Samræmdar leiðbeiningar um einstök efnisatriði reglugerðar ESB nr. 2016/679 (GDPR)

Yfirlit yfir útgefnar leiðbeiningar 29. gr. vinnuhópsins (Working Party 29) og þær leiðbeiningar sem áætlað er að samþykkja á árinu 2017


29. gr. vinnuhópurinn svokallaði, ásamt sérstökum fag-undirhópum, samanstendur af fulltrúm evrópskra persónuverndarstofnana aðildarríkja á EES-svæðinu. Auk þess eiga sæti í vinnuhópnum fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB og Hins evrópska persónuverndarfulltrúa (e. European Data Protection Supervisor). Hópurinn fundar nokkrum sinnum á ári og starfar samkvæmt ársáætlun um útgáfu leiðbeininga sem ná til lykilákvæða og efnisatriða hinnar nýju Evrópureglugerðar um persónuvernd.


Eftirfarandi leiðbeiningar hafa nú verið gefnar út (síðast uppfært 15. nóvember 2017):

Framangreindar leiðbeiningar eru aðgengilegar á heimasíðu vinnuhópsins og hér til hliðar undir flipunum "fyrir lögaðilar" og "fyrir einstaklinga".


Þá eru eftirfarandi leiðbeiningar um nú til umsagnar hjá vinnuhópnum:


Vinnuhópurinn hefur veitt frest til að skila inn umsögnum eða ábendingum um leiðbeiningarnar til 28. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu vinnuhópsins.


Á árinu 2017 stefnir vinnuhópurinn jafnframt á að gefa út leiðbeiningar um:

  • Persónuverndarvottun (e. Certification)
  • Samþykki hins skráða (e. Consent)
  • Gagnsæi vinnslu (e. Transparency)
  • Leiðir til flutnings persónuupplýsinga úr landi (e. Tools for international transfers)

Persónuvernd mun birta tengla á framangreindar leiðbeiningar þegar þær liggja fyrir og uppfæra þá tengla sem fyrir eru.


Á vefsíðu 29. gr. vinnuhópsins má einnig finna yfirlit yfir önnur og eldri álit sem gefin hafa verið út en þau má nálgast hér: http://ec.europa.eu/justice/data-protection/article-29/documentation/opinion-recommendation/index_en.htm.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica