Upplýsingar um þig

Vakin er athygli á því að þegar farið er inn á heimasíðu Persónuverndar vistast smygildi eða kökur (e. cookies) í tölvu notandans. Þegar næst er farið inn á heimasíðuna er kakan send til vefþjónsins þar sem síðan er vistuð.

Kökur eru litlar textaskrár sem eru yfirleitt notaðar til þess að notandi þurfi ekki að slá inn notendanafn eða lykilorð í hvert sinn sem hann heimsækir vefsíðu sem hann hefur áður skráð sig inn á. Þær má einnig nota til þess að greina heimsóknir á vefsíðuna s.s. eftir IP-tölum. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í kökunni. Kökur er innbyggðar í það vefumsjónarkerfi sem Persónuvernd notar.

Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum netvöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti.

Upplýsingar á heimasíðu Microsoft um hvernig hægt er að eyða kökum.

Á heimasíðunni er teljari sem tekur saman heimsóknartölur. Teljarinn veitir upplýsingar um

  • Fjölda gesta og fjölda innlita frá gestum
  • Hvaða leitarvefur fer yfir vefinn
  • Lengd innlits gesta
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Tegund skrá sem sóttar eru af vefnum (t.d. pdf eða doc)
  • Hvaða stýrikerfi eða gerð vafra er notað til að skoða vefinn
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvaða villuskilaboð birtast og hversu oft
  • Tímasetningar, þ.e. hvaða hluta dags vefurinn er skoðaður

Þessar upplýsingar eru notaðar til þess að við vitum hversu mikið heimasíðan er notuð, hvaða efni á henni almenningur hefur mestan áhuga á og til þess að við getum lagað heimasíðuna að þörfum notenda.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica