2016

Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, var á meðal þeirra sem skipuðu úttektarnefnd á persónuverndarþætti Schengen samstarfsins í Grikklandi.

Lesa meira

Tæknibylting - er von fyrir persónuvernd?

Í dag er hinn evrópski persónuverndardagur. Af því tilefni ritaði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, grein í Morgunblaðið þar sem vakin er athygli á stöðu persónuverndarmála í miðri tæknibyltingu upplýsingasamfélagsins. Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 28. janúar 2017.
Lesa meira

Leikföng sem tengjast Netinu brjóta gegn réttindum barna

Norska neytendastofnunin (n. Forbrukerrådet) tók nýverið til skoðunar notendaskilmála og tæknilega eiginleika tiltekinna leikfanga sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast Netinu (e. Internet-connected toys). Niðurstaða stofnunarinnar var sú að leikföngin uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd.
Lesa meira

Nýtt álit alþjóðlegs vinnuhóps um persónuvernd í fjarskiptum

Alþjóðlegur vinnuhópur um persónuvernd í fjarskiptum, sem Persónuvernd á sæti í, hefur gefið út álit þar sem fjallað er um persónuvernd og öryggi í fjarskiptum á netinu. Álitið tekur einnig til fjarskipta sem fara fram í gegnum netspjall, myndsíma eða á annan sambærilegan hátt.
Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica