Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Álit Persónuverndar um gerð ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skólastarfi – mál nr. 2018/524

29.5.2018

Persónuvernd hefur gefið út álit um að mennta- og menningarmálaráðuneytinu sé heimilt að vinna með almennar persónuupplýsingar við gerð ytra mats á skólastarfi en að ráðuneytið hafi ekki sérstaka lagaheimild til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga við gerð slíks mats. Í áliti sínu áréttar Persónuvernd að til þess að tryggja áreiðanleika persónuupplýsinga um skráða einstaklinga skuli gæta sérstakrar varúðar við skráningu matskenndra upplýsinga, svo sem upplýsinga um afstöðu annarra einstaklinga á hinum skráða. Þá beri ráðuneytinu að gæta að því, við ákvörðun um hvaða persónuupplýsingar sé heimilt að birta í skýrslum um ytra mat, að birting þeirra sé málefnaleg og ekki umfram það sem nauðsynlegt sé, með hliðsjón af tilgangi matsins og opinberrar birtingar skýrslnanna.

 

Álit Persónuverndar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica