Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við greinargerð vinnustaðasálfræðings – mál nr. 2017/81 - 17.4.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla persónuupplýsinga í tengslum greinargerð vinnustaðasálfræðings eftir að greinargerðin var afhent til tiltekinnar ríkisstofnunar hafi ekki samrýmst ákvæðum laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Söfnun og miðlun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum - 13.4.2018

Á síðasta fundi 29. gr.-vinnuhópsins*, sem fram fór 10.-11. apríl sl., var lýst yfir fullum stuðningi við yfirstandandi rannsóknir persónuverndarstofnana á vinnslu og miðlun persónuupplýsinga á vegum samfélagsmiðla. Einnig tilkynnti formaður hópsins, Andrea Jelinek, að stofnaður yrði starfshópur í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þeirra vegum, þ. á m. miðlun upplýsinga til utanaðkomandi aðila (e. Social Media Working Group), en hlutverk hópsins yrði að vinna að langtímastefnumótun í tengslum við persónuvernd og samfélagsmiðla.

Lesa meira

Álit Persónuverndar um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni lögaðila – mál nr. 2017/956 - 9.4.2018

Persónuvernd hefur gefið út álit um að vinnsla fjárhagsupplýsinga um Eykt hf. hjá Creditinfo Lánstrausti hf. hafi samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, og starfsleyfi Persónuverndar til handa félaginu. 

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um samþykki vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar - 6.4.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um samþykki vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar. Persónuvernd hefur áður birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot auk leiðbeininga fyrir vinnsluaðila sem nálgast má á vef stofnunarinnar.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica