Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Mikill áhugi fyrir málþingi Persónuverndar um persónuvernd í skólastarfi

10.11.2017

Um það bil 200 manns mættu á málþing Persónuverndar og Háskóla Íslands sem haldið var í Háskólabíói í gær, fimmtudaginn 9. nóvember, auk þess sem tæplega 200 manns fylgdust með málþinginu í gegnum streymi á netinu. Málþinginu voru jafnframt gerð góð skil í fjölmiðlum, bæði fyrir og eftir málþingið.

Á málþinginu var farið yfir persónuvernd í íslensku skólastarfi – frá leikskóla til háskóla, þ. á m. áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd á skólastarf, vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísinda og rannsókna auk þess sem gefin voru raunhæf ráð um hvernig menntastofnanir geti undirbúið sig fyrir gildistöku hinnar nýju löggjafar.

Upptöku af málþinginu má nálgast hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica