Heilsufarsviðtöl á Landspítala

Persónuvernd hefur veitt álit í tilefni af vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd heilsufarsviðtala við starfsmenn Landspítala. Í áliti Persónuverndar er meðal annars lýst þeirri afstöðu að fyrirhuguð vinnsla geti átt sér stoð í heimildarákvæðum persónuverndarlaga. Þá bendir Persónuvernd á mikilvægi þess að meðalhófs verði gætt við vinnsluna.

Álit Persónuverndar í máli nr. 2016/684.


Athygli er vakin á því að birting álitsins hefur dregist vegna mikilla anna og manneklu hjá Persónuvernd.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica