Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Yfir og allt um kring

14.7.2017

Það hefur verið sagt um persónuverndarlöggjöfina að hún sé yfir og allt um kring. Þetta eru orð að sönnu, enda gildir löggjöfin um alla vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún gildir því um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin. Persónuupplýsingar – sem þetta snýst allt saman um – eru allar þær upplýsingar sem rekjanlegar eru til einstaklings, hvort sem hann er látinn eða lifandi.

Verkefni Persónuverndar hafa sjaldan verið jafn krefjandi, mikilvæg og mikil að umfangi, enda stendur samfélagið á barmi fjórðu iðnbyltingarinnar, þar sem tækniframfarir hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd finnur fyrir auknum áhuga fyrirtækja og stofnana á málefnum sem tengjast persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga auk þess sem fjölmiðlar hafa verið áhugasamir um að kynna almenningi málefni persónuverndar. 

Þessi staða, ásamt einni umfangsmestu löggjöf sem komið hefur frá Evrópusambandinu í langan tíma, hefur kallað á aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk Persónuverndar og því var það skilgreint sem forgangsatriði fyrir árið 2016 að kynna nýtt regluverk Evrópusambandsins fyrir þeim sem málið varðar hérlendis.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í ársskýrslu stofnunarinnar sem hefur verið birt á heimasíðu Persónuverndar í dag. 


Skýrslan er gefin út á rafrænu formi en hana má nálgast hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica