Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Ný vefsíða Persónuverndar í undirbúningi - 1.8.2018

Vinna við nýja vefsíðu Persónuverndar stendur nú yfir en stefnt er að því að hún verði tilbúin í ágúst. Í millitíðinni er athygli vakin á því að það efni, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar nú, hefur almennt ekki verið uppfært með hliðsjón af nýrri persónuverndarlöggjöf sem tók gildi 15. júlí síðastliðinn.

Lesa meira

Eyðublað fyrir tilkynningu um öryggisbrest - 14.7.2018

Persónuvernd hefur nú sett á vefsíðuna eyðublað fyrir tilkynningu um öryggisbrest. Eyðublaðið má finna undir flipanum "Umsóknir og eyðublöð". 

Lesa meira

Gildistaka nýrra persónuverndarlaga - 14.7.2018

Persónuvernd vekur athygli á því að sunnudaginn 15. júlí 2018 taka gildi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með löggjöfinni öðlast einnig lagagildi á Íslandi reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).

Lesa meira

Úrskurður um notkun upplýsinga sem fyrirhugað var að færa á vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfi – mál nr. 2017/537 - 11.7.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að Creditinfo Lánstrausti hf. hafi verið heimilt að nýta upplýsingar um færslu á vanskilaskrá fyrirtækisins, auk upplýsinga úr skattskrá, við gerð skýrslna um lánshæfi. Vinnsla fyrirtækisins í sama skyni á upplýsingum, sem ráðgert var að færa á framangreinda vanskilaskrá en fóru ekki á skrána þar sem hún hafði greitt viðkomandi kröfu, var óheimil. 

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica