Almennt um nýju löggjöfina

Fyrirsagnalisti

Texti nýrrar Evrópureglugerðar um persónuvernd og tilskipunar um persónuvernd hjá löggæsluyfirvöldum

Hér má finna endanlegan texta nýrrar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (persónuverndarreglugerðin).

Einnig má finna texta nýrrar tilskipunar 2016/680 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga. Hann fjallar um vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í tengslum við að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga (löggæslutilskipunin).

Umfangsmiklar endurbætur á persónuverndarlöggjöf Evrópu samþykktar

Í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag, 14. apríl 2016, kemur fram að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu í dag. Evrópuráðið afgreiddi löggjöfina fyrir sitt leyti 8. apríl 2016. Formleg undirritun af forsetum bæði Evrópuþingsins og Evrópuráðsins þarf hins vegar að koma til svo löggjöfin sé formlega samþykkt.

Pólitísku samkomulagi náð um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd

Í gær, hinn 15. desember 2015, birtist fréttatilkynning á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem fram kemur að samþykktar hafi verið tillögur að endurbótum á evrópskri persónuverndarlöggjöf. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram tillögur að endurbótum í janúar 2012 sem áttu að nútímavæða löggjöfina og aðlaga hana að stafrænni öld upplýsingatækninnar. Í gær náðust samningar um slíka löggjöf milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs Evrópusambandsins, í kjölfar lokaviðræðna þingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar.


Var efnið hjálplegt? Nei