Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Facebook dæmt brotlegt við persónuverndarlög í Belgíu - 19.2.2018

Dómstóll í Belgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Facebook á persónuupplýsingum hafi verið óheimil skv. þarlendum lögum um persónuvernd. Dagsektir nema rúmlega 31 milljón króna ef ekki er orðið við fyrirmælum dómstólsins.

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila - 16.2.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila. Á næstu vikum áætlar stofnunin að birta leiðbeiningar um fleiri málefni sem tengjast nýrri löggjöf.

Lesa meira

Úrskurður um miðlun persónuupplýsinga hjá Nova hf. - mál nr. 2017/935 - 14.2.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun Nova hf. á persónuupplýsingum um kvartanda samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000, auk þess sem Nova hf. hafi ekki gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar kæmust í hendur óviðkomandi aðila og þannig brotið gegn 11. gr. laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Úrskurður um skráningu vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur – mál nr. 2016/1433 - 5.2.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að skráning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á upplýsingum í tengslum við umsókn um húsaleigubætur hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 að frátöldum upplýsingum um að kvartandi hafi farið í áfengismeðferð. Notkun þeirra upplýsinga er bönnuð og mælt fyrir um sérstakar aðgangstakmarkanir á þeim. Þá er kvartanda veitt færi á að yfirfara upplýsingarnar og gera við þær athugasemdir.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica