Niðurstaða frumkvæðisathugunar á 365 miðlum hf. vegna eftirlits með IP-tölum - mál nr. 2016/1705

Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu í frumkvæðisathugun stofnunarinnar á 365 miðlum hf. í kjölfar fréttatilkynningar um eftirlit fyrirtækisins á IP-tölum þeirra sem hlaða höfundarréttarvörðu sjónvarpsefni inn á dreifiveitur. Með vísan til þeirra skýringa sem 365 miðlar hafa veitt Persónuvernd við rannsókn málsins eru ekki gerðar athugasemdir við umrædda vinnslu persónuupplýsinga, að svo stöddu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica