Hvað er vinnsla?

Vinnsla persónuupplýsinga - hvað þýðir það?

Orðið vinnsla er eitt af lykilhugtökum persónuverndarlöggjafarinnar. Með vinnslu er átt við aðgerð eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki.

 

Dæmi um vinnslu persónuupplýsinga (ekki tæmandi upptalning):

 

  • söfnun
  • skráning
  • flokkun
  • kerfisbinding
  • varðveisla
  • aðlögun eða breyting
  • heimt
  • skoðun
  • notkun
  • miðlun með framsendingu
  • dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingarnar tiltækar, samtenging eða samkeyrsla
  • aðgangstakmörkun
  • eyðing eða eyðilegging 

 

 



Var efnið hjálplegt? Nei