Halldórsson nemi (96/073)
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi (96/094)
Vilhjálmur Ari Arason læknir (96/038)
Vilhjálmur Rafnsson læknir (96/299)
Vinnueftirlit ríkisins (96/036)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/113)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/115)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/144)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/270)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/271)
Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson (96/272)
Yfirskattanefnd (96/159)
Yrsa Björt Löve læknanemi (96/312)
Þorgerður Hauksdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/022)
Þorsteinn Blöndal læknir (96/213)
Þorsteinn Hjartarson skólastjóri (96/045)
Þóra Elín Arnardóttir nemi (96/263)
Þóra Kristinsdóttir dósent við KHÍ (96/059)
Þórarinn Ólafsson læknir (96/199)
Þórdís Björg Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/091)
Þórður H. Hilmarsson (96/317)
Þórður Eydal Magnússon prófessor (96/324)
Þórður Þorkelsson barnalæknir (96/079)
Þórgunnur Birgisdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/100)
Þórgunnur Hjaltadóttir hjúkrunarfræðinemi (96/101)
Þórhildur Þöll Pétursdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/025)
Þórmundur Jónatansson ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands (96/140)
Þórunn Ragnarsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur (96/069)
Þórunn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðinemi (96/102)
Þráinn Nóason (95/134)
Örn Ólafsson stærðfræðingur (96/002)Var efnið hjálplegt? Nei