Texti nýrrar Evrópureglugerðar um persónuvernd og tilskipunar um persónuvernd hjá löggæsluyfirvöldum

Hér má finna endanlegan texta nýrrar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (persónuverndarreglugerðin).

Einnig má finna texta nýrrar tilskipunar 2016/680 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga. Hann fjallar um vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í tengslum við að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (löggæslutilskipunin).

Hér má finna endanlegan texta nýrrar Evrópureglugerðar um persónuvernd annars vegar og nýrrar Evróputilskipunar um persónuvernd hjá löggæsluyfirvöldum hins vegar, eins og gerðirnar birtast í Stjórnartíðindum ESB.


Tengill á nýja Evrópureglugerð um persónuvernd

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin)


Tengill á nýja Evróputilskipun um vernd persónuupplýsinga hjá löggæsluyfirvöldum

(Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/680 frá 27. apríl 2016. Hún fjallar um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í tengslum við að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu rammaaákvörðun ráðsins 2008/977/DIM) (löggæslutilskipunin)



Var efnið hjálplegt? Nei