Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Tilkynning um tafir á afgreiðslu erinda hjá Persónuvernd

7.9.2017

Áframhaldandi stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna verkefna hjá Persónuvernd, en það sem af er ári hafa 1226 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Mörg þessara erinda eru brýn og þarfnast skjótra svara. Mörg málanna varða einnig beiðnir um kynningar eða ráðgjöf á nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf. Í dag bíða um 400 erindi afgreiðslu hjá stofnuninni. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði á afgreiðslu flestra mála.


Til samanburðar voru nýskráð mál Persónuverndar þann 1. maí 2008 alls 361, 3. maí 2012 voru þau 612 talsins og 3. maí sl. voru þau 713.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica