Þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er eitt af verkefnum Persónuverndar að sinna leiðbeiningu til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Til að uppfylla þá skyldu hefur Persónuvernd sett á fót þjónustuborð fyrir fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tekur gildi þann 15. júlí 2018. Þjónustuborðið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem óska leiðbeininga í tengslum við innleiðingu nýju löggjafarinnar. Persónuvernd mun leitast við að svara öllum þeim erindum sem berast þjónustuborðinu innan þriggja til fimm virkra daga. 

Rétt er að taka fram að þjónustuborðið felur ekki í sér heildstæða þjónustu við innleiðingu heldur eingöngu svörun við fyrirspurnum og yfirlestur á skjölum sem fyrirtæki hafa útbúið, t.d. persónuverndarstefnu, skrá yfir vinnslustarfsemi, verklagsreglum o.þ.h.

Þeim fyrirtækjum sem vilja fá aðstoð þjónustuborðsins er bent á að senda Persónuvernd erindi með tölvupósti á netfangið innleiding(hjá)personuvernd.is.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica