Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

215 manns sóttu um fimm lausar stöður hjá Persónuvernd

25.1.2018

Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki. Auglýst var eftir tveimur sérfræðingum á sviði upplýsingaöryggis, tveimur lögfræðingum og skrifstofumanneskju með reynslu af skjalavinnslu. Umsóknarfrestur var til 11. janúar sl. Alls sóttu 215 manns um störfin, þar af 90 um stöðu lögfræðings, 22 sóttu um stöðu sérfræðings í upplýsingaöryggi og 103 sóttu um stöðu skrifstofumanneskju.


Verið er að vinna úr umsóknum en fyrirséð er að ráðningarferlið taki nokkrar vikur. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica