Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Ákvörðun vegna skimunar fyrir depurð og kvíða - mál nr. 2015/1667

8.6.2017

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli þar sem fjallað var um vinnslu persónuupplýsinga um börn án upplýsts samþykkis foreldra, í tengslum við skimun og athugun á depurð og kvíða meðal grunnskólabarna í Reykjavík. Persónuvernd taldi að þær upplýsingar sem söfnuðust við skimunina teldust til sjúkraskrárupplýsinga og að meðferð þeirra, þar með talið öryggi upplýsinganna, skyldi samrýmast lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár.  Á meðan skilyrði þeirra laga væru ekki uppfyllt fæli vinnslan í sér öryggisbrest sem samrýmdist ekki 11. gr. laga nr. 77/2000. Var lagt fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar að senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig öryggi persónuupplýsinga sem safnast við skimunina yrði tryggt framvegis.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica