Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Leiðbeiningar Persónuverndar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila

16.2.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila. Á næstu vikum áætlar stofnunin að birta leiðbeiningar um fleiri málefni sem tengjast nýrri löggjöf.


Fyrirséð er að fjöldi fyrirtækja og opinberra aðila þurfi að tilnefna persónuverndarfulltrúa á grundvelli nýrra laga um persónuvernd sem taka gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins í maí á þessu ári. Þá er ein af þeim nýjungum löggjafarinnar að tilkynna þarf um öryggisbrot til Persónuverndar og í vissum tilfellum þarf einnig að upplýsinga þá einstaklinga sem upplýsingarnar varða, um að öryggisbrot hafi orðið hvað varðar persónuupplýsingar þeirra. Í nýrri löggjöf eru jafnframt gerðar sérstakar kröfur til vinnsluaðila sem þeir þurfa að vera meðvitaðir um og fylgja, enda gætu þeir orðið ábyrgir ef til öryggisbrots kemur.Leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa

Leiðbeiningar um öryggisbrot 

Leiðbeiningar fyrir vinnsluaðila
Þetta vefsvæði byggir á Eplica