Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Facebook dæmt brotlegt við persónuverndarlög í Belgíu

19.2.2018

Dómstóll í Belgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Facebook á persónuupplýsingum hafi verið óheimil skv. þarlendum lögum um persónuvernd. Facebook hefur um þónokkuð skeið safnað upplýsingum um hegðun einstaklinga, þ. á m. einstaklinga sem ekki eru skráðir notendur samfélagsmiðilsins, á öðrum vefsíðum en þeirra eigin. Persónuvernd í Belgíu höfðaði málið en niðurstaða dómsins var sú að Facebook hefði ekki aflað samþykkis umræddra einstaklinga fyrir vinnslunni. 


Dómstóllinn lagði fyrir Facebook að eyða öllum gögnum sem það hafði safnað ólöglega í Belgíu, en ef fyrirtækið verður ekki við því verða lagðar dagsektir á fyrirtækið sem nema 250.000 evrum, eða um 31.300.000 íslenskum krónum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica