Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um skráningu vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur – mál nr. 2016/1433

5.2.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að skráning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á upplýsingum í tengslum við umsókn um húsaleigubætur hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 að frátöldum upplýsingum um að kvartandi hafi farið í áfengismeðferð. Notkun þeirra upplýsinga er bönnuð og mælt fyrir um sérstakar aðgangstakmarkanir á þeim. Þá er kvartanda veitt færi á að yfirfara upplýsingarnar og gera við þær athugasemdir.

Úrskurður í máli nr. 2016/1433.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica