Fréttir

Facebook svarar spurningum norrænu persónuverndarstofnananna

21.9.2011

Facebook hefur nú svarað spurningalista norsku persónuverndarstofnunarinnar. Hann var sendur fyrir hönd norrænu persónuverndarstofnananna og varðar varðveislu og notkun Facebook á persónuupplýsingum.

Facebook hefur nú svarað spurningalista norsku persónuverndarstofnunarinnar (Datatilsynet), dags. 4. júlí 2011. Listinn var sendur fyrir hönd norrænu persónuverndarstofnananna og varðar varðveislu og notkun Facebook á persónuupplýsingum.

Í bréfi sínu svarar Facebook öllum þeim spurningum sem bornar voru upp, en óskar eftir áframhaldandi viðræðum við stofnanirnar.

Í svari sínu staðfestir Facebook að það sem hver notandi skrifi á vegginn sinn sé notað til að sérvelja auglýsingar sem birtist honum. Hins vegar sé upplýsingunum ekki miðlað til annarra nema notandinn hafi heimilað það sérstaklega með uppsetningu utanaðkomandi forrita. Þetta eigi einnig við um myndir og myndbönd. 

Hvað varðar ip-tölur segir að þær séu geymdar í allt að 90 daga, en séu einungis notaðar fyrir framkvæmd og öryggi en aldrei í markaðssetningartilgangi. Þá sé fyrirtækið þeirrar skoðunar að starfsemi þess falli undir evrópska persónuverndarlöggjöf þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu staðsettar á Írlandi.

Hér er svar Facebook til norsku persónuverndarstofnunarinnar.

Hér er fréttatilkynning Datatilsynet í Noregi.

Eldri frétt Persónuverndar um norræna samstarfið í tengslum við Facebook.



Var efnið hjálplegt? Nei