Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi - frá leikskóla til háskóla

19.9.2017


Persónuvernd boðar til málþings í samstarfi við Háskóla Íslands í Háskólabíói 9. nóvember 2017 kl. 15:00. Fjallað verður um nýjar reglur um persónuvernd og áhrif þeirra á skólasamfélagið.

Á málþinginu verður ítarlega fjallað um nýja Evrópulöggjöf um persónuvernd og áhrif hennar á skólasamfélagið auk þess sem farið verður yfir þær reglur sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga í skólastarfi og í vísinda- og rannsóknarstarfi.

Málþingið er aðallega ætlað þátttakendum í skólastarfi á Íslandi – en það verður opið öðrum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir, auk þess sem málþinginu verður streymt.

Viðburðurinn verður auglýstur frekar þegar nær dregur.

---

Vegna fjölda þeirra beiðna sem borist hafa um kynningar á vegum Persónuverndar á nýrri Evrópulöggjöf um persónuvernd skal tekið fram að í undirbúningi er einnig að boða til málþings um persónuvernd og áhrif nýrrar löggjafar á vinnslu persónuupplýsinga í heilbrigðisgeiranum á Íslandi. Sá viðburður verður auglýstur frekar síðar, en áætlað er að hann fari fram í síðari hluta nóvembermánaðar.

Þegar frumvarp til nýrra laga um persónuvernd hefur verið lagt fram fyrirhugar Persónuvernd að boða til tveggja málþinga í viðbót – annað fyrir atvinnulífið og hitt fyrir hið opinbera og sveitarfélög. Reikna má með því að þeir viðburðir fari fram í ársbyrjun 2018.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica