Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Staða innleiðingar á nýrri persónuverndarreglugerð ESB

25.5.2018

Í dag, hinn 25. maí 2018, kemur til framkvæmda hjá Evrópusambandinu ný persónuverndarreglugerð 2016/679 (GDPR) en hún markar tímamót hvað varðar vernd persónuupplýsinga. 


 Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á innleiðingu löggjafarinnar á Íslandi og birti fyrr í dag fréttatilkynningu um stöðu á innleiðingu hennar hér á landi. Þar kemur m.a. fram að reglugerðin taki gildi í kjölfar fundar Sameiginlegu EES-nefndarinnar sem haldinn verður þann 6. júlí nk. Þá verði frumvarp til nýrra persónuverndarlaga lagt fram á Alþingi í næstu viku. Loks kemur fram að það millibilsástand sem skapast vegna þess að gerðin hafi ekki verið tekin upp í EES-samninginn eigi ekki að valda truflunum á notkun persónuupplýsinga á innri markaðnum, þ.e. flutningur persónuupplýsinga er áfram frjáls innan svæðisins.


Fréttatilkynning dómsmálaráðuneytisins 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica