Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Úrskurður um vinnslu vegna skýrslna um lánshæfismat - mál nr. 2016/1138 - 19.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að Creditinfo Lánstrausti hf. hafi verið heimilt að nýta upplýsingar úr skattskrá, sem og um að kvartandi hafði verið á skrá fyrirtækisins um vanskil einstaklinga, í þágu gerðar skýrslu um lánshæfi hans. Samkvæmt úrskurðinum var hins vegar óheimilt að notast við upplýsingar um uppflettingar á vanskilaskránni í sama skyni.

Lesa meira

Úrskurður um ítrekun á boði um þátttöku í vísindarannsókn með SMS-skilaboðum - mál nr. 2017/87 - 19.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað um að sending ítrekunar með SMS-skilaboðum á boði um þátttöku í vísindarannsókn á heilbrigðissviði hafi samrýmst ákvæðum laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga hjá Tryggingastofnun ríkisins - mál nr. 2016/1646 - 6.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað um að fyrirhuguð vinnsla Tryggingastofnunar ríkisins á persónuupplýsingum um einstakling, í tilefni af umsókn hans um greiðslu ellilífeyris, hafi samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Lesa meira

Úrskurður um að birting mynda af einstaklingi í auglýsingum hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 - mál nr. 2016/1863 - 5.10.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað um að birting Húðfegrunar ehf. á myndum af einstaklingi í auglýsingum hafi samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica