2012

Úrbætur hjá Facebook

5.1.2012

Írska persónuverndarstofnunin hefur gert úttekt á meðferð persónuupplýsinga hjá Facebook. Tilefnið var m.a. umfjöllun Alríkisráðs viðskiptamála í Bandaríkjunum (e. Federal Trade Commission). Þar kom fram að Facebook hefði brotið á persónuvernd notenda.

Í kjölfar írsku úttektarinnar mun Facebook bæta fræðslu til notenda sinna og gera vissar breytingar hjá sér. Þær eru m.a. að:
·    Hafa betri stjórn á hvaða persónuupplýsingum er miðlað til þriðju aðila
·    Veita notendum betri fræðslu um hvaða vitneskju Facebook hefur í raun og veru um þá
·    Leggja meiri áherslu á eyðingu upplýsinga – án ónauðsynlegra tafa
·    Veita notendum betri fræðslu um notkun persónupplýsinga í markaðssetningartilgangi
·    Gefa notendum meiri möguleika á að stjórna merkingum á myndum og andlitsgreiningu (e. tagging)

Írska persónuverndarstofnunin stefnir að því að gera aðra úttekt eftir hálft ár, til eftirfylgni. Hér má skoða úttekt írska persónuverndarfulltrúans.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica