Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga samþykkt á Alþingi

14.6.2018

 

Frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samþykkt á Alþingi í gær, en lögin taka gildi þann 15. júlí næstkomandi.

 

Markmið laganna er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og hefur Persónuvernd eftirlit með framkvæmd laganna.

 


Lögunum er ætlað að færa íslenska löggjöf til samræmis við nýja persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, sem kom til framkvæmda í aðildarríkjum sambandsins þann 25. maí sl. Reglugerðin markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu, en um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í um tvo áratugi.

Nánari upplýsingar um löggjöfina má nálgast á vefsíðu Persónuverndar .

 

 

 

 

 

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica