Morgunverðarfundur um nýja persónuverndarlöggjöf 3. mars 2017

Þann 3. mars 2017 héldu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samvinnu við innanríkisráðuneyti og Persónuvernd, morgunverðarfund á Grand hótel um nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundinn mættu um 150 manns og var hann því vel sóttur. Fundarstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, en frummælendur voru Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar,  Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Persónuverndar og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.

Glærur fundarins má nálgast á vefsíðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica