Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um Netbirtingu á persónupplýsingum - mál nr. 2016/1392

27.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að netbirting sálfræðings á spurningalistum með upplýsinga um heilsuhagi á vefsíðu sinni hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000. Þá samrýmdist netbirting hans á skýrslum fyrir dómi, skiptayfirlýsingu og erfðaskrám ekki lögum nr. 77/2000. Með vísan til 1. mgr. 40. gr. laga nr. 77/2000 lagði Persónuvernd fyrir ábyrgðaraðila að senda Persónuvernd staðfestingu að þau gögn sem birt voru án heimildar hafi verið fjarlægð af vefsíðu hans eigi síðar en 27. október nk., að viðlögðum dagsektum. Þeim þætti málsins sem sneri að birtingu tveggja greina á vefsíðu hans var vísað frá. 

 

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/1392.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica