Álit um skrár landlæknis

Persónuvernd hefur veitt álit í máli af tilefni kröfu Embættis landlæknis um að sjálfstætt starfandi sérfræðingar sendi því upplýsingar um sjúklinga sína til skráningar í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Í álitinu er meðal annars lýst þeirri afstöðu að tilefni kunni að vera til að fara yfir löggjöf um persónugreinanlegar skrár embættisins. Þá segir að í því sambandi megi skoða hvort ástæða sé til að lögfesta sérstakan andmælarétt í tengslum við skrárnar, sem og hversu víðtækur hann skuli þá vera, þ. á m. til hvaða upplýsinga og skráa hann taki.

Álit í máli Persónuverndar nr. 2014/766
Þetta vefsvæði byggir á Eplica