Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður Persónuverndar um birtingu heimilisfangs á brotavettvangi – mál nr. 2017/1799

5.7.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að birting heimilisfangs ásamt húsnúmeri á brotavettvangi, í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, á vefsíðu dómstólsins, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Birtingin gangi gegn verndun þeirra hagsmuna sem ætlunin sé að vernda með reglum um nafnleynd og samrýmist vinnslan því ekki því meðalhófsreglu 3. tölul. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000.

 

Úrskurður Persónuverndar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica