Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um birtingu persónuupplýsinga á vefsíðu Embættis landlæknis – mál nr. 2017/1183

27.6.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla persónuupplýsinga hjá Embætti landlæknis, sem fól í sér birtingu persónuupplýsinga um kvartanda á vefsíðu embættisins, hafi samrýmst lögum nr. 77/2000. Kvörtunin laut að birtingu nafns kvartanda, upplýsinga um menntun og upphafstíma starfsleyfis á hjúkrunarfræðingaskrá Embættis landlæknis. Komist er að þeirri niðurstöðu að umrædd vinnsla persónuupplýsinga geti fallið undir 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000, sem kveður á um að vinnsla sé heimil sé hún nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. Er talið að hagsmunir almennings af því að geta gengið úr skugga um hvort heilbrigðisstarfsmenn hafi tilskilda menntun og starfsleyfi vegi þyngra en hagsmunir hinna skráðu af því að upplýsingarnar birtist ekki á Netinu. Þá hafi ekki komið fram að umrædd vinnsla hafi verið andstæð grunnkröfum 1. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000, um sanngirni og meðalhóf.

 

Úrskurður Persónuverndar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica