Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Tilkynningar vegna tilnefningar persónuverndarfulltrúa

29.6.2018

Vegna fjölda fyrirspurna vill Persónuvernd koma því á framfæri að samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf sem mun taka gildi 15. júlí nk. þurfa fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem tilnefnt hafa persónuverndarfulltrúa að tilkynna það til stofnunarinnar, sbr. 7. mgr. 37. gr. persónuverndarreglugerðarinnar. 

Hægt er að senda tilkynninguna á postur[hjá]personuvernd.is þar sem fram kemur nafn persónuverndarfulltrúans, netfang og símanúmer. Ef um er að ræða sameiginlegan persónuverndarfulltrúa hjá opinberum aðilum þarf að koma fram fyrir hvaða stofnanir hann hefur verið tilnefndur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica