Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra - mál nr. 2017/249

30.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla persónuupplýsinga um kvartanda í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra samrýmdist lögum nr. 77/2000, en vinnslan fólst í því að í fyrirtækjaskrá birtust persónuupplýsingar á fyrirtækjavottorði, þ.e.a.s. nafn, heimilisfang og kennitala kvartanda, sem er stjórnarmaður tiltekins félags auk þess sem hann er skráður í framkvæmdastjórn félagsins og fer með prókúruumboð þess.

 

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/249.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica